Fótbolti

Mafían reyndi að kaupa Lazio

Elvar Geir Magnússon skrifar
Giorgio Chinaglia.
Giorgio Chinaglia.

Stjórnvöld á Ítalíu telja að alræmd ítölsk glæpasamtök hafi reynt að kaupa knattspyrnufélagið Lazio. Félagið hefur átt í fjárhagsörðugleikum undanfarin ár.

Camorra, mafíusamtök í Napoli, eiga að hafa reynt að kaupa Lazio í gegnum Giorgio Chinaglia sem er fyrrum leikmaður félagsins.

Claudio Lotito er núverandi eigandi Lazio en árið 2006 fór hann undir verndarvæng lögreglu þar sem að harðir stuðningsmenn félagsins kröfðust þess að hann myndi selja það til Chinaglia og félaga.

Chinaglia sagði þá að ungverskt lyfjafyrirtæki stæði við bak hans en fyrirtækið sjálft neitar því og er talið að glæpasamtökin hafi ætlað að fjármagna kaupin með fíkniefnaviðskiptum og fleiri glæpum. Chinaglia neitar allri sök og rannsókn stendur yfir.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×