SecurStore stefnir á stóraukinn vöxt í útlöndum 30. apríl 2008 00:01 Við stjórnvölinn hjá Securstore Alexander Eiríksson er sölu- og markaðsstjóri, Örn Gunnarsson er nýráðinn framkvæmdastjóri og Eiríkur Eiríksson er fjármála- og rekstrarstjóri SecurStore. Stefnt er á að breyta fyrirtækinu úr smærra frumkvöðla- og fjölskyldufyrirtæki í stórt alþjóðlegt upplýsingatæknifyrirtæki. MYND/Anton Við erum náttúrlega góðir í að sækja afrit, en mestu máli skiptir geta okkar til að skila gögnunum þegar þörf krefur," segir Örn Gunnarsson, nýráðinn framkvæmdastjóri Tölvuþjónustunnar SecurStore á Akranesi. Hann hefur ásamt Bjarna Ármannssyni fjárfesti, sem um leið verður stjórnarformaður SecurStore, eignast helmingshlut í fyrirtækinu. Gengið var endanlega frá sölunni um nýliðna helgi. Kaupverð er sagt trúnaðarmál, en velta fyrirtækisins á þessu ári er áætluð 200 milljónir króna. Bjarni og Örn eiga fjórðung hvor í fyrirtækinu. Fyrirtækið sérhæfir sig í sjálfvirkri öryggisafritun yfir netið og svo endurheimt gagna. „Margir geta afritað eins og vindurinn, en þeir eru færri sem standa sig svo í að koma gögnunum hratt og örugglega á sinn stað þannig að fyrirtæki þar sem eitthvað hefur komið upp á geti haldið áfram starfsemi sinni með sem minnstri truflun," segir Örn, sem áður var framkvæmdastjóri fyrirtækjaráðgjafar fjárfestingarbankans Saga Capital. Þar áður var hann forstöðumaður fyrirtækjaráðgjafar Glitnis.Fyrirtæki með 17 ára söguAðkoma Arnar og Bjarna að fyrirtækinu á sér ekki ýkja langa forsögu, en Örn segir þann möguleika hafa fyrst verið skoðaðan í alvöru fyrir um tveimur mánuðum. „Það er alveg ljóst að þetta er ekki stökk sem ég tek umhugsunarlaust, enda hefur verið spennandi og skemmtilegt að koma að stofnun nýs banka," segir hann og áréttar að brotthvarf hans frá Sögu Capital sé vinsamlegt með öllu og kunni hann fólki þar bestu þakkir fyrir samstarfið. „Ég er hins vegar búinn að starfa lengi í fjármálageiranum og stóðst ekki mátið að breyta til þegar upp kom tækifæri til þátttöku í uppbyggingu og frekari útrás upplýsingatæknifyrirtækis úr minni heimabyggð," segir Örn.Tölvuþjónustan SecurStore á sér nokkuð langa sögu og er líkast til vel yfir meðalaldri upplýsingatæknifyrirtækja hér, en fyrirtækið var stofnað 30. nóvember 1991. „Og alltaf á sömu kennitölu," gantast Alexander Eiríksson, einn stofnenda þess. Hann gegndi áður starfi framkvæmdastjóra, en verður nú sölu- og markaðsstjóri. Bróðir hans og meðstofnandi, Eiríkur Eiríksson, verður fjármála- og rekstrarstjóri. Auk þeirra bræðra, sem fara með 45 prósenta eignarhlut, á Jón Ingi Þórðarson, tæknistjóri fyrirtækisins, í því fimm prósenta hlut.Umsvif Tölvuþjónustunnar smájukust frá stofnun, en framan af sinnti fyrirtækið hefðbundinni upplýsingatækniþjónustu. Þá stofnaði það líka netþjónustuna Aknet, sem síðar var seld til Vodafone.Þjónusta 150 bresk fyrirtækiAfritunarþjónusta fyrirtækisins byggir hins vegar á kanadískri hugbúnaðarlausn sem Alexander og Eiríkur kynntu sér árið 2004, eftir að hafa áttað sig á að sóknarfæri kynnu að vera í öryggisafritun á netinu. „Helsti keppinautur okkar er þessi hefðbundna segulbandsafritunartaka," segir Alexander. Eiríkur bætir við að hjá fyrirtækinu hafi þeir strax áttað sig á þeim möguleikum sem fælust í því að bjóða þessa afritunarlausn víðar en á Íslandi. Því hafi verið ákveðið að markaðssetja hana undir eigin vörumerki sem tækt yrði á alþjóðavísu og þar með var SecurStore fætt.„Við byrjuðum á því að keyra þessa lausn hér heima og síðan óx þessu fiskur um hrygg. Við tókum að selja hana til íslenskra fyrirtækja og eru þau orðin þó nokkuð mörg talsins hjá okkur í dag," segir Alexander, en árið 2006 var svo farið að huga að útrás SecurStore og varð Bretland fyrir valinu. „Þar er þetta sett á laggirnar vorið 2006 og við með skrifstofu og starfsmann í fullu starfi." Viðtökur í Bretlandi segja þeir bræður að hafi verið svipaðar og hér, fyrirtæki taki lausninni fagnandi og vöxtur hafi verið hraður, þrátt fyrir að ekki hafi mikið verið lagt í kynningu og að útrásin verið byggð frá grunni, en ekki ráðist í fyrirtækjakaup. „Í dag eru um það bil 150 bresk fyrirtæki í viðskiptum við okkur," segir Alexander. Að auki er fyrirtækið í samstarfi við allnokkurn hóp upplýsingatæknifyrirtækja um endursölu á SecurStore-afritunarlausninni.Höfuðáhersla á öryggi gagna„Á þessum grunni viljum við svo byggja enda eru mikil tækifæri erlendis á þessum markaði," segir Eiríkur. Önnur upplýsingatæknifyrirtæki voru tekin að sýna því áhuga að kaupa SecurStore og sáu möguleikana sem í því fólust að efla starfsemina.Stofnendur fyrir tækisins vildu hins vegar ekki selja það frá sér og kusu fremur að kalla til samstarfs menn sem öllum hnútum væru kunnugir við upp byggingu fyrir tækja á erlendri grundu og gætu aðstoðað við að breyta SecurStore úr tiltölulega smáu frumkvöðla- og fjölskyldu fyrirtæki í stórfyrirtæki á alþjóðlega vísu. Örn segir möguleika fyrirtækisins mikla og segir stefnt á að viðhalda og efla vöxt þess, sem verið hefur 100 prósent á ári í Bretlandi.Forsvarsmenn SecurStore segjast bjóða yfirburðaþjónustu þegar kemur að öryggisafritun gagna og segja lausn fyrir tækisins henta afar vel stórum fyrirtækjum sem tryggja þurfi mikið gagnamagn. Öll afrit eru dulkóðuð og þannig búið að fyrirbyggja allan mögulegan upplýsingaleka, en mikil áhersla er lögð á öryggis mál. Þannig hefur SecurStore fengið alþjóðlega öryggisvottun á starfsemi sína á Íslandi og í Bretlandi samkvæmt staðlinum ISO 27001. „Áherslan er á gæði á öllum sviðum," segir Eiríkur og bendir á að kanadíski hugbúnaðurinn í bakenda lausnar innar, sem heitir Asigra, sé margverðlaunaður og þá notist fyrirtækið við vélbúnað frá Hitachi. Komi til jarðskjálftar, flóð og eldar eiga fyrirtæki afrit vís á öruggum stað hjá SecurStore, sem jafnvel getur keyrt upp tölvukerfi þeirra í sýndar umhverfi. Smærri tæknileg vandamál, svo sem straumrof, er svo hægt að leysa á staðnum með afritum sem geymd eru á miðlurum innan húss. Héðan og þaðan Mest lesið Ósætti með vinnubrögð Blackbox sem virðist á barmi gjaldþrots Viðskipti innlent Magga í Pfaff: „Ég man meira að segja hvar fyrsti kossinn var“ Atvinnulíf Fær nokkuð jákvæð viðbrögð þegar hann vandar sig í eldhúsinu Atvinnulíf ASÍ fordæmir hækkun vaxta og Þórhallur sendi bankanum bréf Neytendur Fengu ekki að tjá sig og sektin helminguð Neytendur Velgengni í New York: „Mér finnst ég ekkert hafa verið hér mjög lengi“ Atvinnulíf Ráðinn forstöðumaður Arion Premíu Viðskipti innlent Vona að Musk takmarki tolla Trumps Viðskipti erlent Hrókeringar í framkvæmdastjórn Eimskips Viðskipti innlent Fyrrverandi ferðamálastjóri opnar ráðgjafarstofu með syninum Viðskipti innlent Fleiri fréttir Ósætti með vinnubrögð Blackbox sem virðist á barmi gjaldþrots Hrókeringar í framkvæmdastjórn Eimskips Fyrrverandi ferðamálastjóri opnar ráðgjafarstofu með syninum Ráðinn forstöðumaður Arion Premíu Birta Ósk og Jenna Kristín til Akademias Afkoma Orkuveitunnar 44 prósentum betri en í fyrra Kosningapróf Viðskiptaráðs: Mikil andstaða við sölu á Landsvirkjun Búið að draga tennurnar úr jagúarnum First Water í hýbýli Ísfélagsins á Þorlákshöfn Knattspyrnukappi á Skaganum ráðinn fjármálastjóri Nýir eigendur Pylsuvagnsins á Selfossi Borguðu vaskinn sama dag og tilkynnt var um gjaldþrotið Hækka ekki verðtryggðu vextina „Bankinn tekur höggið á sig að stórum hluta“ Mikilvægt að verja þær gjaldeyristekjur sem ferðaþjónustan aflar Kerecis fólk fjárfestir í flugi Hækka verðtryggða vexti og útskýra hvers vegna Bjarni ráðinn framkvæmdastjóri vinds og jarðvarma hjá Landsvirkjun Lækka innlánsvexti um heilt prósentustig Opna verslanir í Kringlunni á ný Nýtt veitingasvæði rís í Smáralind Kristján ráðinn til Advania Bein útsending: Raforkuöryggi, fyrir hverja? „Grindavíkuráhrifin“ að fjara út Vilja afnema álag á útsvar í Árborg á næsta ári Rekstur fríhafnarinnar seldur úr landi Vaxtalækkun gleðitíðindi en vextir ennþá „allt of háir“ Rannveig kveður: 124 fundir og „aldrei lognmolla“ Skýr merki um að verðbólga sé að hjaðna Ráðin framkvæmdastjórar hjá Sóltúni Sjá meira
Við erum náttúrlega góðir í að sækja afrit, en mestu máli skiptir geta okkar til að skila gögnunum þegar þörf krefur," segir Örn Gunnarsson, nýráðinn framkvæmdastjóri Tölvuþjónustunnar SecurStore á Akranesi. Hann hefur ásamt Bjarna Ármannssyni fjárfesti, sem um leið verður stjórnarformaður SecurStore, eignast helmingshlut í fyrirtækinu. Gengið var endanlega frá sölunni um nýliðna helgi. Kaupverð er sagt trúnaðarmál, en velta fyrirtækisins á þessu ári er áætluð 200 milljónir króna. Bjarni og Örn eiga fjórðung hvor í fyrirtækinu. Fyrirtækið sérhæfir sig í sjálfvirkri öryggisafritun yfir netið og svo endurheimt gagna. „Margir geta afritað eins og vindurinn, en þeir eru færri sem standa sig svo í að koma gögnunum hratt og örugglega á sinn stað þannig að fyrirtæki þar sem eitthvað hefur komið upp á geti haldið áfram starfsemi sinni með sem minnstri truflun," segir Örn, sem áður var framkvæmdastjóri fyrirtækjaráðgjafar fjárfestingarbankans Saga Capital. Þar áður var hann forstöðumaður fyrirtækjaráðgjafar Glitnis.Fyrirtæki með 17 ára söguAðkoma Arnar og Bjarna að fyrirtækinu á sér ekki ýkja langa forsögu, en Örn segir þann möguleika hafa fyrst verið skoðaðan í alvöru fyrir um tveimur mánuðum. „Það er alveg ljóst að þetta er ekki stökk sem ég tek umhugsunarlaust, enda hefur verið spennandi og skemmtilegt að koma að stofnun nýs banka," segir hann og áréttar að brotthvarf hans frá Sögu Capital sé vinsamlegt með öllu og kunni hann fólki þar bestu þakkir fyrir samstarfið. „Ég er hins vegar búinn að starfa lengi í fjármálageiranum og stóðst ekki mátið að breyta til þegar upp kom tækifæri til þátttöku í uppbyggingu og frekari útrás upplýsingatæknifyrirtækis úr minni heimabyggð," segir Örn.Tölvuþjónustan SecurStore á sér nokkuð langa sögu og er líkast til vel yfir meðalaldri upplýsingatæknifyrirtækja hér, en fyrirtækið var stofnað 30. nóvember 1991. „Og alltaf á sömu kennitölu," gantast Alexander Eiríksson, einn stofnenda þess. Hann gegndi áður starfi framkvæmdastjóra, en verður nú sölu- og markaðsstjóri. Bróðir hans og meðstofnandi, Eiríkur Eiríksson, verður fjármála- og rekstrarstjóri. Auk þeirra bræðra, sem fara með 45 prósenta eignarhlut, á Jón Ingi Þórðarson, tæknistjóri fyrirtækisins, í því fimm prósenta hlut.Umsvif Tölvuþjónustunnar smájukust frá stofnun, en framan af sinnti fyrirtækið hefðbundinni upplýsingatækniþjónustu. Þá stofnaði það líka netþjónustuna Aknet, sem síðar var seld til Vodafone.Þjónusta 150 bresk fyrirtækiAfritunarþjónusta fyrirtækisins byggir hins vegar á kanadískri hugbúnaðarlausn sem Alexander og Eiríkur kynntu sér árið 2004, eftir að hafa áttað sig á að sóknarfæri kynnu að vera í öryggisafritun á netinu. „Helsti keppinautur okkar er þessi hefðbundna segulbandsafritunartaka," segir Alexander. Eiríkur bætir við að hjá fyrirtækinu hafi þeir strax áttað sig á þeim möguleikum sem fælust í því að bjóða þessa afritunarlausn víðar en á Íslandi. Því hafi verið ákveðið að markaðssetja hana undir eigin vörumerki sem tækt yrði á alþjóðavísu og þar með var SecurStore fætt.„Við byrjuðum á því að keyra þessa lausn hér heima og síðan óx þessu fiskur um hrygg. Við tókum að selja hana til íslenskra fyrirtækja og eru þau orðin þó nokkuð mörg talsins hjá okkur í dag," segir Alexander, en árið 2006 var svo farið að huga að útrás SecurStore og varð Bretland fyrir valinu. „Þar er þetta sett á laggirnar vorið 2006 og við með skrifstofu og starfsmann í fullu starfi." Viðtökur í Bretlandi segja þeir bræður að hafi verið svipaðar og hér, fyrirtæki taki lausninni fagnandi og vöxtur hafi verið hraður, þrátt fyrir að ekki hafi mikið verið lagt í kynningu og að útrásin verið byggð frá grunni, en ekki ráðist í fyrirtækjakaup. „Í dag eru um það bil 150 bresk fyrirtæki í viðskiptum við okkur," segir Alexander. Að auki er fyrirtækið í samstarfi við allnokkurn hóp upplýsingatæknifyrirtækja um endursölu á SecurStore-afritunarlausninni.Höfuðáhersla á öryggi gagna„Á þessum grunni viljum við svo byggja enda eru mikil tækifæri erlendis á þessum markaði," segir Eiríkur. Önnur upplýsingatæknifyrirtæki voru tekin að sýna því áhuga að kaupa SecurStore og sáu möguleikana sem í því fólust að efla starfsemina.Stofnendur fyrir tækisins vildu hins vegar ekki selja það frá sér og kusu fremur að kalla til samstarfs menn sem öllum hnútum væru kunnugir við upp byggingu fyrir tækja á erlendri grundu og gætu aðstoðað við að breyta SecurStore úr tiltölulega smáu frumkvöðla- og fjölskyldu fyrirtæki í stórfyrirtæki á alþjóðlega vísu. Örn segir möguleika fyrirtækisins mikla og segir stefnt á að viðhalda og efla vöxt þess, sem verið hefur 100 prósent á ári í Bretlandi.Forsvarsmenn SecurStore segjast bjóða yfirburðaþjónustu þegar kemur að öryggisafritun gagna og segja lausn fyrir tækisins henta afar vel stórum fyrirtækjum sem tryggja þurfi mikið gagnamagn. Öll afrit eru dulkóðuð og þannig búið að fyrirbyggja allan mögulegan upplýsingaleka, en mikil áhersla er lögð á öryggis mál. Þannig hefur SecurStore fengið alþjóðlega öryggisvottun á starfsemi sína á Íslandi og í Bretlandi samkvæmt staðlinum ISO 27001. „Áherslan er á gæði á öllum sviðum," segir Eiríkur og bendir á að kanadíski hugbúnaðurinn í bakenda lausnar innar, sem heitir Asigra, sé margverðlaunaður og þá notist fyrirtækið við vélbúnað frá Hitachi. Komi til jarðskjálftar, flóð og eldar eiga fyrirtæki afrit vís á öruggum stað hjá SecurStore, sem jafnvel getur keyrt upp tölvukerfi þeirra í sýndar umhverfi. Smærri tæknileg vandamál, svo sem straumrof, er svo hægt að leysa á staðnum með afritum sem geymd eru á miðlurum innan húss.
Héðan og þaðan Mest lesið Ósætti með vinnubrögð Blackbox sem virðist á barmi gjaldþrots Viðskipti innlent Magga í Pfaff: „Ég man meira að segja hvar fyrsti kossinn var“ Atvinnulíf Fær nokkuð jákvæð viðbrögð þegar hann vandar sig í eldhúsinu Atvinnulíf ASÍ fordæmir hækkun vaxta og Þórhallur sendi bankanum bréf Neytendur Fengu ekki að tjá sig og sektin helminguð Neytendur Velgengni í New York: „Mér finnst ég ekkert hafa verið hér mjög lengi“ Atvinnulíf Ráðinn forstöðumaður Arion Premíu Viðskipti innlent Vona að Musk takmarki tolla Trumps Viðskipti erlent Hrókeringar í framkvæmdastjórn Eimskips Viðskipti innlent Fyrrverandi ferðamálastjóri opnar ráðgjafarstofu með syninum Viðskipti innlent Fleiri fréttir Ósætti með vinnubrögð Blackbox sem virðist á barmi gjaldþrots Hrókeringar í framkvæmdastjórn Eimskips Fyrrverandi ferðamálastjóri opnar ráðgjafarstofu með syninum Ráðinn forstöðumaður Arion Premíu Birta Ósk og Jenna Kristín til Akademias Afkoma Orkuveitunnar 44 prósentum betri en í fyrra Kosningapróf Viðskiptaráðs: Mikil andstaða við sölu á Landsvirkjun Búið að draga tennurnar úr jagúarnum First Water í hýbýli Ísfélagsins á Þorlákshöfn Knattspyrnukappi á Skaganum ráðinn fjármálastjóri Nýir eigendur Pylsuvagnsins á Selfossi Borguðu vaskinn sama dag og tilkynnt var um gjaldþrotið Hækka ekki verðtryggðu vextina „Bankinn tekur höggið á sig að stórum hluta“ Mikilvægt að verja þær gjaldeyristekjur sem ferðaþjónustan aflar Kerecis fólk fjárfestir í flugi Hækka verðtryggða vexti og útskýra hvers vegna Bjarni ráðinn framkvæmdastjóri vinds og jarðvarma hjá Landsvirkjun Lækka innlánsvexti um heilt prósentustig Opna verslanir í Kringlunni á ný Nýtt veitingasvæði rís í Smáralind Kristján ráðinn til Advania Bein útsending: Raforkuöryggi, fyrir hverja? „Grindavíkuráhrifin“ að fjara út Vilja afnema álag á útsvar í Árborg á næsta ári Rekstur fríhafnarinnar seldur úr landi Vaxtalækkun gleðitíðindi en vextir ennþá „allt of háir“ Rannveig kveður: 124 fundir og „aldrei lognmolla“ Skýr merki um að verðbólga sé að hjaðna Ráðin framkvæmdastjórar hjá Sóltúni Sjá meira