Iceland Airwaves: Dagur 4 Feitustu bitarnir í Hafnarhúsinu 18. október 2008 04:00 Gríðarhress á sviði CSS frá Brasílíu spila kl. 23 í kvöld. „Stærstu" sveitir Airwaves-hátíðarinnar koma fram í kvöld í Hafnarhúsinu. Þetta er brasilíska gleðipönksveitin CSS og Kanarnir í háskólarokkbandinu Vampire Weekend. CSS (sem er stytting á Cansei de Ser Sexy - „Þreytt á að vera kynæsandi") varð til í São Paulo árið 2003. Sveitin sló saman hráu pönki og frauðpoppi í anda Beyoncé og varð útkoman fersk. Fyrsta platan kom út í Bandaríkjunum árið 2006 og sveitin þeyttist um heiminn með sitt glaðværa danspönk og spilaði meðal annars með Klaxons og Gwen Stefani. Önnur platan, Donkey, kom svo út á þessu ári og er mun rokkaðri en fyrri verk. Krakkarnir í CSS, fimm stelpur og einn karl, þykja gríðarlega hress á sviði. Þau hefja leik kl. 23. Á eftir þeim, á miðnætti, stíga Vampire Weekend á stokk. Þetta eru fjórir ungir New York-arar sem stofnuðu bandið árið 2006. Fyrsta platan þeirra kom út í ársbyrjun og stefnir leynt og ljóst að því að verða talin með bestu plötum ársins. Platan er álíka fersk og nauðsynleg og fyrsta plata The Strokes. Einfalt rokkpopp Vampíruhelgarinnar minnir þó ekki bara á Strokes heldur líka á fyrstu plötu Talking Heads, The Kinks og Graceland-plötu Pauls Simon. Önnur bönd sem koma fram í Hafnarhúsinu í kvöld eru Bob Justman, Jan Mayen, Dikta og Færeyingarnir í Boys in a Band. -drg Meira gott í dag:Dísa kemur fram í Norræna húsinu kl. 15, rétt á eftir norska söngstirninu Ane Brun. Uppáhaldshljómsveit Eltons John er ástralski poppdansdúettinn Pnau. Hann fer á svið Tunglsins kl. 23. Kanadíski dúettinn Junior Boys spilar sitt ljúfa og svalandi ambient-popp á Nasa á miðnætti.Jeff Who? klára massíft íslenskt kvöld í Iðnó, fara á svið á miðnætti. Á undan þeim hafa meðal annars Ske, Sprengjuhöllin og Viking Giant Show komið fram. Mest lesið Hundrað ára viðkvæmni Íslendinga: „Leið daglega yfir 40 til 50 manns“ Bíó og sjónvarp Brjáluð stemning í Eldhúspartýi FM957 Lífið Ungfrú Danmörk fegurst allra Lífið Fred again í sal en ekki á sviði: „Orðrómur sem við höfðum enga stjórn á“ Tónlist Stjörnulífið: „Það er gott að vera ekki í feluleik og flótta frá sjálfum sér“ Lífið Edrú í eitt ár Lífið Lára og Jens verða mamma og pabbi Lífið Fer ekki út úr húsi eftir greininguna Lífið Ballettdansarinn Vladimir Shklyarov látinn Menning Bjarki og Rósa orðin hjón Lífið Fleiri fréttir Fred again í sal en ekki á sviði: „Orðrómur sem við höfðum enga stjórn á“ „Það er enginn séns að reyna alltaf að útskýra sig“ HAM reið á vaðið í fiskabúri X-ins 977 Létu ævintýrið loksins rætast í fiskabúrinu á X-inu „Stórir hlutir að koma og fólk þarf að vera tilbúið“ Emilíana Torrini heillaði tónleikagesti upp úr skónum Laufey naut lífsins með Ariönu Grande Rétta harmonikkan er í harmonikkuverksmiðju í harmonikkuþorpi Iceland Airwaves ýtt úr vör á Grund Fagna tuttugu ára afmæli og troða upp á Grund Segja aðra kaupa gervispilanir til að hafa áhrif á veðmál Young Thug játar sök en losnar úr fangelsi „Enginn þekkir mig og ég þekki engan, sem mér finnst þægilegt“ Laufey fagnaði með Oliviu Rodrigo og Chappell Roan Tileinkar lagið Grindvíkingum „Það hefur aldrei verið neinn ótti“ „Hugleikið hver fær að stunda kynlíf og hver ekki“ „Þetta er saga af villigötum“ „Enginn að fara að hringja í mig að fyrra bragði“ Kemur frá Sýrlandi og syngur á íslensku Space Odyssey opnar á nýjum stað Dr. Gunni spyr hvort það sé ekki bara búið að vera gaman Afhjúpað á hvaða dögum böndin spila á Airwaves Sjá meira
„Stærstu" sveitir Airwaves-hátíðarinnar koma fram í kvöld í Hafnarhúsinu. Þetta er brasilíska gleðipönksveitin CSS og Kanarnir í háskólarokkbandinu Vampire Weekend. CSS (sem er stytting á Cansei de Ser Sexy - „Þreytt á að vera kynæsandi") varð til í São Paulo árið 2003. Sveitin sló saman hráu pönki og frauðpoppi í anda Beyoncé og varð útkoman fersk. Fyrsta platan kom út í Bandaríkjunum árið 2006 og sveitin þeyttist um heiminn með sitt glaðværa danspönk og spilaði meðal annars með Klaxons og Gwen Stefani. Önnur platan, Donkey, kom svo út á þessu ári og er mun rokkaðri en fyrri verk. Krakkarnir í CSS, fimm stelpur og einn karl, þykja gríðarlega hress á sviði. Þau hefja leik kl. 23. Á eftir þeim, á miðnætti, stíga Vampire Weekend á stokk. Þetta eru fjórir ungir New York-arar sem stofnuðu bandið árið 2006. Fyrsta platan þeirra kom út í ársbyrjun og stefnir leynt og ljóst að því að verða talin með bestu plötum ársins. Platan er álíka fersk og nauðsynleg og fyrsta plata The Strokes. Einfalt rokkpopp Vampíruhelgarinnar minnir þó ekki bara á Strokes heldur líka á fyrstu plötu Talking Heads, The Kinks og Graceland-plötu Pauls Simon. Önnur bönd sem koma fram í Hafnarhúsinu í kvöld eru Bob Justman, Jan Mayen, Dikta og Færeyingarnir í Boys in a Band. -drg Meira gott í dag:Dísa kemur fram í Norræna húsinu kl. 15, rétt á eftir norska söngstirninu Ane Brun. Uppáhaldshljómsveit Eltons John er ástralski poppdansdúettinn Pnau. Hann fer á svið Tunglsins kl. 23. Kanadíski dúettinn Junior Boys spilar sitt ljúfa og svalandi ambient-popp á Nasa á miðnætti.Jeff Who? klára massíft íslenskt kvöld í Iðnó, fara á svið á miðnætti. Á undan þeim hafa meðal annars Ske, Sprengjuhöllin og Viking Giant Show komið fram.
Mest lesið Hundrað ára viðkvæmni Íslendinga: „Leið daglega yfir 40 til 50 manns“ Bíó og sjónvarp Brjáluð stemning í Eldhúspartýi FM957 Lífið Ungfrú Danmörk fegurst allra Lífið Fred again í sal en ekki á sviði: „Orðrómur sem við höfðum enga stjórn á“ Tónlist Stjörnulífið: „Það er gott að vera ekki í feluleik og flótta frá sjálfum sér“ Lífið Edrú í eitt ár Lífið Lára og Jens verða mamma og pabbi Lífið Fer ekki út úr húsi eftir greininguna Lífið Ballettdansarinn Vladimir Shklyarov látinn Menning Bjarki og Rósa orðin hjón Lífið Fleiri fréttir Fred again í sal en ekki á sviði: „Orðrómur sem við höfðum enga stjórn á“ „Það er enginn séns að reyna alltaf að útskýra sig“ HAM reið á vaðið í fiskabúri X-ins 977 Létu ævintýrið loksins rætast í fiskabúrinu á X-inu „Stórir hlutir að koma og fólk þarf að vera tilbúið“ Emilíana Torrini heillaði tónleikagesti upp úr skónum Laufey naut lífsins með Ariönu Grande Rétta harmonikkan er í harmonikkuverksmiðju í harmonikkuþorpi Iceland Airwaves ýtt úr vör á Grund Fagna tuttugu ára afmæli og troða upp á Grund Segja aðra kaupa gervispilanir til að hafa áhrif á veðmál Young Thug játar sök en losnar úr fangelsi „Enginn þekkir mig og ég þekki engan, sem mér finnst þægilegt“ Laufey fagnaði með Oliviu Rodrigo og Chappell Roan Tileinkar lagið Grindvíkingum „Það hefur aldrei verið neinn ótti“ „Hugleikið hver fær að stunda kynlíf og hver ekki“ „Þetta er saga af villigötum“ „Enginn að fara að hringja í mig að fyrra bragði“ Kemur frá Sýrlandi og syngur á íslensku Space Odyssey opnar á nýjum stað Dr. Gunni spyr hvort það sé ekki bara búið að vera gaman Afhjúpað á hvaða dögum böndin spila á Airwaves Sjá meira