Erlent

Klónuð kýr eignast afkvæmi

Eru klónaðar kýr framtíðin eða fyrsta skrefið í átt að klónuðu mannkyni?
Eru klónaðar kýr framtíðin eða fyrsta skrefið í átt að klónuðu mannkyni?

Átta kálfar hafa fæðst í Bretlandi sem eru afkvæmi klónaðrar kýr. Hún gekk þó ekki sjálf með afkvæmin heldur voru þau flutt sem fósturvísar til Bretlands af bandarískri rannsóknarstofu og gekk ,,leigukýr" með kálfana.

Mjólk eða kjöt unnið úr afkvæmum klónaðra kúa gæti komið bráðlega á markaðinn á Bretlandi þar sem engar lagalegar hömlur eru á að selja matvöru unna úr afkvæmum klóna. Hins vegar er bannað að selja mjólk eða kjöt úr klónuðum dýrum.

Upplýsingar um afkvæmin koma fram í könnun þar sem fjallað var um hvort fólk vildi neyta mjólkur eða kjöts frá klónum eða afkvæmum þeirra. Þar kemur fram að mikill meirihluti neytenda er á móti því að neyta slíkrar vöru. Könnunin sýnir að því meiri upplýsingar sem neytendur fá um klónaða matvöru því meira eru þeir mótfallnir henni.

Málsvarar klónaðra vara benda hins vegar á að þessi tækni geti gert bændum kleift að eiga hjarðir ofurstórra kúa sem gæfu af sér margfalt meiri mjólk og þar af leiðandi margfalt meiri ágóða. Nokkrar tilraunastofur hafa því verið settar upp í Bandaríkjunum til þess að svara eftirspurn eftir klónuðum dýrum en yfirvöld þar í landi hafa gefið leyfi sitt fyrir klónaðri matvöru.

Það sem neytendum er mest umhugað um er hvort matvara unnin úr klónum sé nógu örugg og einnig velferð dýranna sem eiga í hlut. Bæði vegna þess að það er sársaukafull aðgerð fyrir kúna að láta fjarlægja eggfrumur og þá er einnin og mikið um andvana fædd dýr og fæðingagalla á meðal klónuðu dýranna. Neytendum var einnig umhugað um að þetta gæti verið fyrsta skrefið í átt að klónun manna.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×