Innlent

Ráðist á mann í bleiku ballerínupilsi á Þjóðhátíð

Lögreglan í Vestmannaeyjum auglýsir eftir vitnum að líkamsáras sem átti sér stað í Herjólfsdal um það leiti sem Brekkusöngnum var að ljúka á Þjóðhátíð um síðustu helgi.

„Samkvæmt frásögn þess er fyrir árásinni varð, var hann að ganga niður brekkuna á milli stóra sviðsins og veitingatjaldsins þegar hann var slegin í andlitið með flösku," segir í tilkynningu lögreglunnar. Fórnalambið hefur væntanlega vakið athygli áður en á hann var ráðist því hann var klæddur í „gylltar leggingsbuxur, svarta hermannaklossa, bleikt ballerínupils, bleikan bol og með bleika loðhúfu á höfði," að því er lögregla segir.

Þeir sem einhverjar upplýsingar hafa um málið eru vinsamlegast beðnir um að hafa samband við lögregluna í Vestmannaeyjum í síma 481 1665.








Fleiri fréttir

Sjá meira


×