Stríð er friður - kreppa er góðæri Ólafur Sindri Ólafsson skrifar 11. september 2008 07:30 OMXI15 var 3.980,37 klukkan 13.30 þegar ég settist niður til að borða samlokuna mína eftir erfiðan morgun. Skynsemin segir að sjálfsögðu að tilbúin, bragðlaus og rándýr samloka úr kæliborði klukkubúðar sé það síðasta sem maður ætti að festa kaup á þegar úrvalsvísitölur falla allt í kringum mann og kreppan gægist yfir flísklæddu öxlina á afgreiðslustelpunni. En ég ræð bara ekki við mig. Og ég er ekki einn. Þegar fellur að í fjármálum virðist fyrsta hugboð hvers Íslendings ekki vera að skila flottu leigumálverkunum aftur til Borgarbókasafnins eða skipta úr nýsjálensku nautakjöti yfir í folaldahakk í kvöldmatinn. Nei, það væri skammarlegt. Fyrsta verkið er vitanlega að sækja um Premium American Express kort, panta skíðaferð til Ítalíu fyrir veturinn, klæða börnin upp í 20.000 króna vetrarföt sem þau vaxa upp úr í tæka tíð fyrir jól og stofna nokkrar uppboðssíður á Netinu. Kreppa er gullið tækifæri fyrir venjulegan Íslending til að slá um sig. Sanna fyrir nágrannanum að svona kreppuskot hafi engin áhrif á daglegt líf. Þvert á móti geti það jafnvel verið til góðs. Það grisjar fátæka lýðinn af uppáhaldspöbbnum og hækkandi bensínverðið bætir umferðina á Miklubrautinni til muna þegar aumingjarnir á 5 ára gömlu smábílunum hafa ekki lengur efni á öðru en strætó. Þetta er auðvitað ekki eintóm hamingja; nú þegar allir keppast um að sanna kreppuónæmi sitt er orðið ansi þröngt um mann í borðsalnum á Silfrinu, til að mynda. En útsjónarsamir sjá auðvitað björtu hliðarnar á því - það eru þá fleiri sem heyra þegar ég panta dýrustu þrúguna á vínseðlinum. Heppilegast væri auðvitað ef einhver blaðamaður væri svo viðstaddur líka. Samlokukaupin mín sönnuðu reyndar eflaust ekkert fyrir afgreiðslustelpunni í grænu flíspeysunni, annað en það að ég er búinn að eyðileggja bragðlaukana mína fyrir löngu. Verst að ég var ekki með nógu snöggan gikkfingur til að tryggja mér miða á sautjándu minningartónleikana um Villa Vill. Það hefði aldeilis sýnt fram á að kreppan bítur ekki á mér. Kannski ég skelli mér í bíó í kvöld í staðinn. Helst á íslenska mynd. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Ólafur Sindri Ólafsson Mest lesið Bannað að lækna sykursýki II Lukka Pálsdóttir Skoðun Barnaskapur Bjarna Ben; Fjölmargar þjóðir með meiri kaupmátt en við! Ole Anton Bieltvedt Skoðun Misskilin mannúð í hælisleitendamálum Nanna Margrét Gunnlaugsdóttir Skoðun Jæja, ræðum þá þetta dásamlega Evrópusamband Haraldur Ólafsson Skoðun Sigurður Ingi og óverðtryggingin Hjalti Þórisson Skoðun Hvert er fóðrið til að skipulögð glæpastarfsemi geti þrifist hér á landi? Jú, villuráfandi stefnulaus ungmenni! Davíð Bergmann Skoðun „Útlendingar“ og „þetta fólk“ Jasmina Vajzović Crnac Skoðun Af hverju ég styð Samfylkinguna – og Hannes Sigurbjörn Jónsson Ásbjörn Þór Ásbjörnsson Skoðun Flokkur fólksins vill efla byggð um land allt! Lilja Rafney Magnúsdóttir Skoðun Varnarveggur gegn vonbrigðum Sanna Magdalena Mörtudóttir Skoðun
OMXI15 var 3.980,37 klukkan 13.30 þegar ég settist niður til að borða samlokuna mína eftir erfiðan morgun. Skynsemin segir að sjálfsögðu að tilbúin, bragðlaus og rándýr samloka úr kæliborði klukkubúðar sé það síðasta sem maður ætti að festa kaup á þegar úrvalsvísitölur falla allt í kringum mann og kreppan gægist yfir flísklæddu öxlina á afgreiðslustelpunni. En ég ræð bara ekki við mig. Og ég er ekki einn. Þegar fellur að í fjármálum virðist fyrsta hugboð hvers Íslendings ekki vera að skila flottu leigumálverkunum aftur til Borgarbókasafnins eða skipta úr nýsjálensku nautakjöti yfir í folaldahakk í kvöldmatinn. Nei, það væri skammarlegt. Fyrsta verkið er vitanlega að sækja um Premium American Express kort, panta skíðaferð til Ítalíu fyrir veturinn, klæða börnin upp í 20.000 króna vetrarföt sem þau vaxa upp úr í tæka tíð fyrir jól og stofna nokkrar uppboðssíður á Netinu. Kreppa er gullið tækifæri fyrir venjulegan Íslending til að slá um sig. Sanna fyrir nágrannanum að svona kreppuskot hafi engin áhrif á daglegt líf. Þvert á móti geti það jafnvel verið til góðs. Það grisjar fátæka lýðinn af uppáhaldspöbbnum og hækkandi bensínverðið bætir umferðina á Miklubrautinni til muna þegar aumingjarnir á 5 ára gömlu smábílunum hafa ekki lengur efni á öðru en strætó. Þetta er auðvitað ekki eintóm hamingja; nú þegar allir keppast um að sanna kreppuónæmi sitt er orðið ansi þröngt um mann í borðsalnum á Silfrinu, til að mynda. En útsjónarsamir sjá auðvitað björtu hliðarnar á því - það eru þá fleiri sem heyra þegar ég panta dýrustu þrúguna á vínseðlinum. Heppilegast væri auðvitað ef einhver blaðamaður væri svo viðstaddur líka. Samlokukaupin mín sönnuðu reyndar eflaust ekkert fyrir afgreiðslustelpunni í grænu flíspeysunni, annað en það að ég er búinn að eyðileggja bragðlaukana mína fyrir löngu. Verst að ég var ekki með nógu snöggan gikkfingur til að tryggja mér miða á sautjándu minningartónleikana um Villa Vill. Það hefði aldeilis sýnt fram á að kreppan bítur ekki á mér. Kannski ég skelli mér í bíó í kvöld í staðinn. Helst á íslenska mynd.
Hvert er fóðrið til að skipulögð glæpastarfsemi geti þrifist hér á landi? Jú, villuráfandi stefnulaus ungmenni! Davíð Bergmann Skoðun
Hvert er fóðrið til að skipulögð glæpastarfsemi geti þrifist hér á landi? Jú, villuráfandi stefnulaus ungmenni! Davíð Bergmann Skoðun