Erlent

Er hættulegt að vekja fólk sem gengur í svefni?

Óli Tynes skrifar
Zzzzzzzzzz
Zzzzzzzzzz

Það er viðtekinn sannleikur að það sé hættulegt að vekja fólk sem gengur í svefni. Þess í stað eigi að leiða það blíðlega aftur inn í rúm. Því hefur jafnvel verið haldið fram að fólk geti misst vitið ef það er vakið skyndilega.

Danski sálfræðingurinn svefn-sérfræðingurinn Gordon Wildschiödz segir að þetta eigi ekki við rök að styðjast.

Sagan hafi kannski orðið til vegna þess að sumir verða mjög ruglaðir þegar þeir eru vaktir. Þeir vita ekki hvar þeir eru eða hvað þeir eru að gera. Sumir verði æstir eða reiðir.

Það sé hinsvegar alls ekki hættulegt að vekja svefngengla.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×