Íslendingar eru með nokkrum rétti stoltir af því hvað þeir skjóta upp mörgum rakettum um áramótin. Voru það ekki eitthvað um 800 tonn í þetta skipti ?
Þó er það nú ekki svo að hvergi annarsstaðar sé himininn lýstur upp með hávaða og látum. Þessi mynd var tekin í Mexíkóborg um áramótin.
Styttan á myndinni er kölluð Hinn gullni engill sjálfstæðisins. Og eins og sjá má var engillinn vel upplýstur af rakettum á gamlárskvöld.