Viðskipti erlent

Olíuverðið hækkar eftir snarpa lækkun

Olíuvinnslustöðvar í Bandaríkjunum.
Olíuvinnslustöðvar í Bandaríkjunum.

Heimsmarkaðsverð á hráolíu hækkaði um allt að þrjá dali og fór í 115 dali á tunnu á markaði í Bandaríkjunum í dag í kjölfar veikingar bandaríkjadals gagnvart evru og áframhaldandi hernaðarátaka Rússa í Georgíu. Tunnan er nú komin í 115 dali.

Olíuverðið hefur lækkað talsvert upp á síðkastið vegna góðrar veðurspár vestanhafs og útlits fyrir að hitabeltisstormur á Atlantshafi muni ekki valda tjóni á olíuborpöllum og olíuvinnslustöðvum við Mexíkóflóa.

Fréttastofa Associated Press bendir á að almennt hafi verið reiknað með því að verðið myndi hækka fljótlega á ný eftir snarpa lækkun upp á síðkastið.

Olíuverðið fór hæst í 147,27 dali á tunnu skömmu fyrir miðjan júlí. Miðað við verðið nú hefur það lækkað um 35 dali á tunnu, eða 24 prósent.










Fleiri fréttir

Sjá meira


×