Lífið

Gerðu grín að þætti Kompáss

Félagarnir Hjálmar Jóhannsson (til vinstri) og Helgi Jean Claessen gerðu í myndbandi sínu grín að umfjöllun Kompáss um handrukkara.
fréttablaðið/gva
Félagarnir Hjálmar Jóhannsson (til vinstri) og Helgi Jean Claessen gerðu í myndbandi sínu grín að umfjöllun Kompáss um handrukkara. fréttablaðið/gva

Rúmlega 1.500 manns hafa séð á síðunni Youtube myndband þar sem gert er grín að umfjöllun sjónvarpsþáttarins Kompáss um handrukkara.

Mennirnir á bak við myndbandið eru þeir Helgi Jean Claessen og Hjálmar Jóhannsson, sem gáfu fyrir síðustu jól út bókina Konur eru aldrei hamingjusamar því þær eru með svo litlan heila, þar sem gert var grín að bók Þorgríms Þráinssonar, Hvernig gerirðu konuna þína hamingjusama?

„Við fórum að hugsa þetta eftir að við sáum samtölin í þættinum inni á Vísir.is.," segir Helgi og líkir Kompás-þættinum við senu í bíómynd.

„Þetta var svo flott atriði að það hefði getað verið í hvaða bíómynd sem er. Það var flott uppbygging á þessu og flott hvernig stemningin var búin til. Þetta leit rosalega bíómyndalega út og við ákváðum að gera smá grín að því."

Helgi segir myndbandið hafa fengið mjög góð viðbrögð en vonar um leið að allir þeir aðilar sem komu nálægt Kompásþættinum séu sáttir. „Þetta er fyrsta skrefið á þessum vettvangi. Við eigum eftir að koma með eitthvað fleira." Áhugasamir geta séð myndbandið á slóðinni http://www.youtube.com/watch?v=m1Muq_fb460








Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.