Formúla 1

Button segir Mónakó stórhættulega í bleytu

Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar
Jenson Button.
Jenson Button. Nordic Photos / Bongarts
Allt útlit er fyrir rigningaþunga helgi í Mónakó og segir Jenson Button að akstursbrautin í Mónakó sé stórhættuleg í bleytu.

Button sagði að keppnin í Mónakó væri „tíu sinnum hættulegri" en aðrar keppnir í bleytu. „Þar með höfum við enga stjórn á gripinu en það er alltaf spennandi að aka í bleytu og við erfiðar aðstæður," bætti Button við.

Á æfingum í dag voru vegirnir þurrir en engu að síður misstu báðir ökumenn Renault, Fernando Alonso og Nelson Piquet, afturvængi sína er þeir misstu stjórn á bílum sínum á sama stað í brautinni.

Button segir að bara með því að snerta annan bíl áttu það á hættu að aka á vegg.

„Þetta verður mjög spennuþrungið," sagði Button. „Vonandi náum við að æfa fyrir keppnina ef það verður bleyta."



Fleiri fréttir

Sjá meira


×