Lífið

Fjarstæða að Einar Már hafi verið rekinn fyrir að gagnrýna útrásarvíkinga

Sigmundur Ernir Rúnarsson.
Sigmundur Ernir Rúnarsson.

Einar Már Guðmundsson rithöfundur var í viðtali hjá Færeyska sjónvarpinu þar sem hann ræddi um efnahagskrísuna á Íslandi. Þar fullyrti hann að hann hafi verið rekinn sem pistlahöfundur í þættinum Mannamáli á Stöð 2 fyrir að segja sína meiningu um auðmenn landsins og útrásarvíkinga. Sigmundur Ernir Rúnarsson, umsjónarmaður Mannamáls segir út í hött að Einar hafi verið látinn fara vegna einhverra ummæla sinna um menn og málefni.

Mér leiðist nú að vera með hnútukast við vin minn Einar Má, en þvílík fjarstæða að hann hafi hætt pistlastörfum vegna þrýstings," segir Sigmundur Ernir Rúnarsson, umsjónarmaður Mannamáls.

„Við vildum stokka aðeins upp í þættinum og meðal annars koma inn í þáttinn þeir Dr.Gunni og Mikael Torfason," segir Sigmundur og bætir því við að auk þess sem Einar Már sé hættur muni Katrín Jakobsdóttir draga sig að mestu í hlé.

„Menn geta séð það almennt í fjölmiðlastarfi 365 að þar fá allskonar raddir að hljóma. Það er alveg út úr öllu korti að menn séu beittir einhverskonar þrýstingi," segir Sigmundur.

„En ég bið að heilsa félaga Einari með góðri kveðju," segir hann að lokum.










Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.