Kvikmyndaver selt 23. október 2008 09:00 Eitt elsta og frægasta kvikmyndaver Evrópu, Cinecetta í Róm, er nú á tímamótum þegar ríkisstjórn Ítalíu hefur ákveðið að selja tæplega fjórðungshlut sinn í verinu. Kvikmyndaborgin var sett á stofn af Benito Mussolini 1937 til að styrkja þjóðlega og ítalska kvikmyndagerð og hefur allar götur síðan verið stærst evrópskra kvikmyndavera þótt það hafi keppt lengi við Bavaria-verið þýska og bresku verin, Pinewood og eldri svæði. Það stóðst fyllilega samanburð við stærstu verin í Kaliforníu. Hundruð kvikmynda voru teknar þar, þeirra á meðal margar þekktar bandarískar kvikmyndir, eins og Ben Hur og margar slíkar. Martin Scorsese tók þar Gangs of New York. Flestar myndir Federico Fellini voru gerðar þar. Vinsældir versins til vinnu stærri verka voru meðal annars skýrðar með hárri verkkunnáttu og ódýru vinnuafli. Nú vill stjórn Berlusconi losa sig við hlut sinn í verinu sem kom til eftir fjárhagsleg vandræði við rekstur þess fyrir fáeinum árum. Á svæðinu eru 22 svið og gríðarlegt landsvæði tilheyrir rekstri þess. Þar er enn framleiðsla í fullum gangi: Spike Lee tók þar Miracle at St Anna og Abel Ferrara Go Go Tales. Ríkisstjórn Berlusconi gengur nú hart fram í endurskipulagningu menningarstarfs í landinu: styrkir til aldinna stofnana og hátíða eru grimmilega endurskoðaðar sem nýrri. Rómar-kvikmyndahátíðin sem sett var á stofn 2006 er nú í hættu að leggjast af. - pbb Mest lesið Nýtur lífsins í viktorísku koti í London Lífið Snorri og Nadine eignuðust son Lífið Fimmtíu ára ljósmyndaveisla á sýningu GVA Menning Giftu sig við persónulega athöfn í sólinni Lífið Tilbúnir réttir úr smiðju verðlauna kokks Lífið samstarf Íslendingar vekja athygli í menningarlífi Kaupmannahafnar Menning Íris Svava og Arnþór selja fallega íbúð á besta stað Lífið Fékk hjartaáfall og missti 50 kíló Lífið Ástfangnar í fjörutíu ár Lífið Stjörnulífið: Kossaflens og Inga Lind ástfangin á Spáni Lífið Fleiri fréttir Fyrsta íslenska myndin í Cannes Premiere-flokki Íslendingurinn á bak við tugmilljarða myndina: „Þetta er eiginlega fram úr öllum vonum“ Viðræður hafnar um framhald á Adolescence Rísandi stórstjarna og alvöru hjartaknúsari Bestu myndir Vals Kilmer og verstu floppin Þeir munu túlka Bítlana í myndum Sam Mendes Stjörnum prýdd stikla Black Mirror Nolan sagður stefna á tökur á Íslandi Ljósbrot besta myndin en Snerting með flest verðlaun Happy Gilmore snýr aftur Harpa kvótadrottning aftur á skjáinn Ólafur Darri og félagar framleiða sína fyrstu teiknimynd Anora sigurvegari á Óskarnum Óskarsverðlaunasérfræðingur spáir í Hollywood-spilin: Spennandi óskar í vændum og ekkert meitlað í stein Sjá meira
Eitt elsta og frægasta kvikmyndaver Evrópu, Cinecetta í Róm, er nú á tímamótum þegar ríkisstjórn Ítalíu hefur ákveðið að selja tæplega fjórðungshlut sinn í verinu. Kvikmyndaborgin var sett á stofn af Benito Mussolini 1937 til að styrkja þjóðlega og ítalska kvikmyndagerð og hefur allar götur síðan verið stærst evrópskra kvikmyndavera þótt það hafi keppt lengi við Bavaria-verið þýska og bresku verin, Pinewood og eldri svæði. Það stóðst fyllilega samanburð við stærstu verin í Kaliforníu. Hundruð kvikmynda voru teknar þar, þeirra á meðal margar þekktar bandarískar kvikmyndir, eins og Ben Hur og margar slíkar. Martin Scorsese tók þar Gangs of New York. Flestar myndir Federico Fellini voru gerðar þar. Vinsældir versins til vinnu stærri verka voru meðal annars skýrðar með hárri verkkunnáttu og ódýru vinnuafli. Nú vill stjórn Berlusconi losa sig við hlut sinn í verinu sem kom til eftir fjárhagsleg vandræði við rekstur þess fyrir fáeinum árum. Á svæðinu eru 22 svið og gríðarlegt landsvæði tilheyrir rekstri þess. Þar er enn framleiðsla í fullum gangi: Spike Lee tók þar Miracle at St Anna og Abel Ferrara Go Go Tales. Ríkisstjórn Berlusconi gengur nú hart fram í endurskipulagningu menningarstarfs í landinu: styrkir til aldinna stofnana og hátíða eru grimmilega endurskoðaðar sem nýrri. Rómar-kvikmyndahátíðin sem sett var á stofn 2006 er nú í hættu að leggjast af. - pbb
Mest lesið Nýtur lífsins í viktorísku koti í London Lífið Snorri og Nadine eignuðust son Lífið Fimmtíu ára ljósmyndaveisla á sýningu GVA Menning Giftu sig við persónulega athöfn í sólinni Lífið Tilbúnir réttir úr smiðju verðlauna kokks Lífið samstarf Íslendingar vekja athygli í menningarlífi Kaupmannahafnar Menning Íris Svava og Arnþór selja fallega íbúð á besta stað Lífið Fékk hjartaáfall og missti 50 kíló Lífið Ástfangnar í fjörutíu ár Lífið Stjörnulífið: Kossaflens og Inga Lind ástfangin á Spáni Lífið Fleiri fréttir Fyrsta íslenska myndin í Cannes Premiere-flokki Íslendingurinn á bak við tugmilljarða myndina: „Þetta er eiginlega fram úr öllum vonum“ Viðræður hafnar um framhald á Adolescence Rísandi stórstjarna og alvöru hjartaknúsari Bestu myndir Vals Kilmer og verstu floppin Þeir munu túlka Bítlana í myndum Sam Mendes Stjörnum prýdd stikla Black Mirror Nolan sagður stefna á tökur á Íslandi Ljósbrot besta myndin en Snerting með flest verðlaun Happy Gilmore snýr aftur Harpa kvótadrottning aftur á skjáinn Ólafur Darri og félagar framleiða sína fyrstu teiknimynd Anora sigurvegari á Óskarnum Óskarsverðlaunasérfræðingur spáir í Hollywood-spilin: Spennandi óskar í vændum og ekkert meitlað í stein Sjá meira
Óskarsverðlaunasérfræðingur spáir í Hollywood-spilin: Spennandi óskar í vændum og ekkert meitlað í stein