„Árni ætti að biðjast afsökunar“ 3. júní 2008 16:44 Þórhallur Gunnarsson, dagskrástjóri Sjónvarpsins, segir ásaknir á hans hendur sem birtust á bloggi Árna Snævarr á Eyjunni í dag algjörlega úr lausu lofti gripnar. Á bloggi sínu segir Árni frá samskiptum sínum við Þórhall í nokkuð ýtarlegu máli varðandi þátt sem Árni gerði um Evrópusambandið og var fjármagnaður af Samtökum iðnaðarins. Árni er ekki par sáttur með að Þórhallur hafi ekki viljað sýna þáttinn í Sjónvarpinu og tekur jafnvel svo djúpt í árinni að segja ástæðuna þá að Þórhallur sé beintengdur Sjálfstæðisflokknum. „Myndin á að fjalla um kosti og galla þess að ganga inn í Evrópusambandið. Þegar ég skoða myndina þá hef ég svo sem ekki það margt við myndina að athuga nema að hún er að mínu mati frekar hliðholl því sjónarhorni sem Samtök iðnaðarins hafa haldið fram," útskýrir Þórhallur. „Síðan hefur Árni Snævarr sem slíkur haldið fram þeim sjónarmiðum í umræðuþáttum að við eigum að ganga inn í Evrópusambandið. Mér fannst þess vegna nokkuð sérstakt að kaupa mynd þar sem hagsmunaaðilar fá fréttamann til þess að gera mynd sem þjónar þeirra hagsmunum. Og síðan að fjölmiðlamaðurinn sjálfur haldi fram þessum sjónarmiðum mjög ákveðið. Þá fannst mér komin skekkja á þá hlutlausu fréttamennsku sem svona umfjöllun á að sýna." Á bloggi sínu bendir Árni á að Sjónvarpið hafi haft til sýninga heimildamyndir þar sem stórir hagsmunaaðilar hafi verið aðalstyrktaraðilinn. Nefnir hann sem dæmi að „Landsamband útvegsmanna borgaði í topp þáttaröð um sjávarútvegsmál, þar sem stuðningur við kvótakerfið og andúð á ESB voru höfuðþemu." Þórhallur sammælist þessu en að þessi tiltekni þáttur hafi verið sýndur fyrir hans ritstjórnartíð og að hann vilji taka fyrir að slíkt sjónvarpsefni verði sýnt skilyrðislaust í Sjónvarpinu. „Þetta snýst um að hagsmunasamtök geti ekki keypt sér aðgang að Ríkissjónvarpinu til að koma sínum sjónarmiðum á framfæri." Þórhallur segir einnig að tengingarnar sem Árni dragi upp af sér og Sjálfstæðisflokknum ósmekklegar. „Þessar tengingar eru alrangar hjá honum og hreinasti dónaskapur. Hann ætti að biðjast afsökunar á þessum ummælum því að hann ætti að vita betur að ég hef aldrei og mun aldrei láta stjórnmálaflokk hafa áhrif á mín störf." Blogg Árna. Hægt er að sjá mynd Árna Snævarrs með því að smella á hlekkinn hér fyrir ofan. Mest lesið „Það munaði minnstu að þeir dræpu mig“ Innlent Bann gegn einkaþotum og þyrlum samþykkt Innlent Sjálfstæðisflokkurinn langstærstur Innlent „Er líf okkar ekki jafn mikils virði og þeirra í Reykjavík?“ Innlent Vaktin: Eldgos hafið nærri Grindavík Innlent Skipað í nýja Grindavíkurnefnd Innlent Gosið í dag bara smá leki úr kvikuganginum Innlent „Haugalygi að ég hafi ógnað einhverjum með byssu“ Innlent Ekið á gangandi vegfaranda Innlent Neituðu að rýma: „Við viljum fá að vera í friði“ Innlent Fleiri fréttir Skipað í nýja Grindavíkurnefnd Sjálfstæðisflokkurinn langstærstur Bann gegn einkaþotum og þyrlum samþykkt Sækja um leyfi fyrir Kvíslatunguvirkjun Annasamur sólarhringur hjá björgunarsveit Patreksfjarðar Gosið í dag bara smá leki úr kvikuganginum „Það munaði minnstu að þeir dræpu mig“ „Er líf okkar ekki jafn mikils virði og þeirra í Reykjavík?“ Hafnar ásökunum um byssuat og uppgefnir íbúar undir Steinafjalli „Haugalygi að ég hafi ógnað einhverjum með byssu“ Fordæmir atvikið í Grindavík Fara fram á að Mangione fái dauðarefsinguna Ekið á gangandi vegfaranda Beindi byssunni yfir höfuð björgunarsveitarmanns Neituðu að rýma: „Við viljum fá að vera í friði“ „Þessi staður er ákaflega óheppilegur“ Beita öllum brögðum til að minnka tjón ef hraunið nær bænum Grindvíkingur ógnaði björgunarsveitarfólki með skotvopni „Minni kraftur í þessu samanborið við fyrri gos“ Myndir: Eldgos ógnar Grindavík Snýst allt um að tryggja öryggi fólks Gos við bæjarmörkin: Aukafréttatími í hádeginu Ein af dekkstu sviðsmyndunum að raungerast Björgunarsveitarfólki ógnað við rýmingu Eldgosið séð úr lofti Vonast til að hefja störf í Grindavík strax á morgun Sterkari merki en fyrir síðustu eldgos Bein útsending: Ræða skýrslu fjármálastöðugleikanefndar Gestir vaktir og Bláa lónið rýmt í snatri Vaktin: Eldgos hafið nærri Grindavík Sjá meira
Þórhallur Gunnarsson, dagskrástjóri Sjónvarpsins, segir ásaknir á hans hendur sem birtust á bloggi Árna Snævarr á Eyjunni í dag algjörlega úr lausu lofti gripnar. Á bloggi sínu segir Árni frá samskiptum sínum við Þórhall í nokkuð ýtarlegu máli varðandi þátt sem Árni gerði um Evrópusambandið og var fjármagnaður af Samtökum iðnaðarins. Árni er ekki par sáttur með að Þórhallur hafi ekki viljað sýna þáttinn í Sjónvarpinu og tekur jafnvel svo djúpt í árinni að segja ástæðuna þá að Þórhallur sé beintengdur Sjálfstæðisflokknum. „Myndin á að fjalla um kosti og galla þess að ganga inn í Evrópusambandið. Þegar ég skoða myndina þá hef ég svo sem ekki það margt við myndina að athuga nema að hún er að mínu mati frekar hliðholl því sjónarhorni sem Samtök iðnaðarins hafa haldið fram," útskýrir Þórhallur. „Síðan hefur Árni Snævarr sem slíkur haldið fram þeim sjónarmiðum í umræðuþáttum að við eigum að ganga inn í Evrópusambandið. Mér fannst þess vegna nokkuð sérstakt að kaupa mynd þar sem hagsmunaaðilar fá fréttamann til þess að gera mynd sem þjónar þeirra hagsmunum. Og síðan að fjölmiðlamaðurinn sjálfur haldi fram þessum sjónarmiðum mjög ákveðið. Þá fannst mér komin skekkja á þá hlutlausu fréttamennsku sem svona umfjöllun á að sýna." Á bloggi sínu bendir Árni á að Sjónvarpið hafi haft til sýninga heimildamyndir þar sem stórir hagsmunaaðilar hafi verið aðalstyrktaraðilinn. Nefnir hann sem dæmi að „Landsamband útvegsmanna borgaði í topp þáttaröð um sjávarútvegsmál, þar sem stuðningur við kvótakerfið og andúð á ESB voru höfuðþemu." Þórhallur sammælist þessu en að þessi tiltekni þáttur hafi verið sýndur fyrir hans ritstjórnartíð og að hann vilji taka fyrir að slíkt sjónvarpsefni verði sýnt skilyrðislaust í Sjónvarpinu. „Þetta snýst um að hagsmunasamtök geti ekki keypt sér aðgang að Ríkissjónvarpinu til að koma sínum sjónarmiðum á framfæri." Þórhallur segir einnig að tengingarnar sem Árni dragi upp af sér og Sjálfstæðisflokknum ósmekklegar. „Þessar tengingar eru alrangar hjá honum og hreinasti dónaskapur. Hann ætti að biðjast afsökunar á þessum ummælum því að hann ætti að vita betur að ég hef aldrei og mun aldrei láta stjórnmálaflokk hafa áhrif á mín störf." Blogg Árna. Hægt er að sjá mynd Árna Snævarrs með því að smella á hlekkinn hér fyrir ofan.
Mest lesið „Það munaði minnstu að þeir dræpu mig“ Innlent Bann gegn einkaþotum og þyrlum samþykkt Innlent Sjálfstæðisflokkurinn langstærstur Innlent „Er líf okkar ekki jafn mikils virði og þeirra í Reykjavík?“ Innlent Vaktin: Eldgos hafið nærri Grindavík Innlent Skipað í nýja Grindavíkurnefnd Innlent Gosið í dag bara smá leki úr kvikuganginum Innlent „Haugalygi að ég hafi ógnað einhverjum með byssu“ Innlent Ekið á gangandi vegfaranda Innlent Neituðu að rýma: „Við viljum fá að vera í friði“ Innlent Fleiri fréttir Skipað í nýja Grindavíkurnefnd Sjálfstæðisflokkurinn langstærstur Bann gegn einkaþotum og þyrlum samþykkt Sækja um leyfi fyrir Kvíslatunguvirkjun Annasamur sólarhringur hjá björgunarsveit Patreksfjarðar Gosið í dag bara smá leki úr kvikuganginum „Það munaði minnstu að þeir dræpu mig“ „Er líf okkar ekki jafn mikils virði og þeirra í Reykjavík?“ Hafnar ásökunum um byssuat og uppgefnir íbúar undir Steinafjalli „Haugalygi að ég hafi ógnað einhverjum með byssu“ Fordæmir atvikið í Grindavík Fara fram á að Mangione fái dauðarefsinguna Ekið á gangandi vegfaranda Beindi byssunni yfir höfuð björgunarsveitarmanns Neituðu að rýma: „Við viljum fá að vera í friði“ „Þessi staður er ákaflega óheppilegur“ Beita öllum brögðum til að minnka tjón ef hraunið nær bænum Grindvíkingur ógnaði björgunarsveitarfólki með skotvopni „Minni kraftur í þessu samanborið við fyrri gos“ Myndir: Eldgos ógnar Grindavík Snýst allt um að tryggja öryggi fólks Gos við bæjarmörkin: Aukafréttatími í hádeginu Ein af dekkstu sviðsmyndunum að raungerast Björgunarsveitarfólki ógnað við rýmingu Eldgosið séð úr lofti Vonast til að hefja störf í Grindavík strax á morgun Sterkari merki en fyrir síðustu eldgos Bein útsending: Ræða skýrslu fjármálastöðugleikanefndar Gestir vaktir og Bláa lónið rýmt í snatri Vaktin: Eldgos hafið nærri Grindavík Sjá meira