Erlent

Eitrun Yushchenko Úkraínuforseta fleytir fram læknisrannsóknum

Örin á andliti Yushchenko orsakast af varnarviðbrögðum líkamans ekki eitruninni.
Örin á andliti Yushchenko orsakast af varnarviðbrögðum líkamans ekki eitruninni.

Árið 2004 var eitrað fyrir Viktor Yushchenko  forseta Úkraínu með þeim afleiðingum að verulega sást á andlitshúð hans. Eitrunin hefur hins vegar leitt til byltingar í meðferð díoxineitrunartilfella.

Forsetinn var með 1000 sinnum meira díoxin í líkama sínum en er venjulega í mannslíkamanum. Það er svo mikið magn að ekki kemur annað til greina en að honum hafi verið byrlað eitur.

Komið hefur í ljós að bóluörin og sárin í andliti Yuschenko stöfuðu ekki af sjálfri díoxineitruninni heldur voru þetta nokkurs konar varnarviðbrögð líkamans við eitrinu. Eins konar ,,smálifrar" mynduðust undir húðinni sem drukku í sig eitrið.

Yushchenko segist hafa farið í 24 aðgerðir til þess að sporna við eitruninni. Jan-Hilaire Saurat sem fór fyrir meðferðinni á forsetanum segir hann hafa þurft að þola stöðugar þjáningar sem er fylgifiskur eitrunarinnar.

Eitrunin átti sér stað í forsetaframboði Yushchenko gegn sitjandi forseta sem var hliðhollur Rússlandi á meðan Yushchenko vildi meiri samvinnu við Vesturlönd.

Forsetinn segist vita hverjir væru ábyrgir fyrir eitruninni og sagði þá alla vera Rússa. Hann sakar stjórnvöld í Moskvu um að hafa hinrað framgang rannsóknarinnar á eitruninni.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×