Titillinn blasir við Keflvíkingum Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar 21. apríl 2008 20:17 Arnar Freyr Jónsson Keflvíkingur er hér með boltann í fyrstu viðureign liðanna í úrslitakeppninni. Víkurfréttir/Jón Björn Keflavík er nú í lykilstöðu í baráttunni um Íslandsmeistaratitil karla í körfubolta eftir sigur á Snæfelli í Stykkishólmi í kvöld. Keflavík vann 15 stiga sigur, 98-83, og er þar með komið í 2-0 í einvíginu. Það þýðir að Keflavík getur orðið Íslandsmeistari sigri það Snæfell í næsta leik liðanna í Keflavík á fimmtudagskvöldið næstkomandi. Keflavík var sterkari aðilinn nánast allan leikinn. Liðið komst í níu stiga forystu í öðrum leikhluta en Snæfell náði að minnka muninn í tvö stig og komast svo í forystu í upphafi þriðja leikhluta. Það var í sjálfu sér eini leikkaflinn þar sem Snæfellingar léku eins og þeir vildu gera en það vantaði mikið upp á varnarleik liðsins í kvöld sem og liðið var að tapa allt of mörgum boltum í upphafi leiksins. Keflvíkingar voru heldur ekki að spila neitt sérstaklega góða vörn en héldu frumkvæðinu í leiknum með öflugum sóknarleik. Snæfell náði að minnka muninn í fimm stig undir lok leiksins og hleypa smá spennu í leikinn en allt kom fyrir ekki. Þetta var fimmti sigur Keflavíkurliðsins í röð í úrslitakeppninni en liðið lenti 2-0 undir í undanúrslitunum gegn ÍR en vann svo 3-2. Tommy Johnson var stigahæstur hjá Keflavík með 27 stig og hitti úr fimm af sjö þriggja stiga skotum sínum. BA Walker kom næstur með 23 stig. Keflavík missti alls fjóra menn út af með fimm villur og sigurin því enn sætari fyrir vikið. Einn þeirra var Sigurður Þorsteinsson en hann átti samt gríðarlega sterka innkomu í síðari hálfleik en tók níu fráköst, þar af fjögur í sókninni. Justin Shose var stigahæstur hjá Snæfelli með 23 stig og Jón Ólafur skoraði 20. Sigurður Þorvaldsson skoraði fjórtán stig og Hlynur tólf og hann tók jafn mörg fráköst. Lykiltölfræði leiksins má finna neðst í greininni. Snæfell byrjaði leikinn af miklum krafti og komst í 4-0 forystu. Keflavík svaraði hins vegar með því að skora sjö stig í röð en Snæfellingar voru í miklum vandræðum með sóknarleikinn sinn og töpuðu sjö boltum á sjö mínútunum. Gunnar Einarsson hélt áfram að fara á kostum utan þriggja stiga línunnar og setti niður tvo þrista í fyrsta leikhlutanum. Hann skoraði alls átta stig í röð og breytti stöðunni úr 9-9 í 17-9. Snæfellingar náðu hins vegar að laga stöðuna aðeins á lokamínútum leikhlutans og minnkuðu muninn í fimm stig, 19-14. Snæfellingar áttu áfram í vandræðum með varnarleik Keflvíkinga framan af öðrum leikhluta og náðu gestirnir mest níu stiga forystu. En heimamenn náðu að bíta frá sér og gáfu Keflvíkingum ekki tækifæri til að stinga af. Það er hins vegar ljóst að Snæfellingar voru að tapa allt of mörgum boltum og voru þeir orðnir ellefu talsins strax í upphafi annars leikhluta. Þeir náðu þó að laga það eftir því sem á leið og fengu tækifæri til að jafna metin í lok hálfleiksins. Það tókst ekki og staðan því 44-42 í hálfleik, Keflavík í vil. Snæfell skoraði fyrstu stigin í síðari hálfleik rétt eins og í upphafi leiksins og komst í forystu í fyrsta skipti síðan þá. Jón Nordal og Susnjara fengu sína fjórðu villu strax í upphafi hálfleiksins sem voru slæm tíðindi fyrir Keflvíkinga. Snæfellingar lentu líka í villuvandræðum en Justin Shouse fékk sína fjórða villu í þriðja leikhluta. En Keflvíkingar voru fljótir að ná frumkvæðinu á ný og komu sér í tíu stiga forystu, 59-49. Varnarleikur beggja liða var ekki upp á marga fiska og náði Keflavík að viðhalda þessum mun. Tommy Johnson setti niður þrjá þrista í leikhlutanum og hélt sínum mönnum í forystu þó svo að Keflavík ætti í miklum villuvandræðum. Keflvíkingarnir Jón Nordal og Susnjara sem og Snæfellingurinn Jón Ólafur fengu sína fimmtu villu í upphafi fjórða leikhluta og því útilokaðir frá leiknum. Það var mikill missir fyrir Snæfellinga því Jón Ólafur var þá stigahæsti leikmaður liðsins með 20 stig auk þess sem hann tók fimm fráköst. Keflvíkingar náðu samt að halda sinni tíu stiga forystu og voru einfaldlega að spila betri sóknarleik en Snæfellingar. Margir lykilmanna Snæfells voru einnig ekki að skila sínu í sókninni og hafði það sitt að segja. Gunnar Einarsson fékk svo sína fimmta villu þegar sjö mínútur voru til leiksloka og fengu þá Snæfellingar tækifæri til að saxa á forskot gestanna. Sigurður Þorsteinsson varð svo fjórði Keflvíkingurinn til að fjúka út af með fimm villur og náðu Snæfellingar að minnka muninn í mest fimm stig. En nær komust þeir ekki og niðurstaðan sætur sigur Keflvíkinga, 98-83.Lykiltölfræði: Snæfell - Keflavík Skotnýting (2ja): 50% - 58,9% Skotnýting (3ja): 29,1% - 33,3% Fráköst: 44 - 33 Tapaðir boltar: 18 - 7 Stolnir boltar: 3 - 15 Varin skot: 3 - 7 Dominos-deild karla Mest lesið Látnir gista líka á æfingasvæðinu Enski boltinn Haaland klúðraði víti og City tapaði stigum Enski boltinn „Ég elska NFL deildina en jóladagur er okkar“ Körfubolti Meistarinn gæti þurft að slá út tvo nafna sína á leiðinni í úrslit Sport Fimm hlutu dóm fyrir ólætin í Amsterdam Fótbolti Dagskráin í dag: Íslandsmeistarar og fótbolti Sport 76ers sóttu sigur úr Garðinum Körfubolti Tók „erfiðustu ákvörðun ævinnar“ og fór til Valencia Fótbolti Botnliðin eiga von og meistararnir geta fallið Fótbolti Þúsundasta sendingin gripin og hlaupamet Michael Vick slegið Sport Fleiri fréttir „Ég elska NFL deildina en jóladagur er okkar“ 76ers sóttu sigur úr Garðinum Risaleikur Wembanyama dugði ekki til Ruddi Wembanyama og var rekinn af velli fyrir reiðiskast Wagner með slitið krossband og úr leik út tímabilið Martin og félagar burstuðu botnslaginn Fimm töp í röð hjá Elvari og félögum Versta frumraun í úrvalsdeild? Segist bara hafa óskað dómurunum gleðilegra jóla Selfoss fær leikmann sem hefur spilað meira en hundrað NBA leiki „Sást frekar bersýnilega að það er ekki mikið sjálfstraust í liðinu“ „Valsararnir voru bara betri“ „Við þurfum að girða okkur í jólafríinu“ Enn eitt tapið og Martin í minna hlutverki en vanalega Uppgjörið: Valur - Tindastóll 89-80 | Meistararnir upp úr fallsæti „Fyrirgefðu að ég var ekki pabbinn sem þú vildir að ég værir“ Körfuboltakvöld í beinni frá Minigarðinum „Nánast afsökuðu meðdómara sinn“ „Setjið stóra mynd af honum á skjáinn og leyfið fólki að horfa“ „Spiluðum glimrandi vel í sókn“ Uppgjörið: Keflavík - Þór Þ. 105-86 | Keflavík fór illa með Jordan-lausa Þórsara „Við þurfum bara að finna lausnir og bæta okkar leik“ Uppgjörið: Njarðvík - Stjarnan 90-100 | Hilmar Smári í ham Uppgjörið: Álftanes - Höttur 89-92 | Ótrúleg endurkoma hjá Hetti „Leikurinn þróaðist eins og við hefðum viljað að hann þróist“ Uppgjörið: KR - Grindavík 120-112 | KR fór með sigur úr framlengingu gegn fáliðuðum Grindvíkingum Thelma og Tryggvi best í fyrsta sinn Hornets gaf dreng PlayStation 5 en tók gjöfina síðan til baka Pippen stríddi dómurunum á NBA leik Ho You Fat vill spila áfram á Íslandi: „Ég er að skoða hvað er í boði“ Sjá meira
Keflavík er nú í lykilstöðu í baráttunni um Íslandsmeistaratitil karla í körfubolta eftir sigur á Snæfelli í Stykkishólmi í kvöld. Keflavík vann 15 stiga sigur, 98-83, og er þar með komið í 2-0 í einvíginu. Það þýðir að Keflavík getur orðið Íslandsmeistari sigri það Snæfell í næsta leik liðanna í Keflavík á fimmtudagskvöldið næstkomandi. Keflavík var sterkari aðilinn nánast allan leikinn. Liðið komst í níu stiga forystu í öðrum leikhluta en Snæfell náði að minnka muninn í tvö stig og komast svo í forystu í upphafi þriðja leikhluta. Það var í sjálfu sér eini leikkaflinn þar sem Snæfellingar léku eins og þeir vildu gera en það vantaði mikið upp á varnarleik liðsins í kvöld sem og liðið var að tapa allt of mörgum boltum í upphafi leiksins. Keflvíkingar voru heldur ekki að spila neitt sérstaklega góða vörn en héldu frumkvæðinu í leiknum með öflugum sóknarleik. Snæfell náði að minnka muninn í fimm stig undir lok leiksins og hleypa smá spennu í leikinn en allt kom fyrir ekki. Þetta var fimmti sigur Keflavíkurliðsins í röð í úrslitakeppninni en liðið lenti 2-0 undir í undanúrslitunum gegn ÍR en vann svo 3-2. Tommy Johnson var stigahæstur hjá Keflavík með 27 stig og hitti úr fimm af sjö þriggja stiga skotum sínum. BA Walker kom næstur með 23 stig. Keflavík missti alls fjóra menn út af með fimm villur og sigurin því enn sætari fyrir vikið. Einn þeirra var Sigurður Þorsteinsson en hann átti samt gríðarlega sterka innkomu í síðari hálfleik en tók níu fráköst, þar af fjögur í sókninni. Justin Shose var stigahæstur hjá Snæfelli með 23 stig og Jón Ólafur skoraði 20. Sigurður Þorvaldsson skoraði fjórtán stig og Hlynur tólf og hann tók jafn mörg fráköst. Lykiltölfræði leiksins má finna neðst í greininni. Snæfell byrjaði leikinn af miklum krafti og komst í 4-0 forystu. Keflavík svaraði hins vegar með því að skora sjö stig í röð en Snæfellingar voru í miklum vandræðum með sóknarleikinn sinn og töpuðu sjö boltum á sjö mínútunum. Gunnar Einarsson hélt áfram að fara á kostum utan þriggja stiga línunnar og setti niður tvo þrista í fyrsta leikhlutanum. Hann skoraði alls átta stig í röð og breytti stöðunni úr 9-9 í 17-9. Snæfellingar náðu hins vegar að laga stöðuna aðeins á lokamínútum leikhlutans og minnkuðu muninn í fimm stig, 19-14. Snæfellingar áttu áfram í vandræðum með varnarleik Keflvíkinga framan af öðrum leikhluta og náðu gestirnir mest níu stiga forystu. En heimamenn náðu að bíta frá sér og gáfu Keflvíkingum ekki tækifæri til að stinga af. Það er hins vegar ljóst að Snæfellingar voru að tapa allt of mörgum boltum og voru þeir orðnir ellefu talsins strax í upphafi annars leikhluta. Þeir náðu þó að laga það eftir því sem á leið og fengu tækifæri til að jafna metin í lok hálfleiksins. Það tókst ekki og staðan því 44-42 í hálfleik, Keflavík í vil. Snæfell skoraði fyrstu stigin í síðari hálfleik rétt eins og í upphafi leiksins og komst í forystu í fyrsta skipti síðan þá. Jón Nordal og Susnjara fengu sína fjórðu villu strax í upphafi hálfleiksins sem voru slæm tíðindi fyrir Keflvíkinga. Snæfellingar lentu líka í villuvandræðum en Justin Shouse fékk sína fjórða villu í þriðja leikhluta. En Keflvíkingar voru fljótir að ná frumkvæðinu á ný og komu sér í tíu stiga forystu, 59-49. Varnarleikur beggja liða var ekki upp á marga fiska og náði Keflavík að viðhalda þessum mun. Tommy Johnson setti niður þrjá þrista í leikhlutanum og hélt sínum mönnum í forystu þó svo að Keflavík ætti í miklum villuvandræðum. Keflvíkingarnir Jón Nordal og Susnjara sem og Snæfellingurinn Jón Ólafur fengu sína fimmtu villu í upphafi fjórða leikhluta og því útilokaðir frá leiknum. Það var mikill missir fyrir Snæfellinga því Jón Ólafur var þá stigahæsti leikmaður liðsins með 20 stig auk þess sem hann tók fimm fráköst. Keflvíkingar náðu samt að halda sinni tíu stiga forystu og voru einfaldlega að spila betri sóknarleik en Snæfellingar. Margir lykilmanna Snæfells voru einnig ekki að skila sínu í sókninni og hafði það sitt að segja. Gunnar Einarsson fékk svo sína fimmta villu þegar sjö mínútur voru til leiksloka og fengu þá Snæfellingar tækifæri til að saxa á forskot gestanna. Sigurður Þorsteinsson varð svo fjórði Keflvíkingurinn til að fjúka út af með fimm villur og náðu Snæfellingar að minnka muninn í mest fimm stig. En nær komust þeir ekki og niðurstaðan sætur sigur Keflvíkinga, 98-83.Lykiltölfræði: Snæfell - Keflavík Skotnýting (2ja): 50% - 58,9% Skotnýting (3ja): 29,1% - 33,3% Fráköst: 44 - 33 Tapaðir boltar: 18 - 7 Stolnir boltar: 3 - 15 Varin skot: 3 - 7
Dominos-deild karla Mest lesið Látnir gista líka á æfingasvæðinu Enski boltinn Haaland klúðraði víti og City tapaði stigum Enski boltinn „Ég elska NFL deildina en jóladagur er okkar“ Körfubolti Meistarinn gæti þurft að slá út tvo nafna sína á leiðinni í úrslit Sport Fimm hlutu dóm fyrir ólætin í Amsterdam Fótbolti Dagskráin í dag: Íslandsmeistarar og fótbolti Sport 76ers sóttu sigur úr Garðinum Körfubolti Tók „erfiðustu ákvörðun ævinnar“ og fór til Valencia Fótbolti Botnliðin eiga von og meistararnir geta fallið Fótbolti Þúsundasta sendingin gripin og hlaupamet Michael Vick slegið Sport Fleiri fréttir „Ég elska NFL deildina en jóladagur er okkar“ 76ers sóttu sigur úr Garðinum Risaleikur Wembanyama dugði ekki til Ruddi Wembanyama og var rekinn af velli fyrir reiðiskast Wagner með slitið krossband og úr leik út tímabilið Martin og félagar burstuðu botnslaginn Fimm töp í röð hjá Elvari og félögum Versta frumraun í úrvalsdeild? Segist bara hafa óskað dómurunum gleðilegra jóla Selfoss fær leikmann sem hefur spilað meira en hundrað NBA leiki „Sást frekar bersýnilega að það er ekki mikið sjálfstraust í liðinu“ „Valsararnir voru bara betri“ „Við þurfum að girða okkur í jólafríinu“ Enn eitt tapið og Martin í minna hlutverki en vanalega Uppgjörið: Valur - Tindastóll 89-80 | Meistararnir upp úr fallsæti „Fyrirgefðu að ég var ekki pabbinn sem þú vildir að ég værir“ Körfuboltakvöld í beinni frá Minigarðinum „Nánast afsökuðu meðdómara sinn“ „Setjið stóra mynd af honum á skjáinn og leyfið fólki að horfa“ „Spiluðum glimrandi vel í sókn“ Uppgjörið: Keflavík - Þór Þ. 105-86 | Keflavík fór illa með Jordan-lausa Þórsara „Við þurfum bara að finna lausnir og bæta okkar leik“ Uppgjörið: Njarðvík - Stjarnan 90-100 | Hilmar Smári í ham Uppgjörið: Álftanes - Höttur 89-92 | Ótrúleg endurkoma hjá Hetti „Leikurinn þróaðist eins og við hefðum viljað að hann þróist“ Uppgjörið: KR - Grindavík 120-112 | KR fór með sigur úr framlengingu gegn fáliðuðum Grindvíkingum Thelma og Tryggvi best í fyrsta sinn Hornets gaf dreng PlayStation 5 en tók gjöfina síðan til baka Pippen stríddi dómurunum á NBA leik Ho You Fat vill spila áfram á Íslandi: „Ég er að skoða hvað er í boði“ Sjá meira
Uppgjörið: KR - Grindavík 120-112 | KR fór með sigur úr framlengingu gegn fáliðuðum Grindvíkingum