Innlent

Íslenskt blogg frá jarðskjálftunum í Kína

Óli Tynes skrifar
Snjólaug og Anna María.
Snjólaug og Anna María.

Tvær ungar íslenskar konur blogga frá borginni Chengdu í Kína, sem hefur verið skekin af jarðskjálftum undanfarinn sólarhring.

Þær eru Snjólaug Jóhannsdóttir og Anna María Björnsdóttir, sem eru í heimsreisu. Eins og sjá má á færslu þeirra hafa þær ekki íslenskt lyklaborð í tölvunni sinni.

Elsku vinir og aettingjar, vid erum heilar a hufi her i borginni Chengdu. Her hafa verid jardskjalftar undanfarinn 1 1/2 solarhring. Byrjadi med risajardskjalfta, 7.8 stig a richter i gaerdag kl.14:30 og svo hofum vid fundid svona 6-8 eftirskjalfta sem hafa verid missterkir.

Their eru bunir ad koma med reglulegu millibili en vid holdum alltaf i vonina ad thetta se buid svo vid getum farid ad festa svefn sem er ekki buid ad gerast i 38 klukkutima.

Vid erum bunar ad panta flug annad kvold til Hong Kong, en thad er solarhringur i flugid og ekkert annad haegt en ad vera rolegur og bida.

Vid erum bara her a hostelinu asamt morgum odrum turistum, thar sem fer agaetlega um okkur:) Bidjum otrulega vel ad heilsa Islandi, a svona stundum er ekki annad haegt en ad sakna Islands! Saknadarkvedjur, Snjolaug og Anna Maria




Fleiri fréttir

Sjá meira


×