Erlent

Löggan leggur lúða í einelti

Óli Tynes skrifar
Stóri bróðir fylgist með þér.
Stóri bróðir fylgist með þér.

Innanríkisráðherra Bretlands vill að lögreglan leggi götudólga í einelti. Það sem Bretar kalla andfélagslega hegðun kostar þjóðina yfir þrjá milljarða sterlingspunda á ári.

Það eru yfir 450 milljarðar íslenskra króna. Þessi hegðun felst í allskonar skemmdarverkum, innbrotum, bílaþjófnuðum, veggjakroti og þar frameftir götunum.

Jacqui Smith, innanríkisráðherra, segir að hún vilji að lögreglan banki daglega upp hjá þekktum dólgum og vari þá við að fylgst sé með þeim.

Lögreglan á einnig að sitja um lúðana, mynda þá í bak og fyrir og leita á þeim af minnsta tilefni. Þeir eiga að fá á tilfinninguna að þeir geti hvergi falið sig.

Lögreglan í Essex reyndi þessa aðferð fyrr á þessu ári og árangurinn var mikill og góður.

 

 




Fleiri fréttir

Sjá meira


×