Viðskipti innlent

Glitnir hæst í byrjun dags

Lárus Welding, forstjóri Glitnis. Gengi bréfa í bankanum hækkaði mest í upphafi dags ásamt Landsbankanum.
Lárus Welding, forstjóri Glitnis. Gengi bréfa í bankanum hækkaði mest í upphafi dags ásamt Landsbankanum. Mynd/Vilhelm

Gengi hlutabréfa í Glitni hækkað um 1,29 prósent og í Landsbankanum hækkaði um 1,26 prósent í upphafi viðskiptadagsins í Kauphöllinni í dag. Marel hefur hækkað um 0,92 prósent á sama tíma, Kaupþing um 0,56 prósent, Össur um 0,34 prósent og Exista um 0,12 prósent.

Þá lækkaði gengi bréfa í Straumi um 0,21 prósent.

Engar aðrar hreyfingar hafa verið í Kauphöllinni á sama tíma.

Úrvalsvísitalan hefur hækkað um 0,66 prósent í dag og stendur í 4.343 stigum. Hún hefur ekki verið hærri síðan seint í júní.








Fleiri fréttir

Sjá meira


×