Button segir Mónakó stórhættulega í bleytu Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar 22. maí 2008 23:09 Jenson Button. Nordic Photos / Bongarts Allt útlit er fyrir rigningaþunga helgi í Mónakó og segir Jenson Button að akstursbrautin í Mónakó sé stórhættuleg í bleytu. Button sagði að keppnin í Mónakó væri „tíu sinnum hættulegri" en aðrar keppnir í bleytu. „Þar með höfum við enga stjórn á gripinu en það er alltaf spennandi að aka í bleytu og við erfiðar aðstæður," bætti Button við. Á æfingum í dag voru vegirnir þurrir en engu að síður misstu báðir ökumenn Renault, Fernando Alonso og Nelson Piquet, afturvængi sína er þeir misstu stjórn á bílum sínum á sama stað í brautinni. Button segir að bara með því að snerta annan bíl áttu það á hættu að aka á vegg. „Þetta verður mjög spennuþrungið," sagði Button. „Vonandi náum við að æfa fyrir keppnina ef það verður bleyta." Formúla Mest lesið Anníe Mist verður ekki með í The Open af siðferðislegum ástæðum Sport Geir segir framkomu HSÍ við Dag alls ekki einsdæmi: „Á þessum bæ breytist lítið“ Handbolti „Félagið setur mig í skítastöðu“ Enski boltinn Sáttur þó Dagný kvarti í fjölmiðlum: „Ekkert vandamál okkar á milli“ Fótbolti Arnar harmar aðstöðuna á Íslandi: „Þetta er til háborinnar skammar“ Fótbolti Liverpool í tuttugasta og síðasta sæti í eyðslu Enski boltinn Dagný aftur í landsliðið eftir að hafa lýst óánægju sinni Fótbolti Loftpúði sprakk hjá Hófí Dóru á HM: „Eins og að vera kýld í loftinu“ Sport Martraðarbyrjun Róberts í Víkingstreyjunni Íslenski boltinn Framleiðslu nýs Football Manager hætt: „Fyrirgefiði, við brugðumst ykkur“ Fótbolti Fleiri fréttir Hamilton klessti Ferrari-inn á fyrsta degi Arftaki Hamiltons fékk bílprófið sex vikum fyrir fyrstu keppni tímabilsins Mun harðari refsingar á nýju formúlu 1 tímabili Hamilton gæti ekki verið spenntari fyrir komandi tímabili Sjá meira
Allt útlit er fyrir rigningaþunga helgi í Mónakó og segir Jenson Button að akstursbrautin í Mónakó sé stórhættuleg í bleytu. Button sagði að keppnin í Mónakó væri „tíu sinnum hættulegri" en aðrar keppnir í bleytu. „Þar með höfum við enga stjórn á gripinu en það er alltaf spennandi að aka í bleytu og við erfiðar aðstæður," bætti Button við. Á æfingum í dag voru vegirnir þurrir en engu að síður misstu báðir ökumenn Renault, Fernando Alonso og Nelson Piquet, afturvængi sína er þeir misstu stjórn á bílum sínum á sama stað í brautinni. Button segir að bara með því að snerta annan bíl áttu það á hættu að aka á vegg. „Þetta verður mjög spennuþrungið," sagði Button. „Vonandi náum við að æfa fyrir keppnina ef það verður bleyta."
Formúla Mest lesið Anníe Mist verður ekki með í The Open af siðferðislegum ástæðum Sport Geir segir framkomu HSÍ við Dag alls ekki einsdæmi: „Á þessum bæ breytist lítið“ Handbolti „Félagið setur mig í skítastöðu“ Enski boltinn Sáttur þó Dagný kvarti í fjölmiðlum: „Ekkert vandamál okkar á milli“ Fótbolti Arnar harmar aðstöðuna á Íslandi: „Þetta er til háborinnar skammar“ Fótbolti Liverpool í tuttugasta og síðasta sæti í eyðslu Enski boltinn Dagný aftur í landsliðið eftir að hafa lýst óánægju sinni Fótbolti Loftpúði sprakk hjá Hófí Dóru á HM: „Eins og að vera kýld í loftinu“ Sport Martraðarbyrjun Róberts í Víkingstreyjunni Íslenski boltinn Framleiðslu nýs Football Manager hætt: „Fyrirgefiði, við brugðumst ykkur“ Fótbolti Fleiri fréttir Hamilton klessti Ferrari-inn á fyrsta degi Arftaki Hamiltons fékk bílprófið sex vikum fyrir fyrstu keppni tímabilsins Mun harðari refsingar á nýju formúlu 1 tímabili Hamilton gæti ekki verið spenntari fyrir komandi tímabili Sjá meira