Svíar lækka stýrivexti 4. desember 2008 09:09 Jean-Claude Trichet, bankastjóri evrópska seðlabankans. Reiknað er með því að hann tilkynni um lækkun stýrivaxta á evrusvæðinu í dag. Mynd/AFP Sænski seðlabankinn lækkaði stýrivexti um 175 punkta í dag og fara stýrivextir við það úr 3,75 prósentum í tvö. Þetta er langt umfram væntingar markaðsaðila, sem höfðu séð 100 punkta lækkun í kristalskúlunni í mesta lagi, að sögn vefútgáfu breska viðskiptadagblaðsins Financial Times. Blaðið segir stýrivaxtalækkunina nú skýr merki um áhrif alþjóðlegra efnahagsþrenginga á sænskt atvinnulíf. Samkvæmt grunnreglum hagfræðinnar er kreppa í Svíþjóð um þessar mundir en hagvöxtur hefur dregist saman - þó lítillega - tvö ársfjórðunga í röð. Þá hefur framleiðni aldrei nokkru sinni verið minni. Farið var að taka saman tölur um slíkt fyrir fjórtán árum. Financial Times segir Svía hafa að líkindum slegið taktinn fyrir daginn og reiknar með röð vaxtalækkana í Evrópu í dag. Vaxtaákvörðunardagur er í dagbókum evrópska seðlabankans og Englandsbanka í dag og líkur á að þeir lækki stýrivexti sína talsvert. Stýrivextir hér standa í átján prósentum. Þeir hafa farið síhækkandi frá því í maí árið 2004 ef frá eru taldir níu dagar í október. Þá voru þeir óvænt lækkaðir úr 15,5 prósentum í 12 prósent. Á tíunda degi voru þeir svo skrúfaðir upp í átján prósent. Erlent Fréttir Viðskipti Mest lesið 37,5 milljarðar í hagnað og nítján í arð Viðskipti innlent Vænta þess að eigendur hússins leysi málið Viðskipti innlent Milla ráðin rekstrarstjóri hjá Ólafi Darra og félögum Viðskipti innlent Fólk muni eiga meira eftir í buddunni um mánaðamótin Neytendur Leggja til lagabreytingu sem leysir af penna og pappír Viðskipti innlent Fékk milljón til baka vegna bílaleigubíls sem varð fyrir eldingu Neytendur Um fimmtíu verið sektuð fyrir að greiða ekki rétt fargjald Neytendur „Alltaf hægt að sjá tækifæri og fleira gott í stöðunni“ Atvinnulíf Verðbólga mjakast niður á við Viðskipti innlent Birgir hættir hjá Skaga Viðskipti innlent Fleiri fréttir Gervigreind fyrir klink veldur Bandaríkjamönnum hausverk Kínversk kúvending leiddi til hruns vestanhafs Enn deila Musk og Altman MrBeast gerir tilboð í TikTok Eftirmaður Norman yfir LIV-mótaröðinni fundinn Höfða mál gegn Musk vegna kaupanna á Twitter Vilja banna farþegum að fá sér þriðja drykkinn á flugvellinum Meta birtir óumbeðnar gervigreindarmyndir af notendum Instagram Biden stöðvar japanska yfirtöku á US Steel Næstum allir nýir bílar í Noregi rafmagnsbílar Sjá meira
Sænski seðlabankinn lækkaði stýrivexti um 175 punkta í dag og fara stýrivextir við það úr 3,75 prósentum í tvö. Þetta er langt umfram væntingar markaðsaðila, sem höfðu séð 100 punkta lækkun í kristalskúlunni í mesta lagi, að sögn vefútgáfu breska viðskiptadagblaðsins Financial Times. Blaðið segir stýrivaxtalækkunina nú skýr merki um áhrif alþjóðlegra efnahagsþrenginga á sænskt atvinnulíf. Samkvæmt grunnreglum hagfræðinnar er kreppa í Svíþjóð um þessar mundir en hagvöxtur hefur dregist saman - þó lítillega - tvö ársfjórðunga í röð. Þá hefur framleiðni aldrei nokkru sinni verið minni. Farið var að taka saman tölur um slíkt fyrir fjórtán árum. Financial Times segir Svía hafa að líkindum slegið taktinn fyrir daginn og reiknar með röð vaxtalækkana í Evrópu í dag. Vaxtaákvörðunardagur er í dagbókum evrópska seðlabankans og Englandsbanka í dag og líkur á að þeir lækki stýrivexti sína talsvert. Stýrivextir hér standa í átján prósentum. Þeir hafa farið síhækkandi frá því í maí árið 2004 ef frá eru taldir níu dagar í október. Þá voru þeir óvænt lækkaðir úr 15,5 prósentum í 12 prósent. Á tíunda degi voru þeir svo skrúfaðir upp í átján prósent.
Erlent Fréttir Viðskipti Mest lesið 37,5 milljarðar í hagnað og nítján í arð Viðskipti innlent Vænta þess að eigendur hússins leysi málið Viðskipti innlent Milla ráðin rekstrarstjóri hjá Ólafi Darra og félögum Viðskipti innlent Fólk muni eiga meira eftir í buddunni um mánaðamótin Neytendur Leggja til lagabreytingu sem leysir af penna og pappír Viðskipti innlent Fékk milljón til baka vegna bílaleigubíls sem varð fyrir eldingu Neytendur Um fimmtíu verið sektuð fyrir að greiða ekki rétt fargjald Neytendur „Alltaf hægt að sjá tækifæri og fleira gott í stöðunni“ Atvinnulíf Verðbólga mjakast niður á við Viðskipti innlent Birgir hættir hjá Skaga Viðskipti innlent Fleiri fréttir Gervigreind fyrir klink veldur Bandaríkjamönnum hausverk Kínversk kúvending leiddi til hruns vestanhafs Enn deila Musk og Altman MrBeast gerir tilboð í TikTok Eftirmaður Norman yfir LIV-mótaröðinni fundinn Höfða mál gegn Musk vegna kaupanna á Twitter Vilja banna farþegum að fá sér þriðja drykkinn á flugvellinum Meta birtir óumbeðnar gervigreindarmyndir af notendum Instagram Biden stöðvar japanska yfirtöku á US Steel Næstum allir nýir bílar í Noregi rafmagnsbílar Sjá meira