Formúla 1

Staða Kubica vonlítil í titilslagnum

Robert Kubica telur litlar líkur á því að hann nái að skáka Hamilton og Massa í titilslagnum.
Robert Kubica telur litlar líkur á því að hann nái að skáka Hamilton og Massa í titilslagnum. Mynd: Getty Images

Staða Robert Kubica í stigamótinu í Formúlu 1 er harla vonlítill eftir tímatökuna í morgun. Hann náð aðeins tólfta besta tíma, en var færður upp um eitt sæti á ráslínu, eftir að Mark Webber var færður niður um tíu sæti vegna vélaskipta.

Kubica er 12 stigum á eftir Lewis Hamilton í stigamótinu og 7 stigum á eftir Felipe Massa. Hámarksstig út úr mótunum tveimur eru 20 stig fyrir sigur og það verður því þungur róður fyrir Kubica að sækja á toppmennina tvo í ljósi stöðunnar á ráslínu.

Kubica hefur verið í vandræðum með bíl sinn alla helgina og náði honum ekki góðum fyrir lokaumferð tímatökunnar. "Ég er alls ekki í góðum málum. En ég hef séð það verra. Verst er að ég get ekki breytt bílnum núna, það er ekki leyfilegt", sagði Kubica.

"Ég mun reyna að ná í sem flest stig, en það er nánast borinn von að ég geti náði í 13 stig í tveimur mótum úr þessu. En í heildina litið er ég ánægður með gang mála hjá BMW í mótum ársins. Ég hef gert mistök sem kostuðu dýrmæt stig og ég var stundum óheppinn með innkomu öryggisbílsins. Um tíma fannst mér vanta meiri þróunarvinnu hjá BMW, en ég var allavega að slást um titilinn. Svo er þetta nú ekki alveg búið ennþá", sagði Kubica.

Sjá nánar um mótið sem verður í beinni útsendingu kl. 06.30 á sunnudagsmorgun á Stöð 2 Sport í opinni dagskrá.










Fleiri fréttir

Sjá meira


×