Viðskipti innlent

Erlendu félögin féllu mest í Kauphöllinni

Kauphöllin í haustlitunum.
Kauphöllin í haustlitunum.
Gengi hlutabréfa í Century Aluminum, móðurfélagi álversins á Grundartanga, féll um 22,8 prósent í dag. Á eftir fylgdi færeyska olíuleitarfélagið Atlantic Petroleum, sem féll um 22,13 prósent. Þá féll Bakkavör um 13,2 prósent, Atorka um 8,75 prósent, Færeyjabanki um 6,67 prósent, Marel um 5,4 prósent og Icelandair um 5 prósent. Eik banki féll um 4,23 prósent, Össur um 3,86 prósent, Atlantic Airways um 2,58 prósent og Alfesa um 2,09 prósent. Gengi bréfa í Eimskipafélaginu lækkaði um 1 prósent og er það minnsta lækkun dagsins. Úrvalsvísitalan lækkaði um 1,16 prósent og stendur vísitalan í 3.091 stigi. Heildarvelta með hlutabréf í Kauphöllinni námu 1,3 milljörðum króna.





Fleiri fréttir

Sjá meira


×