Lífið

Angelina Jolie vill ættleiða fleiri börn - myndband

Angelina Jolie.
Angelina Jolie.

Angelina Jolie, sem er 33 ára gömul, kynnti kvikmyndina Changeling í bandaríska sjónvarpsþættinum The Today show og ræddi opinskátt um fjöskyldulífið.

Meðal annars viðurkenndi Angelina að hún og Brad ætla að ættleiða fleiri börn í framtíðinni. Þau eiga tvíburana og elsta drenginn Maddox, 6 ára, Pax, 4 ára, Zahara, 3 ára og Shiloh, 2 ára.

„Við eigum svo mörg börn þannig að þau urðu ekkert hissa þegar við komum með tvö börn heim. Maddox hefur mikla reynslu af að vera stóri bróðir og börnin eru öll mjög sjálfstæð. Við erum samhentir foreldrar en þó ólík og dekrum þau ekki," segir Angelina.

Fyrri hluta viðtalsins má sjá hér þar sem hún ræðir um kvikmyndina.

Síðari hluti viðtalsins er hér þar sem Angelina er persónulegri.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.