Birkir Már Sævarsson var valinn maður leiksins eftir leik Brann og Marseille í forkeppni Meistaradeildar Evrópu í kvöld. Marseille vann leikinn 1-0 en Birkir þótti besti leikmaður norska liðsins.
Birkir Már lék á hægri kantinum og fær mikið lof fyrir sína frammistöðu á heimasíðu Brann. Þá var tilkynnt eftir leik að hann hefði verið valinn maður leiksins.