Viðskipti erlent

Dow Jones ekki lægri í fimm ár

Frá hlutabréfamarkaði í Bandaríkjunum.
Frá hlutabréfamarkaði í Bandaríkjunum. Mynd/AP
Dow Jones-hlutabréfavísitalan hefur fallið um 3,39 prósent í dag og stendur vísitalan í 9.974 stigum. Hún hefur ekki verið lægri síðan seint í nóvember árið 2003 þegar hún var að rísa upp eftir að netbólan sprakk og hryðjuverkaárásir á Bandaríkin. Vísitalan fór lægst í 7.990 stig í september árið 2001 og sveiflaðist nokkuð eftir það. Í kjölfarið reis hún hægt upp og náði hæsta gildi, 14.279 stigum í október í fyrra áður en hún tók að gefa eftir á ný.





Fleiri fréttir

Sjá meira


×