Lífið

Hjónaband þarf að endurnýja eins og hundaleyfi

Atli Steinn Guðmundsson skrifar

Hjónaband er samningur sem reglulega þarf að endurnýja, rétt eins og hundaleyfi. Þetta segir leikarinn og háðfuglinn John Cleese sem er þrígiftur - og þrífráskilinn.

Einnig telur Cleese æskilegt að fólki verði gert að gangast undir hæfnispróf áður en það fer út í barneignir. Leikarinn, sem verður sjötugur á næsta ári, ræddi við breska blaðið Telegraph um þessi málefni og fleiri. Meðal annars tjáði hann sig um fokdýran skilnað þeirra Alyce Faye en hann þarf að greiða um eina milljón punda til að fóðra skepnuna, eins og hann orðar það.








Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.