Erlent

130 milljón ára gamall fiskur í danskri fjöru

Óli Tynes skrifar
Hinn merki steingervingur.
Hinn merki steingervingur.

Danskur áhugasafnari hefur fundið steingerving af 130 milljóna ára gömlum ættingja bláfiska á Eplaey norður af Fjóni.

Vísindamenn eru mjög uppnumdir vegna þessa. Arne Thorshöj, við Jarðfræðisafn háskólans í Kaupmannahöfn segir að þetta sé í fyrsta skipti sem steingervingur af þessari tegund finnst svona norðarlega.

Jafn gamlir steingervingar hafi fram til þessa aðeins fundist í Brasilíu og Afríku. Þetta sé því stórmerkilegur fundur. Bláfiskar lifðu í ferkvatni og gátu orðið gríðarlega stórir.

Allt að þrem metrum að lengd. Steingervingurinn hefur verið lýstur dönsk gersemi. Það þýðir að finnandinn verður að skila honum til ríkisins, gegn hæfilegri þóknun.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×