Viðskipti innlent

Alfesca hækkaði um rúm 27 prósent

Xavier Govare, forstjóri Alfesca.
Xavier Govare, forstjóri Alfesca. Mynd/Rósa
Gengi hlutabréfa Alfesca skaust upp um 27,27 prósent í Kauphöllinni í dag. Þetta er mesta hækkunin. Á sama tíma féll gengi bréfa í Atorku 23,08 prósent. Ein viðskipti liggja að baki hækkun Alfesca upp á 210 þúsund krónur. Tíu viðskipti eru á bak við fall Atorku. Þá hækkaði gengi bréfa í Bakkavör um 9,47 prósent, í færeyska flugfélaginu Atlantic Airways um 5,09 prósent, í Marel um 1,97 prósent, Eimskipafélaginu um 0,75 prósent og í Færeyjabanka um 0,7 prósent. Þá fór gengi stoðtækjafyrirtækisins Össurar niður um 1,22 prósent og Icelandair um 0,37 prósent. Viðskipti voru 48 talsins upp á rétt tæpar 118 milljónir króna. Úrvalsvísitalan hækkaði um rétt rúm tvö prósent og endaði í 651 stigi.





Fleiri fréttir

Sjá meira


×