Móðir drengsins í Færeyjum býst við dómi Breki Logason skrifar 7. apríl 2008 18:26 Írís Inga Svavarsdóttir móðir Birgis Páls Marteinssonar sem setið hefur í fangelsi í Færeyjum í tengslum við Pólstjörnumálið svokallaða var viðstödd réttarhöldin í dag. Hún segir það hafa verið erfitt að hlusta á son sinn yfirheyrðan í dag. Birgir Páll hefur setið í einangrun í tæplega hálft ár vegna málsins en honum er gefið að sök að hafa tekið á móti og geymt fíkniefnin sem haldlögð voru á Fáskrúðsfirði í september í fyrra, 24 kíló af amfetamíni, 15 kíló af e-pilludufti og nærri 1800 e-töflur. „Þetta var alveg rosalega erfitt og það er greinilegt að þessi saksóknari ætlar að koma honum í fangelsi, við verðum bara að bíða og sjá hvernig dómurinn tekur á þessu," segir Írís Inga en hún og móðir hennar eru staddar í Færeyjum til þess að fylgjast með málinu. Hún segir réttarhöldin hafi staðið yfir frá hálf tíu í morgun til fimm í dag en þetta er í þriðja skiptið sem þær mæðgur fara út síðan hann var handtekinn vegna málsins. Þó hann hafi setið í einangrun hafa mæðgurnar getað haft samband við hann í gegnum síma og eins hitt hann augliti til auglits. „Lögreglan er tilbúin að gera eins mikið og hún getur fyrir okkur en þegar ég tala við hann í síma þarf það að vera á ensku því það er alltaf einhver sem hlustar. En þegar við höfum farið í heimsókn höfum við fengið íslenskan túlk með okkur," segir Íris. Birgir Páll er æskuvinur Guðbjarna Traustasonar sem hlaut 7 ára fangelsisdóm fyrir að hafa siglt efnunum til landsins. Guðbjarni eða Baddi eins og hann er alltaf kallaður hefur haldið því fram að Birgir sé saklaus í málinu, hann hafi flækst í það vegna vinskapar við sig. „Hann átti ekkert að blandast inn í þetta. Ég bað hann bara um að redda mér húsnæði í smá tíma. Þetta er strákur sem aldrei hefur verið í neinu rugli," sagði Guðbjarni í viðtali sem birtist á Vísi fyrir helgi. Hann er nú í Færeyjum og á að bera vitni í málinu á morgun. Íris segist ekki bera neinn kala í garð Guðbjarna sem hún þekkir vel. „Nei alls ekki, Baddi er búinn að eiga erfitt mjög lengi og hefur staðið lengi í einhverju svona rugli. Ég hef stundum verið hrædd um drenginn minn þegar hann hefur verið nálægt honum en hann hefur aldrei viljað blanda Birgi í neitt svona. Birgir hefur oft reynt að fá hann til þess að hætta, sérstaklega þegar kærastan hans varð ólétt og svona," segir Íris. Hún segir son sinn ótrúlega seigan og bera sig vel þrátt fyrir þennan langa tíma í einangrun. „Ég veit hinsvegar ekki hvað verður síðar meir þegar hann kemur út á meðal fólks og fær eitthvað frelsi. Ég geri ráð fyrir að hann fái einhvern dóm fyrir þetta en hann verður bara að standa sig og ljúka því." Íris segir að vitnin komi fyrir dóm á morgun og síðan sérfræðingar á miðvikudaginn. „Á fimmtudaginn koma síðan lögmennirnir með lokaræður sínar og dómarinn flytur eitthvað á föstudaginn. Síðan fer kviðdómurinn afsíðis og kemur með niðurstöðu stuttu síðar." Tengdar fréttir Ákæruvaldið mun krefjast tíu ára fangelsis að lágmarki Ákæruvaldið í Færeyjum mun krefjast tíu ára fangelsisvistar að lágmarki á hendur Íslendingi sem setið hefur þar í fangelsi og einangrun svo mánuðum skiptir vegna meintrar aðildar að Pólstjörnumálinu. 5. apríl 2008 00:01 Pólstjörnusmyglarar segja manninn í Færeyjum saklausan Umræddur maður er 25 ára gamall. Hann er stúdent og búinn með eitt og hálft ár í viðskiptafræði við háskólann við Bifröst. Hann hefur ekki áður komið við sögu lögreglunnar. 6. apríl 2008 19:15 Dómþing í Pólstjörnumáli í Færeyjum Dómþing hefst í dag í máli Íslendingsins í Færeyjum sem sakaður um aðild að Pólstjörnumálinu svokallaða. 7. apríl 2008 11:07 Smyglskútudrengir segja sögu sína Fáir fíkniefnafundir lögreglu hafa vakið jafn mikla athygli hér á landi og Pólstjörnumálið. Karen D. Kjartansdóttir ræddi við mennina fjóra sem fengu þyngstu dómana og segjast þeir ekki svekkja sig á neinu. Þá taki þó sárt að hafa blandað saklausum manni í Færeyjum í málið. Sá hefur setið í eingangrun í 170 daga en engin hefur setið lengur í eingangrunarvist þar í landi. 4. apríl 2008 08:30 Mest lesið Hafþór keppir í Rússlandi: „Auðvitað veldur þessi ákvörðun ákveðnum vonbrigðum“ Innlent Engar reglur á Íslandi um hve mörg börn sæðisgjafar megi eignast Innlent Morðhótunum í garð kvenna fari fjölgandi Innlent Rafmennt í samstarf og kaupir eignir þrotabúsins Innlent Tveir létust í skotárás á háskóla í Flórída Erlent Hafa áhyggjur af því að sýn Veitna á Heiðmörk sé of þröng Innlent Einhleypir karlmenn standa verst Innlent Fjórir létust þegar kláfferja hrapaði á Ítalíu Erlent Kartöflugeymsla orðin að menningarhúsi Selfyssinga Innlent Háværar framkvæmdir stöðvaðar Innlent Fleiri fréttir Engar reglur á Íslandi um hve mörg börn sæðisgjafar megi eignast Morðhótunum í garð kvenna fari fjölgandi Rafmennt í samstarf og kaupir eignir þrotabúsins Kartöflugeymsla orðin að menningarhúsi Selfyssinga Hafa áhyggjur af því að sýn Veitna á Heiðmörk sé of þröng Skortur á reglum um sæðisgjafir og menningarmiðstöð í kartöflugeymslu Háværar framkvæmdir stöðvaðar Hafþór keppir í Rússlandi: „Auðvitað veldur þessi ákvörðun ákveðnum vonbrigðum“ Rannsaka ólöglegt fiskeldi Áformin dragi verulega úr möguleikum til útivistar Geti haft í för með sér „ónæði, mengun og álag á fráveitu“ Ofbeldi í nánum samböndum og mótmæli á Tenerife Einhleypir karlmenn standa verst Misskilnings gætt um breytingar á lögum um innritun í framhaldsskóla Andstaða forstjóra Flugleiða við Cargolux réð því að hluturinn fór Bað lögreglu um að bjarga kettinum úr klóm nágrannans Vantar sjálfboðaliða til að laga 500 hjól handa efnaminni fjölskyldum „Umhverfi sem gerir eðlilegt og lögmætt flug að forréttindum stóru rekstraraðilanna“ Nafn mannsins sem lést í Garðabæ Af Alþingi til Fjallabyggðar „Vísbendingar um að fjárhagur sé að vænkast hjá borginni“ „Þeir voru fullir af hatri á meðan þeir lömdu mig“ Engin mygla í 200 húsum byggingameistara á Selfossi „Með allra besta móti miðað við árstíma“ Jónas Ingimundarson er látinn Búið að loka hringveginum vegna ófærðar Sex hópnauðganir til rannsóknar og lengri opnunartími sundlauga Von á fallegum, litríkum og kvikum norðurljósum í kvöld Sex hópnauðganir á borð lögreglu á árinu Steindór Andersen er látinn Sjá meira
Írís Inga Svavarsdóttir móðir Birgis Páls Marteinssonar sem setið hefur í fangelsi í Færeyjum í tengslum við Pólstjörnumálið svokallaða var viðstödd réttarhöldin í dag. Hún segir það hafa verið erfitt að hlusta á son sinn yfirheyrðan í dag. Birgir Páll hefur setið í einangrun í tæplega hálft ár vegna málsins en honum er gefið að sök að hafa tekið á móti og geymt fíkniefnin sem haldlögð voru á Fáskrúðsfirði í september í fyrra, 24 kíló af amfetamíni, 15 kíló af e-pilludufti og nærri 1800 e-töflur. „Þetta var alveg rosalega erfitt og það er greinilegt að þessi saksóknari ætlar að koma honum í fangelsi, við verðum bara að bíða og sjá hvernig dómurinn tekur á þessu," segir Írís Inga en hún og móðir hennar eru staddar í Færeyjum til þess að fylgjast með málinu. Hún segir réttarhöldin hafi staðið yfir frá hálf tíu í morgun til fimm í dag en þetta er í þriðja skiptið sem þær mæðgur fara út síðan hann var handtekinn vegna málsins. Þó hann hafi setið í einangrun hafa mæðgurnar getað haft samband við hann í gegnum síma og eins hitt hann augliti til auglits. „Lögreglan er tilbúin að gera eins mikið og hún getur fyrir okkur en þegar ég tala við hann í síma þarf það að vera á ensku því það er alltaf einhver sem hlustar. En þegar við höfum farið í heimsókn höfum við fengið íslenskan túlk með okkur," segir Íris. Birgir Páll er æskuvinur Guðbjarna Traustasonar sem hlaut 7 ára fangelsisdóm fyrir að hafa siglt efnunum til landsins. Guðbjarni eða Baddi eins og hann er alltaf kallaður hefur haldið því fram að Birgir sé saklaus í málinu, hann hafi flækst í það vegna vinskapar við sig. „Hann átti ekkert að blandast inn í þetta. Ég bað hann bara um að redda mér húsnæði í smá tíma. Þetta er strákur sem aldrei hefur verið í neinu rugli," sagði Guðbjarni í viðtali sem birtist á Vísi fyrir helgi. Hann er nú í Færeyjum og á að bera vitni í málinu á morgun. Íris segist ekki bera neinn kala í garð Guðbjarna sem hún þekkir vel. „Nei alls ekki, Baddi er búinn að eiga erfitt mjög lengi og hefur staðið lengi í einhverju svona rugli. Ég hef stundum verið hrædd um drenginn minn þegar hann hefur verið nálægt honum en hann hefur aldrei viljað blanda Birgi í neitt svona. Birgir hefur oft reynt að fá hann til þess að hætta, sérstaklega þegar kærastan hans varð ólétt og svona," segir Íris. Hún segir son sinn ótrúlega seigan og bera sig vel þrátt fyrir þennan langa tíma í einangrun. „Ég veit hinsvegar ekki hvað verður síðar meir þegar hann kemur út á meðal fólks og fær eitthvað frelsi. Ég geri ráð fyrir að hann fái einhvern dóm fyrir þetta en hann verður bara að standa sig og ljúka því." Íris segir að vitnin komi fyrir dóm á morgun og síðan sérfræðingar á miðvikudaginn. „Á fimmtudaginn koma síðan lögmennirnir með lokaræður sínar og dómarinn flytur eitthvað á föstudaginn. Síðan fer kviðdómurinn afsíðis og kemur með niðurstöðu stuttu síðar."
Tengdar fréttir Ákæruvaldið mun krefjast tíu ára fangelsis að lágmarki Ákæruvaldið í Færeyjum mun krefjast tíu ára fangelsisvistar að lágmarki á hendur Íslendingi sem setið hefur þar í fangelsi og einangrun svo mánuðum skiptir vegna meintrar aðildar að Pólstjörnumálinu. 5. apríl 2008 00:01 Pólstjörnusmyglarar segja manninn í Færeyjum saklausan Umræddur maður er 25 ára gamall. Hann er stúdent og búinn með eitt og hálft ár í viðskiptafræði við háskólann við Bifröst. Hann hefur ekki áður komið við sögu lögreglunnar. 6. apríl 2008 19:15 Dómþing í Pólstjörnumáli í Færeyjum Dómþing hefst í dag í máli Íslendingsins í Færeyjum sem sakaður um aðild að Pólstjörnumálinu svokallaða. 7. apríl 2008 11:07 Smyglskútudrengir segja sögu sína Fáir fíkniefnafundir lögreglu hafa vakið jafn mikla athygli hér á landi og Pólstjörnumálið. Karen D. Kjartansdóttir ræddi við mennina fjóra sem fengu þyngstu dómana og segjast þeir ekki svekkja sig á neinu. Þá taki þó sárt að hafa blandað saklausum manni í Færeyjum í málið. Sá hefur setið í eingangrun í 170 daga en engin hefur setið lengur í eingangrunarvist þar í landi. 4. apríl 2008 08:30 Mest lesið Hafþór keppir í Rússlandi: „Auðvitað veldur þessi ákvörðun ákveðnum vonbrigðum“ Innlent Engar reglur á Íslandi um hve mörg börn sæðisgjafar megi eignast Innlent Morðhótunum í garð kvenna fari fjölgandi Innlent Rafmennt í samstarf og kaupir eignir þrotabúsins Innlent Tveir létust í skotárás á háskóla í Flórída Erlent Hafa áhyggjur af því að sýn Veitna á Heiðmörk sé of þröng Innlent Einhleypir karlmenn standa verst Innlent Fjórir létust þegar kláfferja hrapaði á Ítalíu Erlent Kartöflugeymsla orðin að menningarhúsi Selfyssinga Innlent Háværar framkvæmdir stöðvaðar Innlent Fleiri fréttir Engar reglur á Íslandi um hve mörg börn sæðisgjafar megi eignast Morðhótunum í garð kvenna fari fjölgandi Rafmennt í samstarf og kaupir eignir þrotabúsins Kartöflugeymsla orðin að menningarhúsi Selfyssinga Hafa áhyggjur af því að sýn Veitna á Heiðmörk sé of þröng Skortur á reglum um sæðisgjafir og menningarmiðstöð í kartöflugeymslu Háværar framkvæmdir stöðvaðar Hafþór keppir í Rússlandi: „Auðvitað veldur þessi ákvörðun ákveðnum vonbrigðum“ Rannsaka ólöglegt fiskeldi Áformin dragi verulega úr möguleikum til útivistar Geti haft í för með sér „ónæði, mengun og álag á fráveitu“ Ofbeldi í nánum samböndum og mótmæli á Tenerife Einhleypir karlmenn standa verst Misskilnings gætt um breytingar á lögum um innritun í framhaldsskóla Andstaða forstjóra Flugleiða við Cargolux réð því að hluturinn fór Bað lögreglu um að bjarga kettinum úr klóm nágrannans Vantar sjálfboðaliða til að laga 500 hjól handa efnaminni fjölskyldum „Umhverfi sem gerir eðlilegt og lögmætt flug að forréttindum stóru rekstraraðilanna“ Nafn mannsins sem lést í Garðabæ Af Alþingi til Fjallabyggðar „Vísbendingar um að fjárhagur sé að vænkast hjá borginni“ „Þeir voru fullir af hatri á meðan þeir lömdu mig“ Engin mygla í 200 húsum byggingameistara á Selfossi „Með allra besta móti miðað við árstíma“ Jónas Ingimundarson er látinn Búið að loka hringveginum vegna ófærðar Sex hópnauðganir til rannsóknar og lengri opnunartími sundlauga Von á fallegum, litríkum og kvikum norðurljósum í kvöld Sex hópnauðganir á borð lögreglu á árinu Steindór Andersen er látinn Sjá meira
Ákæruvaldið mun krefjast tíu ára fangelsis að lágmarki Ákæruvaldið í Færeyjum mun krefjast tíu ára fangelsisvistar að lágmarki á hendur Íslendingi sem setið hefur þar í fangelsi og einangrun svo mánuðum skiptir vegna meintrar aðildar að Pólstjörnumálinu. 5. apríl 2008 00:01
Pólstjörnusmyglarar segja manninn í Færeyjum saklausan Umræddur maður er 25 ára gamall. Hann er stúdent og búinn með eitt og hálft ár í viðskiptafræði við háskólann við Bifröst. Hann hefur ekki áður komið við sögu lögreglunnar. 6. apríl 2008 19:15
Dómþing í Pólstjörnumáli í Færeyjum Dómþing hefst í dag í máli Íslendingsins í Færeyjum sem sakaður um aðild að Pólstjörnumálinu svokallaða. 7. apríl 2008 11:07
Smyglskútudrengir segja sögu sína Fáir fíkniefnafundir lögreglu hafa vakið jafn mikla athygli hér á landi og Pólstjörnumálið. Karen D. Kjartansdóttir ræddi við mennina fjóra sem fengu þyngstu dómana og segjast þeir ekki svekkja sig á neinu. Þá taki þó sárt að hafa blandað saklausum manni í Færeyjum í málið. Sá hefur setið í eingangrun í 170 daga en engin hefur setið lengur í eingangrunarvist þar í landi. 4. apríl 2008 08:30