Lífið

Gullfoss lækkar á meðan aðrir hækka

Gullfoss
Gullfoss

ÁTVR hefur lækkað álagningu sína á Gullfoss bjórnum um 7% og skilar sú lækkun sér beint til neytenda í lægra verði. Gullfoss hefur selst vel og er því nú kominn í svokallaðann kjarnaflokk hjá ATVR.

Gullfoss er íslenskur bjór sem sem settur var á markað nú í sumar af Ölgerð Reykjavíkur.

"Ég veit ekki um neinn bjór sem er að lækka í verði um þessi mánaðarmót, vonandi skilar lækkunin sér í aukinni sölu en Gullfoss er nú kominn í fleiri Vínbúðir svo er fólk líka að átta sig á því að ferskur bjór er allt önnur vara en rotvarnarefnisbjórinn" segir Heimir Hermannsson hjá Ölgerð Reykjavíkur.








Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.