„Furðum okkur á ákvörðun yfirvalda“ 3. júlí 2008 13:13 Jóhanna K. Eyjólfsdóttir. Jóhanna K. Eyjólfsdóttir, framkvæmdastjóri Íslandsdeildar Amnesty International, furðar sig á ákvörðun yfirvalda að senda Keníubúann Paul Ramses aftur til Ítalíu á grundvelli Dyflinnarsamkomulagsins í stað þess að umsókn hans til stöðu flóttamanns sé tekin til umfjöllunar hér á landi. ,,Við spyrjum okkur hvort íslensk stjórnvöld hafi athugað hvernig aðbúnaður hælisleitenda eru á Ítalíu þar sem þúsundir sækja um stöðu flóttamanna á ári hverju," segir Jóhanna. ,,Aðeins örfáir sækja um hér á landi ár hvert en Paul Ramses mun líklegast lenda aftast í röðinni á Ítalíu. Umsóknarferlið er langvinnt á Ítalíu og aðbúnaður þeirra sem bíða eftir úrskurði þar hefur verið gagnrýndur." Jóhanna bendir á að Ísland sé bundið flóttamannasamningi Sameinuðu Þjóðanna sem þýðir að allir eigi rétt á að leita skjóls og hælis ef þeim er ekki vært í heimalandi sínu. Dyflinnarsamkomulagið sem er á milli Schengen-ríkjanna í Evrópu gerir Íslandi hins vegar kleift að vísa hælisleitendum aftur til þess Evrópulands sem þeir komu fyrst til. ,,Ekki er skylda að nota samninginn, aðeins heimild en Íslendingar hafa verið duglegir að beita þessari heimild til að komast hjá því að fjalla um einstök mál, það er í rauninni rauður þráður í meðhöndlun yfirvalda á málum hælisleitenda," segir Jóhanna. ,,Það sem ég furða mig einnig á er að ekki sé tekið tillit til sérstakra aðstæðna mannsins, að hann eigi konu og son hér á landi en í öllum mannréttindasamningum er kveðið á að stuðla eigi að sameiningu fjölskyldna eins og kostur er þegar veitt eru hæli. „Þar sem verið er að senda hann aftur til Ítalíu get ég ekki séð að það stuðli að sameiningu fjölskyldunnar," segir Jóhanna en kona Paul Ramses er með dvalarleyfi í Svíþjóð. Að sögn Jóhönnu hafa Íslendingar verið duglegir að taka á móti kvótaflóttafólki sem þegar hafa fengið stöðu flóttamanns á vegum Sameinuðu Þjóðanna. Einstaklingar sem koma hingað fá hins vegar mjög sjaldan stöðu flóttamanns, á undanförnum árum hefur aðeins einn sem komið hefur hingað á eigin vegum hefur fengið stöðu flóttamans. Dyflinnarsamkomulagið gerir ráð fyrir að fyrsta Evrópulandið sem flóttamaður kemur til fjalli um hælisbeiðnina en aftur á móti geta önnur Evrópuríki fjallað um umsóknina að eigin vild. Mest lesið Musk reynir að hafa áhrif víða: „Ekki fóðra tröllið“ Erlent Heitir því að verða betri eiginmaður og finna sér nýja vinnu Innlent Þrír Kínverjar gripnir í Kongó með tólf gullstangir og gríðarlegar fjárhæðir Erlent The Vivienne er látin Erlent Íslensku þjóðinni ofbjóði ástandið Innlent Mikið álag vegna inflúensu Innlent Hringi viðvörunarbjöllum þegar of auðvelt sé að taka lán Innlent 1166 ára gömul systkini frá Kjóastöðum og öll á lífi Innlent Skyndileg árás Úkraínu hafi komið Rússum í opna skjöldu Erlent Aðstoðar Ingu eftir viðkomu í Sjálfstæðisflokknum, Viðreisn og JP Morgan Innlent Fleiri fréttir Grautarmessa sló í gegn í Hrepphólakirkju Heitir því að verða betri eiginmaður og finna sér nýja vinnu Mikið álag vegna inflúensu Hringi viðvörunarbjöllum þegar of auðvelt sé að taka lán Íslensku þjóðinni ofbjóði ástandið Óvænt gagnsókn Úkraínumanna og lánamál í ólestri Alvarlegt að horfa framhjá birtuleysi við þéttingu byggðar 1166 ára gömul systkini frá Kjóastöðum og öll á lífi Tveir fluttir með sjúkrabíl eftir árekstur á Sprengisandi „Var lifandi og skemmtilegur en ömurlegt hvernig fór“ Vill efla vöktun og innviði vegna kerfisins sem er að vakna Skapa eigi skattalegar ívilnanir fyrir fólk og verktakafyrirtæki Jarðhræringar í Borgarbyggð og elsti systkinahópur landsins Aðstoðar Ingu eftir viðkomu í Sjálfstæðisflokknum, Viðreisn og JP Morgan Glitský prýddu himin höfuðborgarbúa í morgunsárið Keyptu risa túnfisk á 1,3 milljónir dala fyrir sushi-gerð Efnahagsáform nýrrar stjórnar, gjaldtaka í ferðaþjónustu og tekist á um strandveiðar Gott sparnaðarráð fyrir ríkisstjórnina að leggja niður ÁTVR Styttist í lokun flugvallar sem tengist flugsögu Íslendinga Lentu með veikan farþega í Keflavík 12 milljarða vinnsluhús byggt fyrir lax í Þorlákshöfn „Þetta er bara forkastanlegt“ Mikilvægt að andlát Hjalta yrði einhverjum til gagns „Tifandi tímasprengja“ á Suðurlandi og stökkbreyting áfengissölu Sviptur á staðnum fyrir ofsaakstur á 30-götu Gefur lítið fyrir áform ríkisstjórnarinnar Biden hyggst senda hergögn að virði átta milljarða til Ísraels Allir séu meðvitaðir um ábyrgðina sem fylgi setu í ríkisstjórn Starf framkvæmdastjóra Mannréttindastofnunar auglýst „Bóndinn á svæðinu er nú ofboðslega rólegur yfir þessu“ Sjá meira
Jóhanna K. Eyjólfsdóttir, framkvæmdastjóri Íslandsdeildar Amnesty International, furðar sig á ákvörðun yfirvalda að senda Keníubúann Paul Ramses aftur til Ítalíu á grundvelli Dyflinnarsamkomulagsins í stað þess að umsókn hans til stöðu flóttamanns sé tekin til umfjöllunar hér á landi. ,,Við spyrjum okkur hvort íslensk stjórnvöld hafi athugað hvernig aðbúnaður hælisleitenda eru á Ítalíu þar sem þúsundir sækja um stöðu flóttamanna á ári hverju," segir Jóhanna. ,,Aðeins örfáir sækja um hér á landi ár hvert en Paul Ramses mun líklegast lenda aftast í röðinni á Ítalíu. Umsóknarferlið er langvinnt á Ítalíu og aðbúnaður þeirra sem bíða eftir úrskurði þar hefur verið gagnrýndur." Jóhanna bendir á að Ísland sé bundið flóttamannasamningi Sameinuðu Þjóðanna sem þýðir að allir eigi rétt á að leita skjóls og hælis ef þeim er ekki vært í heimalandi sínu. Dyflinnarsamkomulagið sem er á milli Schengen-ríkjanna í Evrópu gerir Íslandi hins vegar kleift að vísa hælisleitendum aftur til þess Evrópulands sem þeir komu fyrst til. ,,Ekki er skylda að nota samninginn, aðeins heimild en Íslendingar hafa verið duglegir að beita þessari heimild til að komast hjá því að fjalla um einstök mál, það er í rauninni rauður þráður í meðhöndlun yfirvalda á málum hælisleitenda," segir Jóhanna. ,,Það sem ég furða mig einnig á er að ekki sé tekið tillit til sérstakra aðstæðna mannsins, að hann eigi konu og son hér á landi en í öllum mannréttindasamningum er kveðið á að stuðla eigi að sameiningu fjölskyldna eins og kostur er þegar veitt eru hæli. „Þar sem verið er að senda hann aftur til Ítalíu get ég ekki séð að það stuðli að sameiningu fjölskyldunnar," segir Jóhanna en kona Paul Ramses er með dvalarleyfi í Svíþjóð. Að sögn Jóhönnu hafa Íslendingar verið duglegir að taka á móti kvótaflóttafólki sem þegar hafa fengið stöðu flóttamanns á vegum Sameinuðu Þjóðanna. Einstaklingar sem koma hingað fá hins vegar mjög sjaldan stöðu flóttamanns, á undanförnum árum hefur aðeins einn sem komið hefur hingað á eigin vegum hefur fengið stöðu flóttamans. Dyflinnarsamkomulagið gerir ráð fyrir að fyrsta Evrópulandið sem flóttamaður kemur til fjalli um hælisbeiðnina en aftur á móti geta önnur Evrópuríki fjallað um umsóknina að eigin vild.
Mest lesið Musk reynir að hafa áhrif víða: „Ekki fóðra tröllið“ Erlent Heitir því að verða betri eiginmaður og finna sér nýja vinnu Innlent Þrír Kínverjar gripnir í Kongó með tólf gullstangir og gríðarlegar fjárhæðir Erlent The Vivienne er látin Erlent Íslensku þjóðinni ofbjóði ástandið Innlent Mikið álag vegna inflúensu Innlent Hringi viðvörunarbjöllum þegar of auðvelt sé að taka lán Innlent 1166 ára gömul systkini frá Kjóastöðum og öll á lífi Innlent Skyndileg árás Úkraínu hafi komið Rússum í opna skjöldu Erlent Aðstoðar Ingu eftir viðkomu í Sjálfstæðisflokknum, Viðreisn og JP Morgan Innlent Fleiri fréttir Grautarmessa sló í gegn í Hrepphólakirkju Heitir því að verða betri eiginmaður og finna sér nýja vinnu Mikið álag vegna inflúensu Hringi viðvörunarbjöllum þegar of auðvelt sé að taka lán Íslensku þjóðinni ofbjóði ástandið Óvænt gagnsókn Úkraínumanna og lánamál í ólestri Alvarlegt að horfa framhjá birtuleysi við þéttingu byggðar 1166 ára gömul systkini frá Kjóastöðum og öll á lífi Tveir fluttir með sjúkrabíl eftir árekstur á Sprengisandi „Var lifandi og skemmtilegur en ömurlegt hvernig fór“ Vill efla vöktun og innviði vegna kerfisins sem er að vakna Skapa eigi skattalegar ívilnanir fyrir fólk og verktakafyrirtæki Jarðhræringar í Borgarbyggð og elsti systkinahópur landsins Aðstoðar Ingu eftir viðkomu í Sjálfstæðisflokknum, Viðreisn og JP Morgan Glitský prýddu himin höfuðborgarbúa í morgunsárið Keyptu risa túnfisk á 1,3 milljónir dala fyrir sushi-gerð Efnahagsáform nýrrar stjórnar, gjaldtaka í ferðaþjónustu og tekist á um strandveiðar Gott sparnaðarráð fyrir ríkisstjórnina að leggja niður ÁTVR Styttist í lokun flugvallar sem tengist flugsögu Íslendinga Lentu með veikan farþega í Keflavík 12 milljarða vinnsluhús byggt fyrir lax í Þorlákshöfn „Þetta er bara forkastanlegt“ Mikilvægt að andlát Hjalta yrði einhverjum til gagns „Tifandi tímasprengja“ á Suðurlandi og stökkbreyting áfengissölu Sviptur á staðnum fyrir ofsaakstur á 30-götu Gefur lítið fyrir áform ríkisstjórnarinnar Biden hyggst senda hergögn að virði átta milljarða til Ísraels Allir séu meðvitaðir um ábyrgðina sem fylgi setu í ríkisstjórn Starf framkvæmdastjóra Mannréttindastofnunar auglýst „Bóndinn á svæðinu er nú ofboðslega rólegur yfir þessu“ Sjá meira