Erlent

Stjórnarandstaðan í Zimbabwe gefst upp á myndun þjóðstjórnar

Óli Tynes skrifar
Robert Mugabe og frú.
Robert Mugabe og frú.

Stjórnarandstaðan í Zimbabwe tilkynnti í dag að hún hefði misst alla trú á samningaviðræðum við Robert Mugabe forseta um þjóðstjórn.

Einn af leiðtogum stjórnarandstöðunnar sagði í samtali við Reuters fréttastofuna að þeir hefðu gefist upp. Mugabe geti myndað sína eigin ríkisstjórn, þeir taki ekki lengur þátt í þessum sirkus.

Í viðræðunum var stefnt að því að Mugabe yrði áfram forseti en Morgan Tsvangirai, leiðtogi stjórnarandstöðunnar yrði forsætisráðherra. Ásteytingarsteinninn var hversu mikil völd Mugabe skyldi hafa.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×