Árni Beinteinn á útopnu 30. október 2008 00:01 Nýkominn frá Hollandi, þar sem hann flutti erindi, er hann að ganga frá útgáfu nýs DVD-disks þar sem má finna mynd hans Auga fyrir auga – plús aukaefni. fréttablaðið/gva Einhver yngsti og öflugasti kvikmyndagerðarmaður landsins er nýkominn heim frá Amsterdam þar sem hann sýndi stuttmynd sína Auga fyrir auga – en hún er væntanleg á DVD – og hélt erindi á kvikmyndahátíð. „Ég var að koma frá Amsterdam. Þar var kvikmyndahátíð og mér boðið til að halda erindi auk þess sem myndin mín Auga fyrir auga var sýnd. Henni var vel tekið," segir einhver yngsti og öflugasti kvikmyndagerðarmaður landsins – Árni Beinteinn Árnason – aðeins þrettán ára gamall. Það er í nógu að snúast hjá Árna Beinteini. Hann sækir skóla eins og lög gera ráð fyrir en auk þess er hann nú á bólakafi við að fullgera mikinn DVD-disk þar sem stuttmynd hans, Auga fyrir auga, verður að finna og aukaefni. „Jólagjöfin í ár. Að sjálfsögðu. Markmiðið er að hafa þetta eins ódýrt og hægt er. Kostar aðeins 999 krónur." En ef ég læt þig hafa þúsundkall, hvað á ég þá að gera við krónuna sem ég fæ til baka? „Þú getur bara … átt hana. Það er alltaf happa að eiga krónu í hægri vasa," segir Árni Beinteinn sem aldrei er orða vant og bregður sér í sölumannsgírinn eins og að drekka vatn: „Það verður fullt af heppnu fólki sem kaupir þennan disk. Gaman að segja frá því. Ég vona að við náum að fá diskinn úr framleiðslu fyrir fyrsta desember. Það er Myndform sem fullvinnur diskinn en Sena dreifir." Árni bendir áhugasömum á síðuna youtube.com/beinteinn þar sem finna má ýmsar upplýsingar um stuttmyndina sem er 17 mínútur að lengd. Auga fyrir auga var frumsýnd 1. maí 2007 og fyllti Árni Beinteinn þá Háskólabíó í tvígang. Þúsund manns sáu myndina. Árni Beinteinn ekki aðeins leikstýrði henni heldur leikur bæði aðalhlutverkin. „Myndin fjallar um vandræðaungling sem strýkur af barna- og unglingaheimili til að hefna sín á skólafélögum sínum sem komu upp um hann á sínum tíma. Hann þekkir glæpamenn úr undirheimageiranum og fær einn slíkan í lið með sér til að hafa þetta sem fullkomnast – hefndina." Boðskapur myndarinnar er að sjálfsögðu góður að sögn leikstjórans. Þetta er að vissu marki forvarnarmynd. „Það má líta á hana sem slíka. Útúrruglaður strákur sem lendir í vitleysu. En takmarkið er að þetta sé spennumynd fyrir börn og fjölskyldur." Árni Beinteinn er þegar byrjaður að skrifa framhald af Auga fyrir auga og fullkomna trílógíuna en áður hafði hann gert, ásamt vinum sínum, mynd sem heitir Ekki er allt sem sýnist. Hana verður að finna á DVD-disknum í glænýrri útgáfu en aukaefnið telur heilar 30 mínútur. „Það varð aldrei alvöru mynd. En næsta mynd verður stutt stórmynd." Árni telur aðspurður líklegt að hann muni leggja kvikmyndagerð fyrir sig þótt leiklistin togi í sig jafnframt. En kvikmyndagerðin sé nú einu sinni þannig að hún sameinar margar listgreinar. jakob@frettabladid.is Mest lesið Risa fataherbergi í glæsilegri íbúð Patriks sem nú er til sölu Lífið Fimmtán ára og gefur út frumsamda plötu Tónlist Getum verið gröð án þess að blotna eða fá ris Lífið „Heyri allt í einu hversu steikt þetta er orðið“ þegar hún útskýrir veikindin fyrir vinum Menning Fékk hjartaáfall og missti 50 kíló Lífið Justin Bieber nýtur sín norður í landi Lífið Jón Gnarr birtir sönnunargagn A um ADHD Lífið Giftu sig við persónulega athöfn í sólinni Lífið Íslendingar vekja athygli í menningarlífi Kaupmannahafnar Menning Nýtur lífsins í viktorísku koti í London Lífið Fleiri fréttir Risa fataherbergi í glæsilegri íbúð Patriks sem nú er til sölu Getum verið gröð án þess að blotna eða fá ris Hélt lítill kall í stjörnustríði væri Obi-Wan Kenobi Jón Gnarr birtir sönnunargagn A um ADHD Sveppi og Auddi í fallhlífarstökki yfir Dúbaí Nýtur lífsins í viktorísku koti í London Snorri og Nadine eignuðust son Íris Svava og Arnþór selja fallega íbúð á besta stað Harry Potter stjarna tveggja barna faðir Giftu sig við persónulega athöfn í sólinni Ástfangnar í fjörutíu ár Illuminati varð táknmynd ótta við ósýnileg öfl Infocapital Íslandsmeistari eftir æsispennandi keppni Stjörnulífið: Kossaflens og Inga Lind ástfangin á Spáni Fékk hjartaáfall og missti 50 kíló Loksins, loksins unnu skáldin kvalara sína! Veittu verðlaun fyrir dónalegasta orðið á Íslandsmeistaramóti í skrafli Þórhildur og Hjalti eiga von á barni Jiggly Caliente dragdrottning látin „Prófið að plokka og sjáið árangurinn“ Björn plokkar í stað Höllu „Þetta er saga um sambandsslit tveggja vinkvenna“ Krakkatían: Pokémon, spænska og hjólreiðakeppni Halla og Biden hittust í útför páfans Á erfitt með að muna nöfnin á börnum vina sinna Fréttatía vikunnar: Frans páfi, Kaffi kjós og tónleikar Hildur Vala og Mikael Kaaber í aðalhlutverkum Moulin Rouge Vonast til að fá fullkomna sundlaug í Reykjadal Raf- og danstónlistarveisla í Austurbæjarbíó Ekkert sundfataatriði í Ungfrú Ísland unglinga Sjá meira
Einhver yngsti og öflugasti kvikmyndagerðarmaður landsins er nýkominn heim frá Amsterdam þar sem hann sýndi stuttmynd sína Auga fyrir auga – en hún er væntanleg á DVD – og hélt erindi á kvikmyndahátíð. „Ég var að koma frá Amsterdam. Þar var kvikmyndahátíð og mér boðið til að halda erindi auk þess sem myndin mín Auga fyrir auga var sýnd. Henni var vel tekið," segir einhver yngsti og öflugasti kvikmyndagerðarmaður landsins – Árni Beinteinn Árnason – aðeins þrettán ára gamall. Það er í nógu að snúast hjá Árna Beinteini. Hann sækir skóla eins og lög gera ráð fyrir en auk þess er hann nú á bólakafi við að fullgera mikinn DVD-disk þar sem stuttmynd hans, Auga fyrir auga, verður að finna og aukaefni. „Jólagjöfin í ár. Að sjálfsögðu. Markmiðið er að hafa þetta eins ódýrt og hægt er. Kostar aðeins 999 krónur." En ef ég læt þig hafa þúsundkall, hvað á ég þá að gera við krónuna sem ég fæ til baka? „Þú getur bara … átt hana. Það er alltaf happa að eiga krónu í hægri vasa," segir Árni Beinteinn sem aldrei er orða vant og bregður sér í sölumannsgírinn eins og að drekka vatn: „Það verður fullt af heppnu fólki sem kaupir þennan disk. Gaman að segja frá því. Ég vona að við náum að fá diskinn úr framleiðslu fyrir fyrsta desember. Það er Myndform sem fullvinnur diskinn en Sena dreifir." Árni bendir áhugasömum á síðuna youtube.com/beinteinn þar sem finna má ýmsar upplýsingar um stuttmyndina sem er 17 mínútur að lengd. Auga fyrir auga var frumsýnd 1. maí 2007 og fyllti Árni Beinteinn þá Háskólabíó í tvígang. Þúsund manns sáu myndina. Árni Beinteinn ekki aðeins leikstýrði henni heldur leikur bæði aðalhlutverkin. „Myndin fjallar um vandræðaungling sem strýkur af barna- og unglingaheimili til að hefna sín á skólafélögum sínum sem komu upp um hann á sínum tíma. Hann þekkir glæpamenn úr undirheimageiranum og fær einn slíkan í lið með sér til að hafa þetta sem fullkomnast – hefndina." Boðskapur myndarinnar er að sjálfsögðu góður að sögn leikstjórans. Þetta er að vissu marki forvarnarmynd. „Það má líta á hana sem slíka. Útúrruglaður strákur sem lendir í vitleysu. En takmarkið er að þetta sé spennumynd fyrir börn og fjölskyldur." Árni Beinteinn er þegar byrjaður að skrifa framhald af Auga fyrir auga og fullkomna trílógíuna en áður hafði hann gert, ásamt vinum sínum, mynd sem heitir Ekki er allt sem sýnist. Hana verður að finna á DVD-disknum í glænýrri útgáfu en aukaefnið telur heilar 30 mínútur. „Það varð aldrei alvöru mynd. En næsta mynd verður stutt stórmynd." Árni telur aðspurður líklegt að hann muni leggja kvikmyndagerð fyrir sig þótt leiklistin togi í sig jafnframt. En kvikmyndagerðin sé nú einu sinni þannig að hún sameinar margar listgreinar. jakob@frettabladid.is
Mest lesið Risa fataherbergi í glæsilegri íbúð Patriks sem nú er til sölu Lífið Fimmtán ára og gefur út frumsamda plötu Tónlist Getum verið gröð án þess að blotna eða fá ris Lífið „Heyri allt í einu hversu steikt þetta er orðið“ þegar hún útskýrir veikindin fyrir vinum Menning Fékk hjartaáfall og missti 50 kíló Lífið Justin Bieber nýtur sín norður í landi Lífið Jón Gnarr birtir sönnunargagn A um ADHD Lífið Giftu sig við persónulega athöfn í sólinni Lífið Íslendingar vekja athygli í menningarlífi Kaupmannahafnar Menning Nýtur lífsins í viktorísku koti í London Lífið Fleiri fréttir Risa fataherbergi í glæsilegri íbúð Patriks sem nú er til sölu Getum verið gröð án þess að blotna eða fá ris Hélt lítill kall í stjörnustríði væri Obi-Wan Kenobi Jón Gnarr birtir sönnunargagn A um ADHD Sveppi og Auddi í fallhlífarstökki yfir Dúbaí Nýtur lífsins í viktorísku koti í London Snorri og Nadine eignuðust son Íris Svava og Arnþór selja fallega íbúð á besta stað Harry Potter stjarna tveggja barna faðir Giftu sig við persónulega athöfn í sólinni Ástfangnar í fjörutíu ár Illuminati varð táknmynd ótta við ósýnileg öfl Infocapital Íslandsmeistari eftir æsispennandi keppni Stjörnulífið: Kossaflens og Inga Lind ástfangin á Spáni Fékk hjartaáfall og missti 50 kíló Loksins, loksins unnu skáldin kvalara sína! Veittu verðlaun fyrir dónalegasta orðið á Íslandsmeistaramóti í skrafli Þórhildur og Hjalti eiga von á barni Jiggly Caliente dragdrottning látin „Prófið að plokka og sjáið árangurinn“ Björn plokkar í stað Höllu „Þetta er saga um sambandsslit tveggja vinkvenna“ Krakkatían: Pokémon, spænska og hjólreiðakeppni Halla og Biden hittust í útför páfans Á erfitt með að muna nöfnin á börnum vina sinna Fréttatía vikunnar: Frans páfi, Kaffi kjós og tónleikar Hildur Vala og Mikael Kaaber í aðalhlutverkum Moulin Rouge Vonast til að fá fullkomna sundlaug í Reykjadal Raf- og danstónlistarveisla í Austurbæjarbíó Ekkert sundfataatriði í Ungfrú Ísland unglinga Sjá meira