Ný íslensk brettamynd í bíó 29. júlí 2008 06:00 Pétri finnst ótrúlega gaman að gera brettamyndir. Getting There, ný íslensk snjóbrettamynd, verður sýnd klukkan sex í Laugarásbíói í dag. Pétur Kristján Guðmundsson stendur að myndinni. „Ég fór út í nóvember á síðasta ári með félaga mínum sem hafði farið aðeins áður. Ég fór út með kameruna mína og snjóbrettið mitt. Svo voru tveir sem Addi (Arnþór Tryggvason) var búinn að kynnast þarna, Finni og Norðmaður sem heita Juhana Pirnes og Torgeir Norkild. Við fjórir urðum alveg geðveikt góðir vinir og tókum upp brettamynd. Það verður gerð önnur held ég, mér finnst þetta svo gaman, ég get ekki hætt þessu. Þótt þetta sé alveg ógeðslega mikil vinna, sérstaklega að klippa. Mikið af kaffi." Pétur hefur stundað snjóbretti í tíu ár. „Ég var alveg fastur frá fyrsta degi. Svo þegar snjórinn hætti að koma á Íslandi þá flutti ég út." Pétur hefur ekki gert kvikmynd áður, en er með sveinspróf í húsasmíði. „Ég gerði bara smá vídeó fyrir um þremur árum. Það var bara til gamans gert en þessi var stærri, betri og skemmtilegri." Er einhver sérstök tækni við að taka svona upp? „Það er bara eitthvað sem maður lærir. Ég hef ekki farið í neitt nám út af þessu. Eftir því sem þú gerir meira þá sérðu að þú verður að hafa gott hugmyndaflug. Skot getur verið ömurlegt frá einu sjónarhorni en geðveikt frá öðru. Ég er að pæla að fara kannski í eitthvað nám, en ég veit það ekki." Frítt er inn á sýninguna. Einnig verður sýnd ný Burton-mynd. - kbs Mest lesið Lifir eins og kóngur á 150-200 þúsund krónum á mánuði Lífið Guðni Th. orðinn afi Lífið Greindist með skyrbjúg eftir notkun megrunarlyfs Lífið Líkaminn þarf ekki að vera fullfrískur til að upplifa unað Lífið Þakkar aðal sykurpabbanum fyrir allt Lífið Herra Hnetusmjör og Sara selja lúxusíbúð innan við ári eftir kaupin Lífið Gellurnar fjölmenntu á gugguvaktina Lífið Fólk geti gengið frá kaupsamningum sjálft Lífið „Prinsessur eru líka sterkar og fyndnar“ Lífið „Áttum mörg falleg móment þar sem við töluðum um framtíðina“ Makamál Fleiri fréttir Þeir munu túlka Bítlana í myndum Sam Mendes Stjörnum prýdd stikla Black Mirror Nolan sagður stefna á tökur á Íslandi Ljósbrot besta myndin en Snerting með flest verðlaun Happy Gilmore snýr aftur Harpa kvótadrottning aftur á skjáinn Ólafur Darri og félagar framleiða sína fyrstu teiknimynd Anora sigurvegari á Óskarnum Óskarsverðlaunasérfræðingur spáir í Hollywood-spilin: Spennandi óskar í vændum og ekkert meitlað í stein Sjá meira
Getting There, ný íslensk snjóbrettamynd, verður sýnd klukkan sex í Laugarásbíói í dag. Pétur Kristján Guðmundsson stendur að myndinni. „Ég fór út í nóvember á síðasta ári með félaga mínum sem hafði farið aðeins áður. Ég fór út með kameruna mína og snjóbrettið mitt. Svo voru tveir sem Addi (Arnþór Tryggvason) var búinn að kynnast þarna, Finni og Norðmaður sem heita Juhana Pirnes og Torgeir Norkild. Við fjórir urðum alveg geðveikt góðir vinir og tókum upp brettamynd. Það verður gerð önnur held ég, mér finnst þetta svo gaman, ég get ekki hætt þessu. Þótt þetta sé alveg ógeðslega mikil vinna, sérstaklega að klippa. Mikið af kaffi." Pétur hefur stundað snjóbretti í tíu ár. „Ég var alveg fastur frá fyrsta degi. Svo þegar snjórinn hætti að koma á Íslandi þá flutti ég út." Pétur hefur ekki gert kvikmynd áður, en er með sveinspróf í húsasmíði. „Ég gerði bara smá vídeó fyrir um þremur árum. Það var bara til gamans gert en þessi var stærri, betri og skemmtilegri." Er einhver sérstök tækni við að taka svona upp? „Það er bara eitthvað sem maður lærir. Ég hef ekki farið í neitt nám út af þessu. Eftir því sem þú gerir meira þá sérðu að þú verður að hafa gott hugmyndaflug. Skot getur verið ömurlegt frá einu sjónarhorni en geðveikt frá öðru. Ég er að pæla að fara kannski í eitthvað nám, en ég veit það ekki." Frítt er inn á sýninguna. Einnig verður sýnd ný Burton-mynd. - kbs
Mest lesið Lifir eins og kóngur á 150-200 þúsund krónum á mánuði Lífið Guðni Th. orðinn afi Lífið Greindist með skyrbjúg eftir notkun megrunarlyfs Lífið Líkaminn þarf ekki að vera fullfrískur til að upplifa unað Lífið Þakkar aðal sykurpabbanum fyrir allt Lífið Herra Hnetusmjör og Sara selja lúxusíbúð innan við ári eftir kaupin Lífið Gellurnar fjölmenntu á gugguvaktina Lífið Fólk geti gengið frá kaupsamningum sjálft Lífið „Prinsessur eru líka sterkar og fyndnar“ Lífið „Áttum mörg falleg móment þar sem við töluðum um framtíðina“ Makamál Fleiri fréttir Þeir munu túlka Bítlana í myndum Sam Mendes Stjörnum prýdd stikla Black Mirror Nolan sagður stefna á tökur á Íslandi Ljósbrot besta myndin en Snerting með flest verðlaun Happy Gilmore snýr aftur Harpa kvótadrottning aftur á skjáinn Ólafur Darri og félagar framleiða sína fyrstu teiknimynd Anora sigurvegari á Óskarnum Óskarsverðlaunasérfræðingur spáir í Hollywood-spilin: Spennandi óskar í vændum og ekkert meitlað í stein Sjá meira
Óskarsverðlaunasérfræðingur spáir í Hollywood-spilin: Spennandi óskar í vændum og ekkert meitlað í stein