Viðskipti innlent

Vilhjálmur skrifar AGS

Vilhjálmur Egilsson
Vilhjálmur Egilsson

„Ég mótmælti því að þessi gjaldeyrishöft væru sett. Áhrifin væru þveröfug við þau sem ætlast væri til,“ segir Vilhjálmur Egilsson, framkvæmdastjóri Samtaka atvinnulífsins.

Hann skrifaði Poul Thomsen, fulltrúa Alþjóða­gjaldeyris­sjóðsins (AGS) gagnvart Íslandi, og Muriolo Portugal, einum fram­kvæmdastjóra sjóðsins. Vilhjálmur segist ekki hafa fengið viðbrögð við bréfi sínu.

Samkvæmt nýjum lögum og reglugerð Seðlabankans eru töluverð höft á fjármagnsflutningum og þar með gjaldeyrisviðskiptum, að viðlögðum refsingum. Þetta er sagt gert til þess að hindra flæði fjármagns úr landi en um leið geta sett krónuna á flot, eins og það er kallað, án þess að fjármagnsflæði felli gengið verulega.

Gengið styrktist umtalsvert eftir að krónan var sett á flot að nýju. Gengisvísitalan fór niður undir 190, úr 250, en hefur síðan hækkað í yfir 200 stig. - ikh






Fleiri fréttir

Sjá meira


×