Húsband spilar eftir fíling 22. júlí 2008 06:00 Trompetleikarinn Ari Bragi Kárason fer í tónlistarnám til New York í haust. Hann var hársbreidd frá því að fá inni í Juilliard. Fréttablaðið/Arnþór Vegfarendur um Bankastrætið hafa eflaust orðið varir við djasstónlistina sem þar hefur ómað reglulega í sumar. Að baki henni er óeiginlegt húsband skemmtistaðarins Priksins. „Við erum hópur stráka sem erum eiginlega allir útskriftarnemar úr FÍH tónlistarskólanum. Við höfum spilað á Prikinu alla þriðjudaga og laugardaga í sumar, en erum ekki alltaf fastur hópur. Það fer bara eftir fíling og hverjir eru uppteknir og lausir hverju sinni. Ég og gítarleikarinn erum eiginlega alltaf, en annars er þetta mjög fljótandi," útskýrir Ari Bragi Kárason, trompetleikari sveitarinnar ónefndu. Á heimasíðu staðarins gengur hún undir ýmsum nöfnum, þar á meðal „Hit me baby one more time" og „Aron Pálmi". „Já, þetta er eiginlega bara í lausu lofti," segir Ari og hlær við. Hann heldur til New York í ágúst þar sem hann hefur nám í The News School of Jazz and Contemporary Music. Ari fór einnig í inntökupróf við hinn virta tónlistarskóla Juilliard og komst ansi langt. „Við vorum tíu strákar úr svona 230 manna hópi sem komumst í inntökupróf í djassdeildina, sem er mjög lítil. Við vorum að keppa um eitt pláss og spiluðum þarna fyrir tíu manna dómnefnd. Þremur tímum eftir fyrsta áheyrnarprófið var ég einn af fimm sem voru kallaðir til baka, og svo voru þrír skornir út. Þá var bara ég og einn annar strákur eftir. Hann var sautján ára svartur strákur úr Queens, svo þetta var dauðadæmt. Ég held að það hafi haft eitthvað að segja. Ég segi sjálfum mér það að minnsta kosti til hughreystingar," segir Ari og hlær við. -sun Mest lesið Eiður Smári og Halla Vilhjálms í skíðaævintýri Lífið Var mjög heit fyrir lýtalækninum Lífið Hefndi kossins með kossi Lífið Flytur ekki inn í lúxusíbúðina Lífið Eiginmaður Dolly Parton er látinn Lífið Fermingargjöf sem lifir um ókomin ár Lífið samstarf Tróð Bjarna og fjölskyldu í Toyota Yaris Lífið Sýnir vonandi öðrum konum að lífið er ekki búið eftir þrítugt Lífið Hundleið á að bíða eftir karlmanni og greip í taumana Lífið Tengdist Hopkins í gegnum tólf spora ferlið Lífið Fleiri fréttir Daniil og Birnir í eina sæng Angie Stone lést í bílslysi „Frelsi til að gera allt sem þig langar til“ Þessi eru tilnefnd til Íslensku tónlistarverðlaunanna Bein útsending: Tilnefningar til Íslensku tónlistarverðlaunanna Draumurinn rættist að syngja með Bubba Gekk 20 metra á 35 mínútum í tíu gráðu frosti The Smashing Pumpkins til Íslands Þau fóru áfram í úrslit söngvakeppninnar Sjá meira
Vegfarendur um Bankastrætið hafa eflaust orðið varir við djasstónlistina sem þar hefur ómað reglulega í sumar. Að baki henni er óeiginlegt húsband skemmtistaðarins Priksins. „Við erum hópur stráka sem erum eiginlega allir útskriftarnemar úr FÍH tónlistarskólanum. Við höfum spilað á Prikinu alla þriðjudaga og laugardaga í sumar, en erum ekki alltaf fastur hópur. Það fer bara eftir fíling og hverjir eru uppteknir og lausir hverju sinni. Ég og gítarleikarinn erum eiginlega alltaf, en annars er þetta mjög fljótandi," útskýrir Ari Bragi Kárason, trompetleikari sveitarinnar ónefndu. Á heimasíðu staðarins gengur hún undir ýmsum nöfnum, þar á meðal „Hit me baby one more time" og „Aron Pálmi". „Já, þetta er eiginlega bara í lausu lofti," segir Ari og hlær við. Hann heldur til New York í ágúst þar sem hann hefur nám í The News School of Jazz and Contemporary Music. Ari fór einnig í inntökupróf við hinn virta tónlistarskóla Juilliard og komst ansi langt. „Við vorum tíu strákar úr svona 230 manna hópi sem komumst í inntökupróf í djassdeildina, sem er mjög lítil. Við vorum að keppa um eitt pláss og spiluðum þarna fyrir tíu manna dómnefnd. Þremur tímum eftir fyrsta áheyrnarprófið var ég einn af fimm sem voru kallaðir til baka, og svo voru þrír skornir út. Þá var bara ég og einn annar strákur eftir. Hann var sautján ára svartur strákur úr Queens, svo þetta var dauðadæmt. Ég held að það hafi haft eitthvað að segja. Ég segi sjálfum mér það að minnsta kosti til hughreystingar," segir Ari og hlær við. -sun
Mest lesið Eiður Smári og Halla Vilhjálms í skíðaævintýri Lífið Var mjög heit fyrir lýtalækninum Lífið Hefndi kossins með kossi Lífið Flytur ekki inn í lúxusíbúðina Lífið Eiginmaður Dolly Parton er látinn Lífið Fermingargjöf sem lifir um ókomin ár Lífið samstarf Tróð Bjarna og fjölskyldu í Toyota Yaris Lífið Sýnir vonandi öðrum konum að lífið er ekki búið eftir þrítugt Lífið Hundleið á að bíða eftir karlmanni og greip í taumana Lífið Tengdist Hopkins í gegnum tólf spora ferlið Lífið Fleiri fréttir Daniil og Birnir í eina sæng Angie Stone lést í bílslysi „Frelsi til að gera allt sem þig langar til“ Þessi eru tilnefnd til Íslensku tónlistarverðlaunanna Bein útsending: Tilnefningar til Íslensku tónlistarverðlaunanna Draumurinn rættist að syngja með Bubba Gekk 20 metra á 35 mínútum í tíu gráðu frosti The Smashing Pumpkins til Íslands Þau fóru áfram í úrslit söngvakeppninnar Sjá meira