Lífið

Jónsi var eini homminn í þorpinu

Jónsi söngvari Sigur Rósar segist í samtali við Contactmusic sjá sjálfan sig í einni persónu sjónvarpsþáttanna Little Britain - Daffyd Thomas, „eina hommanum í þorpinu."

Ástæðu þessa er að finna í uppvaxtarárum Jónsa úti á landi. Hann viðurkennir í samtali við blaðið að það hafi oft verið erfitt að alast upp í fámennu samfélagi þegar hann var að uppgötva kynhneigð sína. Ekki ósvipað persónunni Daffydd, sem grínistinn Matt Lucas leikur í þáttunum.

„Það var mér náttúrulegt að vera samkynhneigður, en ég kom ekki út úr skápnum fyrr en ég var orðinn tuttugu og eins. Af því ég bjó í sveitinni hitti ég engann, svo þetta var einangrandi," hefur blaðið eftir Jónsa. „Þegar ég sá Little Britain, þá gat ég meira að segja samsamað mig við „Eina hommann í þorpinu" gæjann."








Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.