Ólafur Sindri Ólafsson

Fréttamynd

Skotsilfur Egils

Umræðan um starfsmanna- og launamál RÚV tók áhugaverða litla beygju í vikunni. Egill Helgason ákvað að opinbera eigin launakjör á vefsíðu sinni til að gera hreint fyrir sínum dyrum. Þau eru um 800 þúsund á mánuði, auk jakkafata, síma og frírra áskrifta að helstu fjölmiðlum.

Bakþankar
Fréttamynd

Listin að pirra fólk

Það er orðið ljóst, ef það var það ekki fyrir löngu, að hefðbundnar mótmælaaðgerðir skila engu á Íslandi. Borgaraleg óhlýðni er marklaust hugtak ef óhlýðnin veldur engum ama nema í besta falli nokkrum blaðamönnum sem fá yfir sig endurkast af jógúrtsulli á Alþingishúsið. Í gær kom fólk svo saman og myndaði skjaldborg utan um þinghúsið. Gallinn var sá að enginn var staddur í húsinu nema hópur skólabarna í kynnisferð.

Bakþankar
Fréttamynd

Veðrið

Íslendingar kunna að lifa við knappan kost. Sú list hefur ekki tapast á þessum fáu góðærisárum. Ekki frekar en að við gleymum hvernig elda skal kjötbollur þó við förum á jólahlaðborð eitt kvöld.

Bakþankar
Fréttamynd

Ísland II

Björgunaraðgerðir stjórnvalda ganga fyrst og síðast út á að sleppa því barasta að borga skuldir. Það virkar ágætlega, því verður ekki neitað. Ég hef verið að íhuga að fara að þeirra fordæmi sjálfur, skilja gróðavænlega starfsemi mína og eignir frá þessum leiðindaskuldum – og leyfa svo skuldahlutanum að fara á hausinn.

Bakþankar
Fréttamynd

Sparnaðarráð

Sumar stéttir blómstra á krepputímum. Sparnaðarráðgjafar eru ein þeirra. Smjör drýpur af hverju strái í húsakynnum þeirra þessa dagana þar sem prólarnir flykkjast að, ólmir í að fá að borga fyrir að meðtaka fagnaðarerindið um að eyða ekki um efni fram.

Bakþankar
Fréttamynd

Stríð er friður - kreppa er góðæri

OMXI15 var 3.980,37 klukkan 13.30 þegar ég settist niður til að borða samlokuna mína eftir erfiðan morgun. Skynsemin segir að sjálfsögðu að tilbúin, bragðlaus og rándýr samloka úr kæliborði klukkubúðar sé það síðasta sem maður ætti að festa kaup á þegar úrvalsvísitölur falla allt í kringum mann og kreppan gægist yfir flísklæddu öxlina á afgreiðslustelpunni. En ég ræð bara ekki við mig.

Bakþankar
Fréttamynd

Ungfrú klaustur 2008

Raunveruleikinn er oft áhugaverðari en skáldskapur. Þannig var einmitt með fegurðarsamkeppnina sem faðir Antonio Rungi ætlaði að skipuleggja og halda með hjálp netsins. Þar átti að keppa í fegurð nunna. Ekki bara líkamlegri fegurð heldur heildarfegurð, með áherslu á góðverk, guðsgjafir og geislandi viðmót.

Bakþankar
Fréttamynd

Ólympíuandi

Ólympíuleikar í núverandi mynd eru ekki bara stefnulausir og tilgangslausir, heldur einnig þrautleiðinlegir áhorfs. Ef við teljum saman greinar þar sem fólk er annaðhvort að synda eða skokka eftir fyrirfram ákveðnum brautum erum við fljót að fara yfir 60.

Bakþankar
Fréttamynd

Megas

Fyrir nokkrum árum var ég álitinn skrítinn. Ég gerði mér nefnilega oft far um að sjá Megas á tónleikum. Á hverri menningarnótt var fastur liður að kíkja í portið Við Tjörnina, þar sem lítill hópur hörðustu aðdáenda Megasar safnaðist saman og hlustaði á meistarann.

Bakþankar
Fréttamynd

Hvur í!?

Ein af frumþörfum þenkjandi fólks er að láta koma sér á óvart. Annars verða menn grá og guggin holmenni. Nútímamaðurinn glímir við krónískan skort á skynaukandi áreiti. Meðan tærnar á Schopenhauer brettust upp af æsingi yfir snörpum tilþrifum tilgerðarlegra Þjóðverja á leiksviði, myndi sama reynsla í dag hafa lítil eða engin áhrif á fólk. Við þurfum eitthvað sterkara en fáum það ekki.

Bakþankar
Fréttamynd

19. júní

Dagurinn í dag er kvenna. Forleikur hans var í hæsta máta viðeigandi. Fyrst snerust bloggheimar um undratækið sjálfsfróunarmúffu fyrir karlmenn. Í fyrradag spígsporaði fjallkona um Austurvöll með risavaxið reðurtákn á hausnum og loks var ellimóð birna skotin á flótta. Við kunnum vissulega að meta hið fríðara kyn.

Bakþankar
Fréttamynd

En þetta er bara mín trú

Nýlega reyndi guðfræðinemi að færa rök fyrir því hér á þessum vettvangi að fullorðið fólk, t.a.m. í umönnunarstéttum, ætti að vera hreinskiptið í samræðum við börn um álitamál eins og trúmál. Ef barn spyrði kristinn kennara spurningar á borð við: „Hvar er mamma þín?“ þá væri hreinlega eðlilegt að svara „Hún er hjá Guði,“ svo lengi sem sá varnagli fylgdi að einhver gæti verið annarrar skoðunar. Þannig lærði barnið smám saman að kennarinn héldi mömmu sína vera hjá Guði, Abdullah í 5.G héldi hana hjá Skrattanum og Ella náttúrufræðikennari fullyrti að hún væri hjá ormunum. Með þessu móti myndi barnið vera eggjað til að taka eigin afstöðu sjálfstætt og eðlilega.

Bakþankar
Fréttamynd

Verið hrædd!

Á sunnudaginn sat ungur lyfjafræðinemi og steytti hnefana framan í sjónvarpskerm. Það sauð á honum gremjan. Hvernig dirfðust þau? Hann var að horfa á grillveislu. Grillkjötið var átrúnaðargoð unga mannsins, sjálfur Luftstürmmeister Magnús Þór Hafsteinsson.

Bakþankar
Fréttamynd

Fólkið í kjallaranum

Mikið óskaplega hefur fólk nú gaman af illsku. Það er ekki margt sem fangar athygli okkar og ímyndunarafl betur en yfirgengileg og tryllt mannvonska eða geðveiki.

Bakþankar
Fréttamynd

Hommahasar

Þeirri staðreynd var vandlega haldið leyndri fyrir Íslendingum á sínum tíma að Júróvisjón-keppnin væri risavaxin hommaárshátíð. Hommar voru enda enn álitnir kynvillingar, ekki síst af því hégómlega fólki sem í alvöru hafði metnað fyrir því að vinna söngvakeppnina.

Bakþankar
Fréttamynd

Út(sáð)rás

Þriðji hver gestur klámsíðu er kona og konur eru miklu líklegri en karlar til að stunda raunverulegt kynlíf með manneskju sem þær kynnast á netinu. Bæði í erótískum og klínískum tilgangi. Kynferðisleg þjónusta við konur er nýjasta netbólan.

Bakþankar
Fréttamynd

27. mars

Dagurinn í dag er af tvennum sökum merkisdagur fyrir miðaldra karlmenn með grátt í vöngum. Fyrir nákvæmlega áratug hrökk herra Porsche upp af og sama dag lagði matvæla- og lyfjaeftirlit Bandaríkjanna blessun sína yfir Viagra.

Bakþankar
Fréttamynd

Madama Tobba

Madama Tobba skrifaði leiðarvísi um ástarmál fyrir stúlkur árið 1922, á þeim tíma þegar daður og djass tröllriðu ístöðulausum stúlkum og ekki veitti af að minna hið fagra kyn á stað sinn og stétt.

Bakþankar
Fréttamynd

Aðal rasisti bloggheima

Þrennt er verulega athyglisvert við nýgenginn dóm yfir Gauki Úlfarssyni vegna þeirra ummæla hans að Ómar R. Valdimarsson sé ekki bara rasisti, heldur erkirasisti.

Bakþankar
Fréttamynd

Svona er ástin

Það er táknrænn dagur í dag. Valentínusardagur er notaður til að minna hluta af þjóðinni á að hún eigi maka og hinn hlutann á að hún eigi engan.

Bakþankar
Fréttamynd

Rottumaðurinn

Sigmund Freud lýsti eitt sinn samskiptum sínum við sjúkling sem hann nefndi Rottumanninn.

Bakþankar
Fréttamynd

Ísland fyrir Íslendínga!

Íslenska erfðamengið er vanmetinn auður sem stopular samgöngur (og kynferðislegur áhugi afdalabænda á hálfkynþroska frænkum sínum) hafa nær einar haldið verndarhendi yfir í tólf hundruð ár. Þar til núna.

Bakþankar