Lögbundin stjórnsýsla og nektardans Björn Bjarnason skrifar 7. ágúst 2008 00:01 umræðan Svandís Svavarsdóttir, borgarfulltrúi vinstri grænna, lætur að því liggja í grein í Fréttablaðinu 6. ágúst, að það hafi ráðist af geðþótta mínum og þvingunum gagnvart lögreglustjóranum á höfuðborgarsvæðinu, að dóms- og kirkjumálaráðuneytið komst að þeirri rökstuddu niðurstöðu hinn 15. maí sl., að umsagnir embættis lögreglustjórans um rekstrarleyfi vegna veitingastaðarins Goldfingers í Kópavogi væru haldnar þeim efnisannmörkum að ógilda bæri ákvörðun sýslumannsins í Kópavogi frá október 2007 um rekstrarleyfið og sýslumanni bæri að leita eftir nýrri umsögn lögreglustjórans áður en hann tæki veitingu umrædds leyfis til meðferðar á ný. Úrskurð ráðuneytisins um þetta efni má lesa á vefsíðu þess, en þar var hann birtur með fréttatilkynningu 23. maí, 2008. Ráðuneytið tók málið til úrskurðar á grundvelli stjórnsýslukæru frá lögmanni Goldfingers. Að kenna málsmeðferð ráðuneytisins og niðurstöðu þess við þvingun á lögreglustjórann, lýsir bæði vanþekkingu og óvild. Samkvæmt lögunum skal sá, sem veitir leyfi til að reka veitingastað, í þessu tilviki sýslumaðurinn í Kópavogi, leita umsagna sveitarstjórnar, heilbrigðisnefndar, slökkviliðs, vinnueftirlits, byggingarfulltrúa og lögreglu sem m.a. kveður á um nauðsyn til dyravörslu. Óheimilt er að gefa út rekstrarleyfi ef einhver framangreindra aðila leggst gegn útgáfu leyfisins og skal rekstrarleyfi jafnframt bundið þeim skilyrðum sem fram kunna að koma í umsögnunum. Ef banna ber veitingastöðum alfarið að bjóða gestum sínum nektardans, þarf að taka af skarið um slíkt bann í lögum. Það hefur ekki verið gert. Núgildandi lög um þetta efni voru sett vorið 2007. Af umræðum um lagafrumvarpið má ráða að þingmenn gerðu sér vel ljóst að í lögunum segði, að sá, sem veitti rekstrarleyfi gæti heimilað að fram færi nektardans í atvinnuskyni á veitingastað, að fengnum jákvæðum umsögnum umsagnaraðila. Á slíkum stöðum væri sýnendum hins vegar óheimilt að fara um á meðal áhorfenda og jafnframt væru hvers konar einkasýningar bannaðar. Svandís Svavarsdóttir situr í borgarstjórn Reykjavíkur og kemur því að umsögn um það, hvort heimila skuli nektardans í atvinnuskyni. Umsögnin verður að vera jákvæð til að leyfið sé veitt. Svandís verður eins og allir opinberir sýslunarmenn að fara að lögum við ákvörðun sína. Höfundur er dóms- og kirkjumálaráðherra. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Björn Bjarnason Mest lesið Ráðherrann Gísli Hvanndal Jakobsson Skoðun Hugsjónir ójafnaðarmanns - svar við bréfi Kára Snorri Másson Skoðun Það er allt í lagi að vera þú sjálfur - Opið bréf til Snorra Mássonar Kári Stefánsson Skoðun Samfylkingin hafnar einkavæðingu í skólakerfinu Arnór Heiðar Benónýsson,Anna María Jónsdóttir Skoðun Viðreisn er Samfylkingin Júlíus Viggó Ólafsson Skoðun „Ég hefði nú ekkert á móti því að taka aðeins í tæjuna“ Eva Pandora Baldursdóttir Skoðun Heimskasta þjóð í heimi? Sverrir Björnsson Skoðun Mun forseti Íslands fremja landráð? Ástþór Magnússon Skoðun Er skynsemi Sigmundar Davíðs o.fl. skynsamleg? Ole Anton Bieltvedt Skoðun Sjálfskaparvíti Samfylkingar og Viðreisnar Birta Karen Tryggvadóttir Skoðun Skoðun Skoðun Ofbeldisvarnir og alhliða kynfræðsla alla skólagönguna! Sigrún Birna Björnsdóttir Kaaber skrifar Skoðun Að kjósa í roki, hríð og nístingskulda Jón Ferdínand Estherarson skrifar Skoðun Hvernig gerðist þetta? Tryggvi Hjaltason skrifar Skoðun Borgum rétta vexti - Landsbankinn verði banki allra landsmanna Baldur Borgþórsson skrifar Skoðun Gleymdu leikskólabörnin Jóhanna Dröfn Stefánsdóttir skrifar Skoðun Tími fyrir breytingar – Nú er tækifærið Anna Sofía Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Ölvunarakstur á Arnarnesbrú Anna Linda Bjarnadóttir skrifar Skoðun Flokknum er sama um þig Valgerður Árnadóttir skrifar Skoðun Þéttingarstefnan í Reykjavík er efnahagslegt vandamál Guðlaugur Þór Þórðarson skrifar Skoðun Virði en ekki byrði Hulda Bjarnadóttir skrifar Skoðun Sjálfstæðisflokkurinn – svarið fyrir fjölskyldur og ungt fólk Guðbjörg Oddný Jónasdóttir skrifar Skoðun Vanrækt barn er besti ráðherrann Sævar Þór Jónsson skrifar Skoðun Fjárfestum í vellíðan – því hver króna skilar sér margfalt til baka Theodór Ingi Ólafsson skrifar Skoðun Úr öskunni í eldinn á laugardaginn? Jón Steindór Valdimarsson skrifar Skoðun Skuggaspil valdsins Anna Kristín Jensdóttir skrifar Skoðun Viltu að barnabörnin þín verði fátækir leiguliðar? Hildur Þórðardóttir skrifar Skoðun Nýtt upphaf – í þjónustu við þjóðina Arna Lára Jónsdóttir skrifar Skoðun Hlustum á hvert annað og breytum þessu Aðalsteinn Leifsson skrifar Skoðun Kæru landsmenn – þetta er ekki lengur boðlegt Ágústa Árnadóttir skrifar Skoðun XL niðurskurður – hugsum stórt! Arnar Þór Jónsson,Kári Allansson skrifar Skoðun Blórabögglar og gylliboð frá vinstri Njáll Trausti Friðbertsson skrifar Skoðun Hvað kjósa foreldrar ósýnilegra barna? Vigdís Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Heimskasta þjóð í heimi? Sverrir Björnsson skrifar Skoðun Jöfnum leikinn á laugardaginn Björgvin G. Sigurðsson skrifar Skoðun ADHD, fjórir stafir og hvað svo? Jóna Kristín Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Skattagleði á kostnað ferðaþjónustunnar Hildur Sverrisdóttir skrifar Skoðun Börnin heim Hanna Katrín Friðriksson skrifar Skoðun Mun forseti Íslands fremja landráð? Ástþór Magnússon skrifar Skoðun Ég býð mig fram fyrir framtíðarkynslóðir Finnur Ricart Andrason skrifar Skoðun Rödd mannréttinda, jöfnuðar og jafnréttis þarf að hljóma á Alþingi Þuríður Harpa Sigurðardóttir skrifar Sjá meira
umræðan Svandís Svavarsdóttir, borgarfulltrúi vinstri grænna, lætur að því liggja í grein í Fréttablaðinu 6. ágúst, að það hafi ráðist af geðþótta mínum og þvingunum gagnvart lögreglustjóranum á höfuðborgarsvæðinu, að dóms- og kirkjumálaráðuneytið komst að þeirri rökstuddu niðurstöðu hinn 15. maí sl., að umsagnir embættis lögreglustjórans um rekstrarleyfi vegna veitingastaðarins Goldfingers í Kópavogi væru haldnar þeim efnisannmörkum að ógilda bæri ákvörðun sýslumannsins í Kópavogi frá október 2007 um rekstrarleyfið og sýslumanni bæri að leita eftir nýrri umsögn lögreglustjórans áður en hann tæki veitingu umrædds leyfis til meðferðar á ný. Úrskurð ráðuneytisins um þetta efni má lesa á vefsíðu þess, en þar var hann birtur með fréttatilkynningu 23. maí, 2008. Ráðuneytið tók málið til úrskurðar á grundvelli stjórnsýslukæru frá lögmanni Goldfingers. Að kenna málsmeðferð ráðuneytisins og niðurstöðu þess við þvingun á lögreglustjórann, lýsir bæði vanþekkingu og óvild. Samkvæmt lögunum skal sá, sem veitir leyfi til að reka veitingastað, í þessu tilviki sýslumaðurinn í Kópavogi, leita umsagna sveitarstjórnar, heilbrigðisnefndar, slökkviliðs, vinnueftirlits, byggingarfulltrúa og lögreglu sem m.a. kveður á um nauðsyn til dyravörslu. Óheimilt er að gefa út rekstrarleyfi ef einhver framangreindra aðila leggst gegn útgáfu leyfisins og skal rekstrarleyfi jafnframt bundið þeim skilyrðum sem fram kunna að koma í umsögnunum. Ef banna ber veitingastöðum alfarið að bjóða gestum sínum nektardans, þarf að taka af skarið um slíkt bann í lögum. Það hefur ekki verið gert. Núgildandi lög um þetta efni voru sett vorið 2007. Af umræðum um lagafrumvarpið má ráða að þingmenn gerðu sér vel ljóst að í lögunum segði, að sá, sem veitti rekstrarleyfi gæti heimilað að fram færi nektardans í atvinnuskyni á veitingastað, að fengnum jákvæðum umsögnum umsagnaraðila. Á slíkum stöðum væri sýnendum hins vegar óheimilt að fara um á meðal áhorfenda og jafnframt væru hvers konar einkasýningar bannaðar. Svandís Svavarsdóttir situr í borgarstjórn Reykjavíkur og kemur því að umsögn um það, hvort heimila skuli nektardans í atvinnuskyni. Umsögnin verður að vera jákvæð til að leyfið sé veitt. Svandís verður eins og allir opinberir sýslunarmenn að fara að lögum við ákvörðun sína. Höfundur er dóms- og kirkjumálaráðherra.
Samfylkingin hafnar einkavæðingu í skólakerfinu Arnór Heiðar Benónýsson,Anna María Jónsdóttir Skoðun
Skoðun Ofbeldisvarnir og alhliða kynfræðsla alla skólagönguna! Sigrún Birna Björnsdóttir Kaaber skrifar
Skoðun Sjálfstæðisflokkurinn – svarið fyrir fjölskyldur og ungt fólk Guðbjörg Oddný Jónasdóttir skrifar
Skoðun Fjárfestum í vellíðan – því hver króna skilar sér margfalt til baka Theodór Ingi Ólafsson skrifar
Skoðun Rödd mannréttinda, jöfnuðar og jafnréttis þarf að hljóma á Alþingi Þuríður Harpa Sigurðardóttir skrifar
Samfylkingin hafnar einkavæðingu í skólakerfinu Arnór Heiðar Benónýsson,Anna María Jónsdóttir Skoðun