Erlent

Bara eina konu í einu, takk

Óli Tynes skrifar
Fjölkvæni er bannað í Danmörku.
Fjölkvæni er bannað í Danmörku.

Íraskur túlkur hefur fengið þau skilaboð frá danska fjölskylduráðinu að hann verði að skilja við aðra eiginkonu sína ef hann vill fá landvistarleyfi.

Túlkurinn flúði land með fjölskyldu sína þegar Danir fluttu hersveitir sínar frá Írak, af ótta við að verða myrtur. Hann hafði verið túlkur fyrir Danina.

Maðurinn á tvær eiginkonur, en fjölkvæni er bannað í Danmörku. Hann hefur fengið frest til 26. maí til að ákveða hvernig hann bregst við. Mögulegt er að hann geti látið reyna á þetta fyrir dönskum dómstólum.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×