Innlent

Geir Haarde er grænastur leiðtoga í Newsweek

Óli Tynes skrifar

Í Newsweek er tíu síðna umfjöllum um umhverfis og orkumál og meðal annars sagt að smáeyjan Ísland geti kennt Bandaríkjunum dýrmæta lexíu í orkumálum.

Það er fjallað um hina nýju grænu leiðtoga heimsins og þar trónir Geir H. Haarde, forsætisráðherra efstur á blaði.

Þriggja síðna umfjöllun um Ísland fylgir á eftir. Þar er gerð í stórum dráttum en þó nokkuð ítarlega grein fyrir þróun orkumála og framtíðarhorfum á Íslandi. Einnig á þeim möguleikum sem íslendingar hafa til þess að flytja út kunnáttu sína á þessu sviði.

Farið er um víðan völl í umfjöllun um þjóðfélagið og meðal annars vitnað í Össur Skarphéðinsson iðnaðarráðherra, Gunnar Örn Gunnarsson hjá REI, Tómas Sigurðsson hjá Alcoa og Önnu sv errisdóttur framkvæmdastjóra Bláa lónsins.

Loks er svo heilsíðuviðtal við Geir Haarde þar sem mest er fjallað um orkumál.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×