Davíð Smári neitar sök í líkamsárásarmálum 1. september 2008 12:01 Davíð Smári Helenarson er betur þekktur sem Dabbi Grensás. Davíð Smári Helenarson, betur þekktur sem Dabbi Grensás, sem ákærður er fyrir þrjú ofbeldisbrot neitaði sök við þingfestingu málsins í Héraðsdómi Reykjavíkur í morgun. Allir brotaþolar málsins gera kröfu um að ákærði verði jafnframt dæmdur til að greiða þeim bætur vegna líkamsárásanna. Jón Egilsson héraðsdómslögmaður er verjandi Davíðs Smára og sækjandi er Þorbjörg S. Gunnlaugsdóttir. Aðalmeðferð fer fram þann 23. september. Ákæran lýtur að atvikum inni á knattspyrnuvelli og skemmtistöðum í miðborg Reykjavíkur. Fyrir ári réðst Davíð á tæplega sextugan knattspyrnudómara eftir leik í utandeildinni. Dómarinn endaði á slysadeild viðbeinsbrotinn. ,,Ég verð greinilega að gera eitthvað í mínum málum, það er alveg augljóst. Þetta er bara endapunktur," sagði Davíð Smári í samtali við Kastljósið eftir að hafa ráðist á dómarann. Í desember síðastliðnum veittist Davíð Smári að landsliðsmanninum Hannesi Þ. Sigurðssyni á Hverfisbarnum við Hverfisgötu. Hannes hlaut nokkuð alvarlega áverka og var meðal annars þríbrotinn í andliti. Hannes var frá knattspyrnuiðkun í nokkrar vikur. Þriðja málið snýr að fólskulegri árás stuttu síðar sem átti sér stað á skemmtistaðnum Apótekinu í Austurstræti. Davíð Smári réðst á Davíð Arnórsson á snyrtingu með þeim afleiðingum að sá síðarnefndi fótbrotnaði. „Ég er þakklátur fyrir að vera ekki verr leikinn eftir árásina," sagði Davíð í samtali við Ísland í dag í byrjun árs. ,,Í heildina litið er það Davíð Smári sem er fórnarlambið í þessu máli og ég vona að hann fái hjálp við sínum vanda." Í fyrrasumar var Davíð Smári bendlaður við áras á Eið Smára Guðjohnsen, landsliðsfyrirliða, í Austurstræti en hann sagðist ekki hafa verið þar á ferð. Áður mun Sverrir Þór Sverrisson, betur þekktur sem Sveppi sem jafnframt er vinur Eiðs, lent í klóm Davíðs. Fyrir vikið lék Sveppi stuttu síðar Kalla á þakinu á fjölum Borgarleikhússins lemstraður með stærðarinnar glóðarauga. Sú árás var ekki kærð. Tengdar fréttir Davíð Smári ákærður fyrir þrjár líkamsárásir Davíð Smári Helenarson, betur þekktur sem Dabbi Grensás, verður ákærður fyrir þrjár líkamsárásir sem komist hafa í fréttirnar undanfarin misseri. Ákæra á hendur honum verður þingfest 1. september. 5. ágúst 2008 13:40 Hver er þessi Dabbi Grensás? „Davíð Smári eða Dabbi Grensás eins og flestir þekkja hann, var einn hættulegasti gangsterinn á götunni forðum daga. Hann rúlaði Breiðholtinu eins vel og hann rúlaði Grensásveginum. Hann var þekktur fyrir að lemja þá sem fyrir honum urðu og voru það margir.“ 7. janúar 2008 14:08 Davíð Smári er fórnarlambið Davíð Arnórsson sem varð fyrir fólskulegri árás Davíðs Smára Helenarsonar, þekkts ofbeldishrotta, segir að Davíð Smári sé fórnarlamb, en ekki þeir sem hafi þolað árásir af hendi hans. 8. janúar 2008 19:10 Mest lesið „Ég vildi óska að fólk gæti séð drenginn minn eins og hann er“ Innlent Níu létust í árásinni í Vancouver Erlent Rukkaði konuna fyrir heimferðina eftir að hafa nauðgað henni Innlent Jón Ólafsson segir skilið við útvarpið Innlent Amman handleggsbrotin eftir hundsbit með barnabarnið í göngutúr Innlent Ráðamenn hneykslast á Exit-auglýsingu SFS Innlent Töldu Akureyringa ekki reka alvöruflugfélag Innlent Kvenkyns ökumönnum fækkað: Áhyggjuefni ef almenningur treystir ekki leigubílstjórum Innlent Vita ekki hver áhrif fyrirætlanna Meta verða Innlent Bréf ritað um borð í Titanic seldist á tugi milljóna Erlent Fleiri fréttir Ráðamenn hneykslast á Exit-auglýsingu SFS Mikill viðsnúningur hjá Árborg í fjármálum sveitarfélagsins Amman handleggsbrotin eftir hundsbit með barnabarnið í göngutúr Kvenkyns ökumönnum fækkað: Áhyggjuefni ef almenningur treystir ekki leigubílstjórum Áhyggjur leigubílstjóra og kólnandi hagkerfi Óvissa um heimshagkerfið og úrsögn Sólveigar Önnu „Ég vildi óska að fólk gæti séð drenginn minn eins og hann er“ Töldu Akureyringa ekki reka alvöruflugfélag Hefur áhyggjur af rekstri skólans undir Rafmennt Vita ekki hver áhrif fyrirætlanna Meta verða Jón Ólafsson segir skilið við útvarpið Nýtt og glæsilegt svínabú í Eyjafirði fyrir 400 gyltur Aukið eftirlit til muna eftir brot bílstjórans gegn konunni Útför páfa og afbrot leigubílstjóra Hreindýr í sjónum við Djúpavog Rukkaði konuna fyrir heimferðina eftir að hafa nauðgað henni Réðu niðurlögum sinuelds við Húsafell Bensínverð rjúki upp en fari hægt niður Vanlíðan íslenskra ungmenna mikið áhyggjuefni Hælisleitendur bíði brottvísunar við óviðunandi aðstæður Þarf lítið til svo hægt yrði að hækka hámarkshraða í 120 Bullandi hagnaður hjá Sveitarfélaginu Ölfusi Ekki standi til að baka ríkinu skaðabótaskyldu vegna strandveiða Páfinn lagður til grafar og svör ráðherra um strandveiðar Þrettán gistu fangageymslur „Málinu verður ekki lokað fyrr en einhver axlar raunverulega ábyrgð“ Sex ára gamalt hús í viðgerð: Ekki við flötu þökin að sakast Þýskur kafbátur við Sundahöfn Eitt glæsilegasta hrossaræktarbú landsins til sölu Norðurlandamót í hermiakstri haldið á Íslandi Sjá meira
Davíð Smári Helenarson, betur þekktur sem Dabbi Grensás, sem ákærður er fyrir þrjú ofbeldisbrot neitaði sök við þingfestingu málsins í Héraðsdómi Reykjavíkur í morgun. Allir brotaþolar málsins gera kröfu um að ákærði verði jafnframt dæmdur til að greiða þeim bætur vegna líkamsárásanna. Jón Egilsson héraðsdómslögmaður er verjandi Davíðs Smára og sækjandi er Þorbjörg S. Gunnlaugsdóttir. Aðalmeðferð fer fram þann 23. september. Ákæran lýtur að atvikum inni á knattspyrnuvelli og skemmtistöðum í miðborg Reykjavíkur. Fyrir ári réðst Davíð á tæplega sextugan knattspyrnudómara eftir leik í utandeildinni. Dómarinn endaði á slysadeild viðbeinsbrotinn. ,,Ég verð greinilega að gera eitthvað í mínum málum, það er alveg augljóst. Þetta er bara endapunktur," sagði Davíð Smári í samtali við Kastljósið eftir að hafa ráðist á dómarann. Í desember síðastliðnum veittist Davíð Smári að landsliðsmanninum Hannesi Þ. Sigurðssyni á Hverfisbarnum við Hverfisgötu. Hannes hlaut nokkuð alvarlega áverka og var meðal annars þríbrotinn í andliti. Hannes var frá knattspyrnuiðkun í nokkrar vikur. Þriðja málið snýr að fólskulegri árás stuttu síðar sem átti sér stað á skemmtistaðnum Apótekinu í Austurstræti. Davíð Smári réðst á Davíð Arnórsson á snyrtingu með þeim afleiðingum að sá síðarnefndi fótbrotnaði. „Ég er þakklátur fyrir að vera ekki verr leikinn eftir árásina," sagði Davíð í samtali við Ísland í dag í byrjun árs. ,,Í heildina litið er það Davíð Smári sem er fórnarlambið í þessu máli og ég vona að hann fái hjálp við sínum vanda." Í fyrrasumar var Davíð Smári bendlaður við áras á Eið Smára Guðjohnsen, landsliðsfyrirliða, í Austurstræti en hann sagðist ekki hafa verið þar á ferð. Áður mun Sverrir Þór Sverrisson, betur þekktur sem Sveppi sem jafnframt er vinur Eiðs, lent í klóm Davíðs. Fyrir vikið lék Sveppi stuttu síðar Kalla á þakinu á fjölum Borgarleikhússins lemstraður með stærðarinnar glóðarauga. Sú árás var ekki kærð.
Tengdar fréttir Davíð Smári ákærður fyrir þrjár líkamsárásir Davíð Smári Helenarson, betur þekktur sem Dabbi Grensás, verður ákærður fyrir þrjár líkamsárásir sem komist hafa í fréttirnar undanfarin misseri. Ákæra á hendur honum verður þingfest 1. september. 5. ágúst 2008 13:40 Hver er þessi Dabbi Grensás? „Davíð Smári eða Dabbi Grensás eins og flestir þekkja hann, var einn hættulegasti gangsterinn á götunni forðum daga. Hann rúlaði Breiðholtinu eins vel og hann rúlaði Grensásveginum. Hann var þekktur fyrir að lemja þá sem fyrir honum urðu og voru það margir.“ 7. janúar 2008 14:08 Davíð Smári er fórnarlambið Davíð Arnórsson sem varð fyrir fólskulegri árás Davíðs Smára Helenarsonar, þekkts ofbeldishrotta, segir að Davíð Smári sé fórnarlamb, en ekki þeir sem hafi þolað árásir af hendi hans. 8. janúar 2008 19:10 Mest lesið „Ég vildi óska að fólk gæti séð drenginn minn eins og hann er“ Innlent Níu létust í árásinni í Vancouver Erlent Rukkaði konuna fyrir heimferðina eftir að hafa nauðgað henni Innlent Jón Ólafsson segir skilið við útvarpið Innlent Amman handleggsbrotin eftir hundsbit með barnabarnið í göngutúr Innlent Ráðamenn hneykslast á Exit-auglýsingu SFS Innlent Töldu Akureyringa ekki reka alvöruflugfélag Innlent Kvenkyns ökumönnum fækkað: Áhyggjuefni ef almenningur treystir ekki leigubílstjórum Innlent Vita ekki hver áhrif fyrirætlanna Meta verða Innlent Bréf ritað um borð í Titanic seldist á tugi milljóna Erlent Fleiri fréttir Ráðamenn hneykslast á Exit-auglýsingu SFS Mikill viðsnúningur hjá Árborg í fjármálum sveitarfélagsins Amman handleggsbrotin eftir hundsbit með barnabarnið í göngutúr Kvenkyns ökumönnum fækkað: Áhyggjuefni ef almenningur treystir ekki leigubílstjórum Áhyggjur leigubílstjóra og kólnandi hagkerfi Óvissa um heimshagkerfið og úrsögn Sólveigar Önnu „Ég vildi óska að fólk gæti séð drenginn minn eins og hann er“ Töldu Akureyringa ekki reka alvöruflugfélag Hefur áhyggjur af rekstri skólans undir Rafmennt Vita ekki hver áhrif fyrirætlanna Meta verða Jón Ólafsson segir skilið við útvarpið Nýtt og glæsilegt svínabú í Eyjafirði fyrir 400 gyltur Aukið eftirlit til muna eftir brot bílstjórans gegn konunni Útför páfa og afbrot leigubílstjóra Hreindýr í sjónum við Djúpavog Rukkaði konuna fyrir heimferðina eftir að hafa nauðgað henni Réðu niðurlögum sinuelds við Húsafell Bensínverð rjúki upp en fari hægt niður Vanlíðan íslenskra ungmenna mikið áhyggjuefni Hælisleitendur bíði brottvísunar við óviðunandi aðstæður Þarf lítið til svo hægt yrði að hækka hámarkshraða í 120 Bullandi hagnaður hjá Sveitarfélaginu Ölfusi Ekki standi til að baka ríkinu skaðabótaskyldu vegna strandveiða Páfinn lagður til grafar og svör ráðherra um strandveiðar Þrettán gistu fangageymslur „Málinu verður ekki lokað fyrr en einhver axlar raunverulega ábyrgð“ Sex ára gamalt hús í viðgerð: Ekki við flötu þökin að sakast Þýskur kafbátur við Sundahöfn Eitt glæsilegasta hrossaræktarbú landsins til sölu Norðurlandamót í hermiakstri haldið á Íslandi Sjá meira
Davíð Smári ákærður fyrir þrjár líkamsárásir Davíð Smári Helenarson, betur þekktur sem Dabbi Grensás, verður ákærður fyrir þrjár líkamsárásir sem komist hafa í fréttirnar undanfarin misseri. Ákæra á hendur honum verður þingfest 1. september. 5. ágúst 2008 13:40
Hver er þessi Dabbi Grensás? „Davíð Smári eða Dabbi Grensás eins og flestir þekkja hann, var einn hættulegasti gangsterinn á götunni forðum daga. Hann rúlaði Breiðholtinu eins vel og hann rúlaði Grensásveginum. Hann var þekktur fyrir að lemja þá sem fyrir honum urðu og voru það margir.“ 7. janúar 2008 14:08
Davíð Smári er fórnarlambið Davíð Arnórsson sem varð fyrir fólskulegri árás Davíðs Smára Helenarsonar, þekkts ofbeldishrotta, segir að Davíð Smári sé fórnarlamb, en ekki þeir sem hafi þolað árásir af hendi hans. 8. janúar 2008 19:10