„Hættið að jarða konur í nafni heiðurs" stendur á þessum borða sem mótmælendur settu upp í Hydrabad í Pakistan eftir morð á fimm konum í Balochistan héraði.
Konurnar höfðu reynt að velja sér sjálfar eiginmenn í trássi við vilja fjölskyldunnar. Heiðursmorð eru algeng í Pakistan eins og öðrum múslimaríkjum.
Þau eru líka vandamál í Vestrænum ríkjum þar sem múslimar hafa sest að. Má þar nefna Danmörku, Noreg og Svíþjóð.
Að þessu sinni var þó fyrirskipuð rannsókn í Pakistan eftir að þingmaður lýsti slíkum morðum sem aldagamalli hefð.