Blikandi stjörnur fögnuðu 17. desember 2008 07:00 Blikandi stjörnur tóku lagið í Hinu húsinu á fimmtudagskvöldið þar sem þau fögnuðu nýútkominni plötu sinni. Ingveldur Ýr var ánægð með útkomuna. „Þetta heppnaðist mjög vel, hópurinn söng nokkur lög og seldi fullt af diskum," segir Ingveldur Ýr Jónsdóttir, þjálfari og söngstjóri Blikandi stjarna, sem fagnaði útgáfu samnefndrar plötu síðastliðið fimmtudagskvöld í Hinu húsinu. „Það mættu margir sem hafa komið að starfi hópsins á fimmtudaginn auk annarra gesta, en þar á meðal voru Edda Björgvinsdóttir og Helga Braga, systir mín," bætir hún við. Blikandi stjörnur hafa starfað á vegum Hins hússins síðan árið 2000 undir stjórn Ingveldar og komið víða fram, bæði hérlendis og á erlendum listahátíðum fatlaðra. Hópurinn hefur unnið til ýmissa verðlauna, þau hafa meðal annars fengið viðurkenningu Reykjavíkurborgar og atriði þeirra var valið úr hópi 40.000 atriða af Evrópusambandinu 2003 og hlutu þau verðlaun sambandsins í kjölfarið. „Diskurinn er svona þversnið af því sem Blikandi stjörnur hafa verið að flytja, þá aðallega þekkt íslensk dægurlög. Þau gefa út sjálf en upptökur og útsetningu annaðist Magnús Kjartansson auk valinkunnra tónlistarmanna," segir Ingveldur. - ag Mest lesið Sex ára þegar hann var fyrst frelsissviptur Lífið Háleit markmið Katrínar: Sparar í mat og greiðir 10 milljónir inn á húsnæðislánið Lífið Pamela Bach-Hasselhof látin Lífið Svona er umhorfs hjá Höllu á Bessastöðum Lífið Fimm heillandi heimili í höfuðborginni Lífið Svona losnar þú við baugana Lífið „Fyrir mér snýst þetta ekki bara um að sækjast eftir kórónu“ Lífið Ungir Framsóknarmenn safna fyrir neyðarsjóð Ragnars Þórs Lífið Fáðu að vita strax hvort þú hafir efni á draumaeigninni Lífið samstarf Segir gott að elska Ara Lífið Fleiri fréttir Dusta rykið af danssokkunum Daniil og Birnir í eina sæng Angie Stone lést í bílslysi „Frelsi til að gera allt sem þig langar til“ Þessi eru tilnefnd til Íslensku tónlistarverðlaunanna Bein útsending: Tilnefningar til Íslensku tónlistarverðlaunanna Draumurinn rættist að syngja með Bubba Gekk 20 metra á 35 mínútum í tíu gráðu frosti The Smashing Pumpkins til Íslands Þau fóru áfram í úrslit söngvakeppninnar Sjá meira
„Þetta heppnaðist mjög vel, hópurinn söng nokkur lög og seldi fullt af diskum," segir Ingveldur Ýr Jónsdóttir, þjálfari og söngstjóri Blikandi stjarna, sem fagnaði útgáfu samnefndrar plötu síðastliðið fimmtudagskvöld í Hinu húsinu. „Það mættu margir sem hafa komið að starfi hópsins á fimmtudaginn auk annarra gesta, en þar á meðal voru Edda Björgvinsdóttir og Helga Braga, systir mín," bætir hún við. Blikandi stjörnur hafa starfað á vegum Hins hússins síðan árið 2000 undir stjórn Ingveldar og komið víða fram, bæði hérlendis og á erlendum listahátíðum fatlaðra. Hópurinn hefur unnið til ýmissa verðlauna, þau hafa meðal annars fengið viðurkenningu Reykjavíkurborgar og atriði þeirra var valið úr hópi 40.000 atriða af Evrópusambandinu 2003 og hlutu þau verðlaun sambandsins í kjölfarið. „Diskurinn er svona þversnið af því sem Blikandi stjörnur hafa verið að flytja, þá aðallega þekkt íslensk dægurlög. Þau gefa út sjálf en upptökur og útsetningu annaðist Magnús Kjartansson auk valinkunnra tónlistarmanna," segir Ingveldur. - ag
Mest lesið Sex ára þegar hann var fyrst frelsissviptur Lífið Háleit markmið Katrínar: Sparar í mat og greiðir 10 milljónir inn á húsnæðislánið Lífið Pamela Bach-Hasselhof látin Lífið Svona er umhorfs hjá Höllu á Bessastöðum Lífið Fimm heillandi heimili í höfuðborginni Lífið Svona losnar þú við baugana Lífið „Fyrir mér snýst þetta ekki bara um að sækjast eftir kórónu“ Lífið Ungir Framsóknarmenn safna fyrir neyðarsjóð Ragnars Þórs Lífið Fáðu að vita strax hvort þú hafir efni á draumaeigninni Lífið samstarf Segir gott að elska Ara Lífið Fleiri fréttir Dusta rykið af danssokkunum Daniil og Birnir í eina sæng Angie Stone lést í bílslysi „Frelsi til að gera allt sem þig langar til“ Þessi eru tilnefnd til Íslensku tónlistarverðlaunanna Bein útsending: Tilnefningar til Íslensku tónlistarverðlaunanna Draumurinn rættist að syngja með Bubba Gekk 20 metra á 35 mínútum í tíu gráðu frosti The Smashing Pumpkins til Íslands Þau fóru áfram í úrslit söngvakeppninnar Sjá meira