Viðskipti innlent

Capacent kaupir sænskt ráðgjafarfyrirtæki

Skúli Gunnsteinsson og Hrannar Hólm (lengst til vinstri) frá Capacent International, ásamt eigendum Capto eftir að skrifað hafði verið undir kaupsamninginn. Markaðurinn/capacent
Skúli Gunnsteinsson og Hrannar Hólm (lengst til vinstri) frá Capacent International, ásamt eigendum Capto eftir að skrifað hafði verið undir kaupsamninginn. Markaðurinn/capacent
Capacent hefur gengið frá samningi um kaup á meirihluta í sænska félaginu Capto Financial Consulting. Höfuðstöðvar Capto eru í Stokkhólmi, en félagið, sem hefur 60 starfsmenn, er einnig með skrifstofu í Helsinki og útstöðvar í Kaupmannahöfn og Ósló.

Capto verður um skeið rekið undir núverandi nafni, en innan fárra mánaða verður nafninu breytt í Capacent. Kaupverðið er trúnaðarmál.

Skúli Gunnsteinsson, forstjóri Capacent samstæðunnar, segir að með þessu hafi markmiði félagsins um öll Norðurlöndin í raun verið náð. Þetta er sjöunda félagið sem Capacent kaupir á Norðurlöndunum á tæplega þriggja ára skeiði, en það fyrsta utan Danmerkur.

Eftir kaupin munu starfsmenn Capacent samstæðunnar verða um 500, þar af 320 í Danmörku, 120 á Íslandi, 50 í Svíþjóð og 10 í Finnlandi. Heilarveltan er áætluð rúmir sjö og hálfur milljarður króna. Eftir viðbótina verða 75 prósent rekstratekna Capacent í Danmörku og Svíþjóð, en forsvarsmenn félagsins segja að með þessari viðbót sé Capacent „tvímælalaust komið í röð stærri ráðgjafarfyrirtækja á Norðurlöndum.“

Skúli segir forsendur þessarar útrásar góða afkomu Capacent í Danmörku og trausta eiginfjárstöðu, en fyrr í ár keyptu Jón Diðrik Jónsson og Róbert Wessmann hluti í Capacent.

Í fréttatilkynningu frá Capacenet segir að Capto hafi vaxið hægt en stöðugt og ávallt sýnt góða afkomu. Hjá Capto starfa nú 60 manns, en ráðgert er að fjölga þeim fyrir árslok.- msh





Fleiri fréttir

Sjá meira


×