Innlent

Margir þáðu áfallahjálp fyrir austan fjall

Óli Tynes skrifar

Fjölmargir þáðu aðstoð áfallahjálparteyma í Hveragerði, Selfossi og Eyrarbakka í gær. Jóhann Thoroddsen, verkefnisstjóri Rauka krossins í sálrænum stuðningi segir ljóst að margir búi enn yfir ótta eftur skjálftana árið 2000.

Skelfing meðal íbúa er þó ekki eins útbreidd og þá. Engu að síður tókust teymin á við mörg erfið mál í störfum sínum í gær. Algengt er að fólk geri sér ekki grein fyrir því fyrr en eftir einhvern tíma, að það þurfi á aðstoð að halda.

Slík aðstoð verður meðal annars veitt í fjöldahjálparstöðvum sem hafa verið opnaðar á Selfossi og í Hveragerði. Þar er einnig hægt að fá allar nýjustu upplýsingar.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×