Gegnum dimman kynjaskóg Guðmundur Andri Thorsson skrifar 6. október 2008 07:00 Þegar þetta er skrifað upp úr hádegi á sunnudegi fer vaxandi sú nagandi tilfinning að beðið sé eftir Godot. Algjört ráðleysið endurspeglast í Pétri Blöndal að tala um það í Silfrinu að selja Þjórsá... Þegar þetta er birt verður vonandi búið að tilkynna eitthvað. Varla þó að Davíð Oddsson muni að eigin frumkvæði láta af störfum og við taki Jón Sigurðsson eða annar slíkur maður sem nýtur almenns trausts innanlands sem utan, eins og eðlilegast væri að gera eftir svo afdráttarlaust skipbrot peningastefnunnar; varla heldur að nú verði fenginn til ráðgjafar Þorvaldur Gylfason sem mánuðum og árum saman hefur varað við afleiðingum ríkjandi stefnu... og varla er heldur að vænta yfirlýsingar um aðildarumsókn að ESB og evruupptöku - það er allt annað og algjörlega óskylt mál að sögn forsætisráðherrans - Varla er nokkurs að vænta því að núverandi ríkisstjórn er Pattstjórn og eingöngu við völd vegna þess að engin önnur stjórn virðist möguleg. En vonandi verður eitthvað um risalán frá útlöndum. Nei, þegar maður situr á sunnudegi og bíður eftir efnahagsráðstöfunum, bíður og bíður en ekkert gerist annað en að sjálf biðin verður eins og inntak tilverunnar - þá fer maður að hugsa um skáldskap. Þinn draumur býr þeim mikla mætti yfir...Og hvað er nærtækara en að hugsa um Stein Steinar á þessu afmælisári hans? Skáldinu sem fyrst orti um íslenska drauminn eins og hann er, sagði okkur satt og verður því aldrei heiðraður með styttu, þó að reynt hafi verið að þagga niður í honum með geðlurðulegum lögum. Er ástandið ekki núna eins og í ljóði eftir hann? Einhvern veginn hroðalegt og ankannalegt, aumt og hlálegt?Og þá er ég ekki bara að tala um þetta: „Það bjargast ekki neitt, það ferst, það ferst. / Það fellur um sig sjálft og er ei lengur."Nei - annað ljóð hefur leitað einn meira á hugann undanfarna daga: „Í draumi sérhvers manns." Svona byrjar það: „Í draumi sérhvers manns er fall hans falið. / Þú ferðast gegnum dimman kynjaskóg / af blekkingum, sem brjóst þitt hefur alið / á bak við veruleikans köldu ró."Þetta er einmitt ort um okkur. Fyrst kemur staðhæfingin eins og sleggja og svo er hún útskýrð betur: Á bak við veruleikans köldu ró - það er að segja hlutirnir eru einhvern veginn í raun og veru - hefur brjóst okkar alið blekkingar í slíkum mæli að þær eru orðnar að dimmum kynjaskóg.Svo kemur næsta erindi og nú er draumurinn tekinn að færa sig upp á skaftið: „Þinn draumur býr þeim mikla mætti yfir / að mynda sjálfstætt líf, sem ógnar þér. / Hann vex á milli þín og þess, sem lifir, / og þó er engum ljóst hvað milli ber." Draumurinn um yfirráðinHver er sá draumur sem Steinn Steinarr orti hér um? Draumurinn sem varð okkur að falli? Draumurinn sem óx okkur yfir höfuð. Draumurinn sem „lykur um þig löngum armi sínum, / og loksins ert þú sjálfur draumur hans."Það er er sá draumur að vera annar en maður er í raun og veru. Og aðferðin við að gera þennan draum að veruleika er að fá lánaða peninga til að kaupa dót sem láti mann líta einhvern veginn öðru vísi út. Það er enginn eðlismunur á einkaþotu útrásargosans og pallbíl meðaljónsins. Hvort tveggja er dýr leikmunur.Aðstæður frá 2004 voru þessari draumlyndu þjóð sérlega hættulegar: nóg af ódýru lánsfé um allan heim, og hægt að kaupa og kaupa, því dýrara því meiri maður var maður. Við skulum ekki rifja upp öll þau ömurlega dæmi sem við höfðum fyrir augunum um framgöngu auðmannanna.En okkur dreymdi sennilega um nútímann, að hafa hann á valdi okkar. Við vildum eignast hann, og eignast um leið Evrópu og allt það sem hún hefur. Vera menn með mönnum, umfram allt þjóð meðal þjóða. Sá draumur varð okkur að falli. Útrásin var árás, lýsti sér í því að vilja eignast það sem aðrir höfðu, vera það sem aðrir voru; spila í Albert Hall, leggja undir sig stolt annarra þjóða eins og vandalar að ráðast inn í Róm;. álengdar sátum við hin, við þessir venjulegu Íslendingar, og fórum hjá okkur. Allan tímann hafði maður þessa nagandi tilfinningu að þetta væri ekki í alvörunni.Enda var þetta bara draumur. Og nú þegar við erum vöknuð þurfum við að berjast gegnum dimman kynjaskóg... Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Guðmundur Andri Thorsson Mest lesið Það er allt í lagi að vera þú sjálfur - Opið bréf til Snorra Mássonar Kári Stefánsson Skoðun Ráðherrann Gísli Hvanndal Jakobsson Skoðun Heimskasta þjóð í heimi? Sverrir Björnsson Skoðun Bannað að lækna sykursýki II Lukka Pálsdóttir Skoðun Foreldrar, ömmur og afar þessa lands - áskorun til ykkar! Ragnheiður Stephensen Skoðun Viðreisn er Samfylkingin Júlíus Viggó Ólafsson Skoðun Hugsjónir ójafnaðarmanns - svar við bréfi Kára Snorri Másson Skoðun „Ég hefði nú ekkert á móti því að taka aðeins í tæjuna“ Eva Pandora Baldursdóttir Skoðun Samfylkingin hafnar einkavæðingu í skólakerfinu Arnór Heiðar Benónýsson,Anna María Jónsdóttir Skoðun Jæja, ræðum þá þetta dásamlega Evrópusamband Haraldur Ólafsson Skoðun
Þegar þetta er skrifað upp úr hádegi á sunnudegi fer vaxandi sú nagandi tilfinning að beðið sé eftir Godot. Algjört ráðleysið endurspeglast í Pétri Blöndal að tala um það í Silfrinu að selja Þjórsá... Þegar þetta er birt verður vonandi búið að tilkynna eitthvað. Varla þó að Davíð Oddsson muni að eigin frumkvæði láta af störfum og við taki Jón Sigurðsson eða annar slíkur maður sem nýtur almenns trausts innanlands sem utan, eins og eðlilegast væri að gera eftir svo afdráttarlaust skipbrot peningastefnunnar; varla heldur að nú verði fenginn til ráðgjafar Þorvaldur Gylfason sem mánuðum og árum saman hefur varað við afleiðingum ríkjandi stefnu... og varla er heldur að vænta yfirlýsingar um aðildarumsókn að ESB og evruupptöku - það er allt annað og algjörlega óskylt mál að sögn forsætisráðherrans - Varla er nokkurs að vænta því að núverandi ríkisstjórn er Pattstjórn og eingöngu við völd vegna þess að engin önnur stjórn virðist möguleg. En vonandi verður eitthvað um risalán frá útlöndum. Nei, þegar maður situr á sunnudegi og bíður eftir efnahagsráðstöfunum, bíður og bíður en ekkert gerist annað en að sjálf biðin verður eins og inntak tilverunnar - þá fer maður að hugsa um skáldskap. Þinn draumur býr þeim mikla mætti yfir...Og hvað er nærtækara en að hugsa um Stein Steinar á þessu afmælisári hans? Skáldinu sem fyrst orti um íslenska drauminn eins og hann er, sagði okkur satt og verður því aldrei heiðraður með styttu, þó að reynt hafi verið að þagga niður í honum með geðlurðulegum lögum. Er ástandið ekki núna eins og í ljóði eftir hann? Einhvern veginn hroðalegt og ankannalegt, aumt og hlálegt?Og þá er ég ekki bara að tala um þetta: „Það bjargast ekki neitt, það ferst, það ferst. / Það fellur um sig sjálft og er ei lengur."Nei - annað ljóð hefur leitað einn meira á hugann undanfarna daga: „Í draumi sérhvers manns." Svona byrjar það: „Í draumi sérhvers manns er fall hans falið. / Þú ferðast gegnum dimman kynjaskóg / af blekkingum, sem brjóst þitt hefur alið / á bak við veruleikans köldu ró."Þetta er einmitt ort um okkur. Fyrst kemur staðhæfingin eins og sleggja og svo er hún útskýrð betur: Á bak við veruleikans köldu ró - það er að segja hlutirnir eru einhvern veginn í raun og veru - hefur brjóst okkar alið blekkingar í slíkum mæli að þær eru orðnar að dimmum kynjaskóg.Svo kemur næsta erindi og nú er draumurinn tekinn að færa sig upp á skaftið: „Þinn draumur býr þeim mikla mætti yfir / að mynda sjálfstætt líf, sem ógnar þér. / Hann vex á milli þín og þess, sem lifir, / og þó er engum ljóst hvað milli ber." Draumurinn um yfirráðinHver er sá draumur sem Steinn Steinarr orti hér um? Draumurinn sem varð okkur að falli? Draumurinn sem óx okkur yfir höfuð. Draumurinn sem „lykur um þig löngum armi sínum, / og loksins ert þú sjálfur draumur hans."Það er er sá draumur að vera annar en maður er í raun og veru. Og aðferðin við að gera þennan draum að veruleika er að fá lánaða peninga til að kaupa dót sem láti mann líta einhvern veginn öðru vísi út. Það er enginn eðlismunur á einkaþotu útrásargosans og pallbíl meðaljónsins. Hvort tveggja er dýr leikmunur.Aðstæður frá 2004 voru þessari draumlyndu þjóð sérlega hættulegar: nóg af ódýru lánsfé um allan heim, og hægt að kaupa og kaupa, því dýrara því meiri maður var maður. Við skulum ekki rifja upp öll þau ömurlega dæmi sem við höfðum fyrir augunum um framgöngu auðmannanna.En okkur dreymdi sennilega um nútímann, að hafa hann á valdi okkar. Við vildum eignast hann, og eignast um leið Evrópu og allt það sem hún hefur. Vera menn með mönnum, umfram allt þjóð meðal þjóða. Sá draumur varð okkur að falli. Útrásin var árás, lýsti sér í því að vilja eignast það sem aðrir höfðu, vera það sem aðrir voru; spila í Albert Hall, leggja undir sig stolt annarra þjóða eins og vandalar að ráðast inn í Róm;. álengdar sátum við hin, við þessir venjulegu Íslendingar, og fórum hjá okkur. Allan tímann hafði maður þessa nagandi tilfinningu að þetta væri ekki í alvörunni.Enda var þetta bara draumur. Og nú þegar við erum vöknuð þurfum við að berjast gegnum dimman kynjaskóg...
Samfylkingin hafnar einkavæðingu í skólakerfinu Arnór Heiðar Benónýsson,Anna María Jónsdóttir Skoðun
Samfylkingin hafnar einkavæðingu í skólakerfinu Arnór Heiðar Benónýsson,Anna María Jónsdóttir Skoðun