Formúla 1

Breskir stjórnmálamenn harma níð í garð Hamiltons

Sótt er að Lewis Hamilton og litarhæti hans á vefsíðu á Spáni.
Sótt er að Lewis Hamilton og litarhæti hans á vefsíðu á Spáni.

Þingmaður í breska þinginu hefur farið þess á leit við utanríkisráðherra Bretlands að netsíðu með níði um Lewis Hamilton verði lokað. Netsíðan er spönsk og málið orðið að alþjóðlegu máli.

FIA, alþjóðbílasambandið hefur þegar fordæmt vefsíðuna, sem er full af kynþáttahatri í garð Hamilton. Þingmenn í Bretlandi vilja á spænska ríkisstjórnin taki á málinu og loki síðunni.

Hamilton getur orðið yngsti meistari sögunnar í Formúlu 1 í Brasilíu um helgina. Aðeins Hamilton og Felipe Massa geta orðið meistarar.

Formúlu 1 ökumenn æfðu á Interlagos brautinni í dag. Fernando Alonso á Renault náði besta tíma, Felipe Massa varð annar og Lewis Hamilton níundi. Hann gerði mistök í síðsta hring sínum á sama stað og honum mistókst í byrjun móts í fyrra og glopraði þar með titlinum.

Þriðja æfing keppnisliða og tímatakan er í beinni útsendingu á Stöð 2 Sport á morgun. Tímatakan er í opinni dagskrá kl. 15.45.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×