Óaldarflokkar og pólitískir ribbaldar Þráinn Bertelsson skrifar 18. ágúst 2008 06:00 Íslenskir stjórnmálaflokkar sem ugglaust komu í heiminn syndlausir eins og hverjir aðrir hvítvoðungar sýna nú um stundir skuggalega tilhneigingu til að hegða sér eins og hópar misyndismanna, óaldarflokkar, jafnvel mafíur svo að maður nefni þekktasta félagsform frjálshyggjutímans - sem eins og kalda stríðið ætlar að endast lengur á Íslandi en í löndum sem þróast með eðlilegum hætti. Í mesta sakleysi gengu Reykvíkingar að kjörborðinu fyrir um einu og hálfu ári til að velja sér sveitarstjórnarfólk til að sjá til þess að skólar starfi í borginni, börn komist á dagheimili, hlúð sé að gamalmennum og skipulagsvinna og byggingaeftirlit sé svo vandað að borgin verði eilíf. Einnig voru margir kjósendur að vona að sveitastjórnarliðið aflétti vændisrekstri og fjarlægði ofbeldisfólk af götunum. Í sveitastjórnarkosningum er ekki tekist á um hinstu rök tilverunnar. Yfirgnæfandi meirihluti kjósenda er hlynntur því að ruslafötur séu tæmdar með hæfilegu millibili, götur sópaðar og fólk komist leiðar sinnar. Heilbrigð skynsemi, virðing fyrir fólki og skattpeningum, þjónustulund og greiðvikni við alla (ekki bara flokkssystkin og ættingja) er það helsta sem við förum fram á að borgarfulltrúar okkar búi yfir af dyggðum Gallinn er bara sá að í borgarstjórnarkosningum í Reykjavík var ekki kosið um fulltrúa borgarbúa heldur fulltrúa stjórnmálaflokka. Erfitt að að sjá að uppeldi þessa fólks í stjórnmálaflokkunum hafi þroskað það og gert að geðugum manneskjum. Samkvæmt eins og hálfs árs reynslu virðast þessar blessaðar manneskjur vera uppaldar í óaldarflokkum en ekki stjórnmálaflokkum - nema þetta sé að verða sami hluturinn. Borgarfulltrúarnir hafa orðið sér til skammar með ósannindum, refsskap, svikum, valdagræðgi og vanstillingu. Þetta fólk ætti að skammast sín og reyna að taka sig á restina af kjörtímabilinu. Það ætti að leggja sína eigin hagsmuni og flokka sinna til hliðar og taka til óspilltra málanna við að vinna að hagsmunum borgarbúa. Í einum hóp, án minnihluta og meirihluta, einkabíla og einkabílstjóra - og reyna að muna að núna er árið 2008. Ekki 1008. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Þráinn Bertelsson Mest lesið Fellur helsti stuðningsmaður menningarmála af þingi? Magnús Logi Kristinsson Skoðun „Við andlát manns lýkur skattskyldu hans“ Þórður Gunnarsson Skoðun Sjálfstæðismenn boða víst skattalækkanir á þá efnamestu Haukur V. Alfreðsson Skoðun Gerum betur Hilmar Björnsson Skoðun Nýtanleg verðmætasköpun um allt land Jóhann Frímann Arinbjarnarson Skoðun Viltu borga 200 þús á mánuði eða 600 þús á mánuði af íbúðinni? Hildur Þórðardóttir Skoðun Dýrkeyptur aðgangur Stella Guðmundsdóttir Skoðun ESB kærir sig ekkert um Ísland í jólagjöf Ole Anton Bieltvedt Skoðun Íslenskufræðingurinn Sigmundur Davíð Hákon Darri Egilsson Skoðun Við þurfum stjórnmálamenn sem skilja mikilvægi stærstu atvinnugreinar landsins Aðalheiður Ósk Guðmundsdóttir Skoðun
Íslenskir stjórnmálaflokkar sem ugglaust komu í heiminn syndlausir eins og hverjir aðrir hvítvoðungar sýna nú um stundir skuggalega tilhneigingu til að hegða sér eins og hópar misyndismanna, óaldarflokkar, jafnvel mafíur svo að maður nefni þekktasta félagsform frjálshyggjutímans - sem eins og kalda stríðið ætlar að endast lengur á Íslandi en í löndum sem þróast með eðlilegum hætti. Í mesta sakleysi gengu Reykvíkingar að kjörborðinu fyrir um einu og hálfu ári til að velja sér sveitarstjórnarfólk til að sjá til þess að skólar starfi í borginni, börn komist á dagheimili, hlúð sé að gamalmennum og skipulagsvinna og byggingaeftirlit sé svo vandað að borgin verði eilíf. Einnig voru margir kjósendur að vona að sveitastjórnarliðið aflétti vændisrekstri og fjarlægði ofbeldisfólk af götunum. Í sveitastjórnarkosningum er ekki tekist á um hinstu rök tilverunnar. Yfirgnæfandi meirihluti kjósenda er hlynntur því að ruslafötur séu tæmdar með hæfilegu millibili, götur sópaðar og fólk komist leiðar sinnar. Heilbrigð skynsemi, virðing fyrir fólki og skattpeningum, þjónustulund og greiðvikni við alla (ekki bara flokkssystkin og ættingja) er það helsta sem við förum fram á að borgarfulltrúar okkar búi yfir af dyggðum Gallinn er bara sá að í borgarstjórnarkosningum í Reykjavík var ekki kosið um fulltrúa borgarbúa heldur fulltrúa stjórnmálaflokka. Erfitt að að sjá að uppeldi þessa fólks í stjórnmálaflokkunum hafi þroskað það og gert að geðugum manneskjum. Samkvæmt eins og hálfs árs reynslu virðast þessar blessaðar manneskjur vera uppaldar í óaldarflokkum en ekki stjórnmálaflokkum - nema þetta sé að verða sami hluturinn. Borgarfulltrúarnir hafa orðið sér til skammar með ósannindum, refsskap, svikum, valdagræðgi og vanstillingu. Þetta fólk ætti að skammast sín og reyna að taka sig á restina af kjörtímabilinu. Það ætti að leggja sína eigin hagsmuni og flokka sinna til hliðar og taka til óspilltra málanna við að vinna að hagsmunum borgarbúa. Í einum hóp, án minnihluta og meirihluta, einkabíla og einkabílstjóra - og reyna að muna að núna er árið 2008. Ekki 1008.
Við þurfum stjórnmálamenn sem skilja mikilvægi stærstu atvinnugreinar landsins Aðalheiður Ósk Guðmundsdóttir Skoðun
Við þurfum stjórnmálamenn sem skilja mikilvægi stærstu atvinnugreinar landsins Aðalheiður Ósk Guðmundsdóttir Skoðun