Ísland tapaði fyrir Wales 28. maí 2008 21:27 Mynd/Vilhelm Íslenska karlalandsliðið í knattspyrnu tapaði 1-0 fyrir Wales í æfingaleik þjóðanna á Laugardalsvelli í kvöld. Íslenska liðið lék á köflum ágætlega en fékk á sig blóðugt mark á lokamínútu fyrri hálfleiks og það réði úrslitum. Íslenska liðið byrjaði leikinn af miklum krafti og var sterkari aðilinn í fyrri hálfleiknum. Pálmi Rafn Pálmason átti fyrsta færi íslenska liðsins strax eftir 10 mínútur og fékk svo dauðafæri tveimur mínútum síðar. Walesverjar fengu ekki færi fyrr en eftir hálftímaleik og virkuðu daufir í fyrri hálfleiknum. Skömmu fyrir leikhlé misstu þeir fyrirliða sinn Carl Fletcher meiddan af velli og í hans stað kom hinn ungi Ched Evans, leikmaður Manchester City. Hann var ekki lengi að stimpla sig inn og skoraði það sem reyndist sigurmark Wales rétt áður en flautað var til hálfleiks. Hann fékk sendingu fyrir markið og læddi boltanum fram hjá Kjartani Sturlusyni með lúmskri hælspyrnu í sínum fyrsta landsleik. Síðari hálfleikurinn var frekar daufur en rúmlega 5300 áhorfendur skemmtu sér þó ágætlega í stúkunni. Walesverjar hresstust heldur í síðari hálfleiknum og nokkuð meira jafnvægi kom í leik liðsins eftir að Craig Bellamy kom inn sem varamaður hjá Wales, en hann hefur verið meiddur undanfarnar vikur. Það fór svo að lokum að Wales hafði 1-0 sigur og átti aðeins eitt skot á markrammann hjá íslenska liðinu. Segja má að frammistaða íslenska liðsins hafi verið ágæt í kvöld, en liðið hafði ekki heppnina með sér eins og svo oft áður. Ólafur Jóhannesson landsliðsþjálfari getur þó eflaust huggað sig við að hafa fengið að sjá til margra af yngri og efnilegri landsliðsmanna sinna í kvöld, enda var leikurinn ekki síst ætlaður til að sjá hverjir koma til greina hjá honum þegar næsta undankeppni hefst. Íslenski boltinn Mest lesið „Hún er búin að vera algjör klettur í þessu öllu“ Körfubolti Sveindís fær engar skýringar: „Ég hef greinilega ekki verið í uppáhaldi“ Fótbolti Martin: „Fór rosalega fyrir brjóstið á mér að heyra það“ Körfubolti Utan vallar: Pedersen ætti að vera þjóðhetja Körfubolti „Ég trúi þessu varla“ Sport Gylfi orðinn Víkingur Íslenski boltinn „Ef þeir fá ekki gul spjöld halda grófu brotin bara áfram“ Fótbolti Carragher kallaði Ferdinand trúð Enski boltinn United hættir að bjóða upp á frían hádegismat Enski boltinn Ætla að stoppa Sveindísi og keyra yfir Ísland Fótbolti Fleiri fréttir ÍA fær Baldvin frá Fjölni Útlit fyrir að Kjartan fylli skarð Gylfa hjá Val „Held að fólk sé komið með leið á því að lesa um þessi félagsskipti“ Gylfi orðinn Víkingur Valsmenn settu sex gegn Grindavík Breki Baxter kórónaði endurkomu Eyjamanna Blikakonur áfram á fullu skriði í Lengjubikarnum KR-ingar áfram á mikilli sigurgöngu undir stjórn Óskars Hrafns Góður sigur Vestra og Fram tapaði gegn Lengjudeildarliði Samþykktu að taka áminningu af leikmönnum og fjölga útlendingum ÍR heldur áfram að hrella liðin úr Bestu deildinni Arnór Smára hættir sem yfirmaður knattspyrnumála hjá Val Sindri Kristinn á óskalista KA Býst við Grikkjunum betri í kvöld „Þetta er einstakur strákur“ Barðist við tárin þegar hann kvaddi Eru þetta stærstu félagsskiptin síðan Pétur fór í KR? „Einbeiti mér að allt öðru en einhverri dramatík á Íslandi“ Faðir Gylfa Þórs segir Börk hafa gert samkomulag við sig „Kemur pabba mínum ekki við hvar ég spila fótbolta“ Nýr lögfræðingur KSÍ á yfir fjögur hundruð leiki í meistaraflokki Umdeild frammistaða Gylfa í kveðjuleiknum Samskiptin furðuleg og fólk tengt Gylfa við stýrið Erlendir miðlar fjalla um skipti Gylfa Þórs: Verður samherji Gunnars Vatnhamar Skagamenn horfa áfram til yngri leikmanna Gylfi má ekki spila með Víkingi í Sambandsdeildinni Freyr vill Höskuld en Blikar sögðu nei Víkingur staðfestir komu Gylfa Stjórn Vals segir Gylfa hafa sýnt liðsfélögunum vanvirðingu Gylfi hefur náð samkomulagi við Víking Sjá meira
Íslenska karlalandsliðið í knattspyrnu tapaði 1-0 fyrir Wales í æfingaleik þjóðanna á Laugardalsvelli í kvöld. Íslenska liðið lék á köflum ágætlega en fékk á sig blóðugt mark á lokamínútu fyrri hálfleiks og það réði úrslitum. Íslenska liðið byrjaði leikinn af miklum krafti og var sterkari aðilinn í fyrri hálfleiknum. Pálmi Rafn Pálmason átti fyrsta færi íslenska liðsins strax eftir 10 mínútur og fékk svo dauðafæri tveimur mínútum síðar. Walesverjar fengu ekki færi fyrr en eftir hálftímaleik og virkuðu daufir í fyrri hálfleiknum. Skömmu fyrir leikhlé misstu þeir fyrirliða sinn Carl Fletcher meiddan af velli og í hans stað kom hinn ungi Ched Evans, leikmaður Manchester City. Hann var ekki lengi að stimpla sig inn og skoraði það sem reyndist sigurmark Wales rétt áður en flautað var til hálfleiks. Hann fékk sendingu fyrir markið og læddi boltanum fram hjá Kjartani Sturlusyni með lúmskri hælspyrnu í sínum fyrsta landsleik. Síðari hálfleikurinn var frekar daufur en rúmlega 5300 áhorfendur skemmtu sér þó ágætlega í stúkunni. Walesverjar hresstust heldur í síðari hálfleiknum og nokkuð meira jafnvægi kom í leik liðsins eftir að Craig Bellamy kom inn sem varamaður hjá Wales, en hann hefur verið meiddur undanfarnar vikur. Það fór svo að lokum að Wales hafði 1-0 sigur og átti aðeins eitt skot á markrammann hjá íslenska liðinu. Segja má að frammistaða íslenska liðsins hafi verið ágæt í kvöld, en liðið hafði ekki heppnina með sér eins og svo oft áður. Ólafur Jóhannesson landsliðsþjálfari getur þó eflaust huggað sig við að hafa fengið að sjá til margra af yngri og efnilegri landsliðsmanna sinna í kvöld, enda var leikurinn ekki síst ætlaður til að sjá hverjir koma til greina hjá honum þegar næsta undankeppni hefst.
Íslenski boltinn Mest lesið „Hún er búin að vera algjör klettur í þessu öllu“ Körfubolti Sveindís fær engar skýringar: „Ég hef greinilega ekki verið í uppáhaldi“ Fótbolti Martin: „Fór rosalega fyrir brjóstið á mér að heyra það“ Körfubolti Utan vallar: Pedersen ætti að vera þjóðhetja Körfubolti „Ég trúi þessu varla“ Sport Gylfi orðinn Víkingur Íslenski boltinn „Ef þeir fá ekki gul spjöld halda grófu brotin bara áfram“ Fótbolti Carragher kallaði Ferdinand trúð Enski boltinn United hættir að bjóða upp á frían hádegismat Enski boltinn Ætla að stoppa Sveindísi og keyra yfir Ísland Fótbolti Fleiri fréttir ÍA fær Baldvin frá Fjölni Útlit fyrir að Kjartan fylli skarð Gylfa hjá Val „Held að fólk sé komið með leið á því að lesa um þessi félagsskipti“ Gylfi orðinn Víkingur Valsmenn settu sex gegn Grindavík Breki Baxter kórónaði endurkomu Eyjamanna Blikakonur áfram á fullu skriði í Lengjubikarnum KR-ingar áfram á mikilli sigurgöngu undir stjórn Óskars Hrafns Góður sigur Vestra og Fram tapaði gegn Lengjudeildarliði Samþykktu að taka áminningu af leikmönnum og fjölga útlendingum ÍR heldur áfram að hrella liðin úr Bestu deildinni Arnór Smára hættir sem yfirmaður knattspyrnumála hjá Val Sindri Kristinn á óskalista KA Býst við Grikkjunum betri í kvöld „Þetta er einstakur strákur“ Barðist við tárin þegar hann kvaddi Eru þetta stærstu félagsskiptin síðan Pétur fór í KR? „Einbeiti mér að allt öðru en einhverri dramatík á Íslandi“ Faðir Gylfa Þórs segir Börk hafa gert samkomulag við sig „Kemur pabba mínum ekki við hvar ég spila fótbolta“ Nýr lögfræðingur KSÍ á yfir fjögur hundruð leiki í meistaraflokki Umdeild frammistaða Gylfa í kveðjuleiknum Samskiptin furðuleg og fólk tengt Gylfa við stýrið Erlendir miðlar fjalla um skipti Gylfa Þórs: Verður samherji Gunnars Vatnhamar Skagamenn horfa áfram til yngri leikmanna Gylfi má ekki spila með Víkingi í Sambandsdeildinni Freyr vill Höskuld en Blikar sögðu nei Víkingur staðfestir komu Gylfa Stjórn Vals segir Gylfa hafa sýnt liðsfélögunum vanvirðingu Gylfi hefur náð samkomulagi við Víking Sjá meira